Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2018 00:00 Jared Kushner og Ivanka Trump. AP/Pablo Martinez Monsivais Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar og bygginafélög sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. Einn af helstu stuðningsmönnum þessara breytinga var Ivanka Trump, dóttir forsetans. Þegar Donald kynnti breytingarnar fyrr á árinu gaf hann dóttur sinni orðið sérstaklega og sagði hana hafa barist af mikilli hörku fyrir að fá þær í gegn. Frumvarpið „The Investing in Opportunity Act“ var fyrst lagt fram á þingi þegar Barack Obama var forseti en naut ekki mikillar hylli. Embættismenn í ríkjum og borgum skilgreina tiltekin svæði, svokölluð „Opportunity Zone“ og þeir verktakar sem byggja á þeim svæðum eiga rétt á afsláttum á sköttum. Jared Kushner, eiginmaður Ivönku og þar af leiðandi tengdasonur Trump, hefur einnig barist fyrir skattaafslættinum. Bæði vinna í Hvíta húsinu.Rannsókn AP fréttaveitunnar hefur þó leitt í ljóst að hjónin gætu sjálf hagnast verulega vegna þessa breytinga og verkefnis ríkisstjórnarinnar.Hjónin eiga stóran hlut í fyrirtækinu Cadre, sem tilkynnti nýverið að til stæði að byggja fjölda bygginga innan verkefnisins í Miami og Los Angeles. Þá eiga þau hluti í fjölskyldufyrirtæki Kushner en minnst þrettán byggingar þessa fyrirtækis í New York, New Jersey og Maryland, gætu fallið undir Oportunity Zone og gefið fyrirtækinu mikinn afslátt af sköttum. Engar vísbendingar eru þó um að þau hafi komið að því að velja svæðin sem verkefnið nær til og fjölskyldufyrirtæki Kushner hefur ekki tilkynnt að til standi að leitast eftir umræddum afsláttum. Þau munu þó að öllum líkindum hagnast vegna verkefnisins, þó þau geri ekki neitt. Það er vegna þess að verkefnið hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur hækkað mikið á þeim svæðum sem yfirvöld hafa skilgreint sem Oportunity Zone. Siðferðissérfræðingar segja þetta til marks um mikla hagsmunaárekstra en talskona hjónanna sagði þau ekki koma að rekstri fyrirtækja þeirra. Þar að auki fylgi þau ráðleggingum lögmanna um hverju þau megi vinna að og hverju þau megi ekki vinna að. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar og bygginafélög sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. Einn af helstu stuðningsmönnum þessara breytinga var Ivanka Trump, dóttir forsetans. Þegar Donald kynnti breytingarnar fyrr á árinu gaf hann dóttur sinni orðið sérstaklega og sagði hana hafa barist af mikilli hörku fyrir að fá þær í gegn. Frumvarpið „The Investing in Opportunity Act“ var fyrst lagt fram á þingi þegar Barack Obama var forseti en naut ekki mikillar hylli. Embættismenn í ríkjum og borgum skilgreina tiltekin svæði, svokölluð „Opportunity Zone“ og þeir verktakar sem byggja á þeim svæðum eiga rétt á afsláttum á sköttum. Jared Kushner, eiginmaður Ivönku og þar af leiðandi tengdasonur Trump, hefur einnig barist fyrir skattaafslættinum. Bæði vinna í Hvíta húsinu.Rannsókn AP fréttaveitunnar hefur þó leitt í ljóst að hjónin gætu sjálf hagnast verulega vegna þessa breytinga og verkefnis ríkisstjórnarinnar.Hjónin eiga stóran hlut í fyrirtækinu Cadre, sem tilkynnti nýverið að til stæði að byggja fjölda bygginga innan verkefnisins í Miami og Los Angeles. Þá eiga þau hluti í fjölskyldufyrirtæki Kushner en minnst þrettán byggingar þessa fyrirtækis í New York, New Jersey og Maryland, gætu fallið undir Oportunity Zone og gefið fyrirtækinu mikinn afslátt af sköttum. Engar vísbendingar eru þó um að þau hafi komið að því að velja svæðin sem verkefnið nær til og fjölskyldufyrirtæki Kushner hefur ekki tilkynnt að til standi að leitast eftir umræddum afsláttum. Þau munu þó að öllum líkindum hagnast vegna verkefnisins, þó þau geri ekki neitt. Það er vegna þess að verkefnið hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur hækkað mikið á þeim svæðum sem yfirvöld hafa skilgreint sem Oportunity Zone. Siðferðissérfræðingar segja þetta til marks um mikla hagsmunaárekstra en talskona hjónanna sagði þau ekki koma að rekstri fyrirtækja þeirra. Þar að auki fylgi þau ráðleggingum lögmanna um hverju þau megi vinna að og hverju þau megi ekki vinna að.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira