Stöndum með taugakerfinu Auður Guðjónsdóttir skrifar 13. desember 2018 08:00 Í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur leitaði hún eftir því við framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar að Norðurlöndin stæðu saman um að láta greina og samkeyra innihald gagnagrunna á norrænu taugavísindasviði með nýjustu tölvutækni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er staða málsins þannig að NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða hefur skilað jákvæðu áliti um að verkefnið sé fýsilegt en að fjármagn vanti. Norræn rannsóknarverkefni leitast við að fá 2/3 alls fjármagns í gegnum fjármögnun frá að minnsta kosti þremur norrænum ríkjum. Þar sem hér um ræðir íslenska tillögu væri afar gott ef stjórnvöld á Íslandi byðust til að leggja fram fé svo að liðka mætti fyrir að verkinu yrði komið í farveg á næsta ári þegar Ísland hefur formennsku í Norðurlandaráði. Ástæða þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu við lömun sem orsakast af mænuskaða og við öðrum meinum í taugakerfinu er sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig hið erfiða taugakerfi virkar. Með samkeyrslu rannsóknargagna með gervigreind myndi þekkingunni fleygja fram. Það yrði mikill fengur fyrir læknavísindin og þá sem líða. Næðist að koma tillögu Lilju í farveg á Norðurlöndum væri í framhaldinu mögulegt að tala fyrir því af fullum þunga hjá Sameinuðu þjóðunum að aðrar þjóðir fylgi í kjölfarið. Í raun var fyrsta skrefið í þá átt tekið þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvatti þjóðir heims til aukins samstarfs á taugavísindasviði í ræðu sinni á nýafstöðnu allsherjarþingi. Í desember stendur til að kynna hver staða verkefnis um samskráningu á meðferð við mænuskaða á Norðurlöndunum er. Verkefninu er stýrt frá St. Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi og er fjármagnað af Noregi. Sú tillaga til Norðurlandaráðs sem samskráningin byggir á kom frá Íslandi. Hún var borin fram af Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi alþingismanni, og fylgt eftir af miklum þunga frá hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, þáverandi heilbrigðisráðherra og hans ráðuneytis. Greinarhöfundur þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir hjálpina og þeim þúsundum Íslendinga sem styrkt hafa störf Mænuskaðastofnunar Íslands með fjárframlögum og öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur leitaði hún eftir því við framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar að Norðurlöndin stæðu saman um að láta greina og samkeyra innihald gagnagrunna á norrænu taugavísindasviði með nýjustu tölvutækni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er staða málsins þannig að NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða hefur skilað jákvæðu áliti um að verkefnið sé fýsilegt en að fjármagn vanti. Norræn rannsóknarverkefni leitast við að fá 2/3 alls fjármagns í gegnum fjármögnun frá að minnsta kosti þremur norrænum ríkjum. Þar sem hér um ræðir íslenska tillögu væri afar gott ef stjórnvöld á Íslandi byðust til að leggja fram fé svo að liðka mætti fyrir að verkinu yrði komið í farveg á næsta ári þegar Ísland hefur formennsku í Norðurlandaráði. Ástæða þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu við lömun sem orsakast af mænuskaða og við öðrum meinum í taugakerfinu er sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig hið erfiða taugakerfi virkar. Með samkeyrslu rannsóknargagna með gervigreind myndi þekkingunni fleygja fram. Það yrði mikill fengur fyrir læknavísindin og þá sem líða. Næðist að koma tillögu Lilju í farveg á Norðurlöndum væri í framhaldinu mögulegt að tala fyrir því af fullum þunga hjá Sameinuðu þjóðunum að aðrar þjóðir fylgi í kjölfarið. Í raun var fyrsta skrefið í þá átt tekið þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvatti þjóðir heims til aukins samstarfs á taugavísindasviði í ræðu sinni á nýafstöðnu allsherjarþingi. Í desember stendur til að kynna hver staða verkefnis um samskráningu á meðferð við mænuskaða á Norðurlöndunum er. Verkefninu er stýrt frá St. Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi og er fjármagnað af Noregi. Sú tillaga til Norðurlandaráðs sem samskráningin byggir á kom frá Íslandi. Hún var borin fram af Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi alþingismanni, og fylgt eftir af miklum þunga frá hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, þáverandi heilbrigðisráðherra og hans ráðuneytis. Greinarhöfundur þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir hjálpina og þeim þúsundum Íslendinga sem styrkt hafa störf Mænuskaðastofnunar Íslands með fjárframlögum og öðru.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun