Lestrarhestar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Það er gott að setja sér markmið en jafnvel háleitustu markmið skipta litlu máli ef ekki er staðið við þau. Þetta vita þeir fjölmörgu sem hafa í ofurbjartsýni sett sér markmið sem síðan reyndust með öllu óraunhæf. Sumir einstaklingar eru hins vegar svo einbeittir að þeir eiga ekki ekki í nokkrum vandræðum með að setja sér hin háleitustu markmið og standa auðveldlega við þau. Hin tíu ára Elísabet Ingvarsdóttir á Húsavík er ein þeirra og ætti að vera okkur öllum fyrirmynd. Markmið hennar fyrir árið 2018 var að lesa 100 bækur. Nú þegar stutt er í að árinu ljúki hefur hún staðið við það markmið og gott betur því hún hefur lesið mun meira en hún hét sjálfri sér og heldur ótrauð áfram. Sjónvarpsfréttin sem birtist á dögunum um lestrarhestinn Elísabetu var skemmtileg tilbreyting frá þeim fréttum sem dembast yfir okkur og fjalla helst um skandala, vesen og leiðindi. Þegar þær fréttir eru settar í samhengi við fréttirnar af lestrarafrekum Elísabetar er ekki annað hægt en að íhuga hversu miklu betur margir væru staddir ef þeir hefðu vit á því að vera heima hjá sér að lesa í stað þess að hella sig fulla á börum landsins eða eyða tíma í að ausa úr skálum reiði sinnar á athugasemdakerfum netsins. „Allir ættu að lesa, það er róandi og hjálpar manni í mörgu,“ sagði Elísabet þegar fjölmiðlar náðu tali af henni. Þetta er hárrétt athugað. Lestri fylgir ró og friður. Lesandi sem er niðursokkinn í bók leyfir ekki utanaðkomandi áreiti að komast að sér. Hann er í leiðangri í öðrum heimi þar sem hann getur ekki verið fullkomlega viss um hvað gerist næst. Hann les hverja blaðsíðuna á fætur annarri, fullur forvitni, sæll í sínum einkaheimi og nýtur þess að vera í friði. Það er alls ekki nægilegur friður í heimi nútímamannsins. Hann er orðinn viljalaus þræll tækninnar, er fastur við síma og tæki stóran hluta sólarhringsins vegna þess að hann vill alls ekki missa af neinu. Alltof sjaldan er ró í kringum hann. Afleiðingin er sú að hann er kvíðinn, óöruggur og þunglyndur og álag er að sliga hann. Vansæll sækir hann í róandi lyf og leitar aðstoðar hjá sérfræðingum. Lífið er honum erfitt. Hollast væri honum að slaka á og til þess eru vissulega margar leiðir. Ein af þeim betri er að sökkva sér í bóklestur. Nú vill svo vel til að þetta er einmitt árstíminn til þess. Jólabækurnar eru komnar á markað, úrvalið er einstaklega gott þetta árið og allir eiga auðveldlega að finna góðar bækur við sitt hæfi. Hin tíu ára gamla Elísabet sagði fréttamanni að hún ætti von á því að fá margar bækur í jólagjöf. Yfir þeim mun hún liggja yfir jólin, sæl og ánægð og víst mun hún margt af þeim læra. Hinir fullorðnu, sérstaklega þeir sem kvíða og áhyggjum eru haldnir, ættu að fara að dæmi Elísabetar og lesa um jólin. Í góðum bókum munu þeir finna ró og um leið mun slakna á spennu og þreytan líða úr þeim. Þeir munu komast að því eins og lestrarhesturinn Elísabet að bóklestur hjálpar manni í ansi mörgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það er gott að setja sér markmið en jafnvel háleitustu markmið skipta litlu máli ef ekki er staðið við þau. Þetta vita þeir fjölmörgu sem hafa í ofurbjartsýni sett sér markmið sem síðan reyndust með öllu óraunhæf. Sumir einstaklingar eru hins vegar svo einbeittir að þeir eiga ekki ekki í nokkrum vandræðum með að setja sér hin háleitustu markmið og standa auðveldlega við þau. Hin tíu ára Elísabet Ingvarsdóttir á Húsavík er ein þeirra og ætti að vera okkur öllum fyrirmynd. Markmið hennar fyrir árið 2018 var að lesa 100 bækur. Nú þegar stutt er í að árinu ljúki hefur hún staðið við það markmið og gott betur því hún hefur lesið mun meira en hún hét sjálfri sér og heldur ótrauð áfram. Sjónvarpsfréttin sem birtist á dögunum um lestrarhestinn Elísabetu var skemmtileg tilbreyting frá þeim fréttum sem dembast yfir okkur og fjalla helst um skandala, vesen og leiðindi. Þegar þær fréttir eru settar í samhengi við fréttirnar af lestrarafrekum Elísabetar er ekki annað hægt en að íhuga hversu miklu betur margir væru staddir ef þeir hefðu vit á því að vera heima hjá sér að lesa í stað þess að hella sig fulla á börum landsins eða eyða tíma í að ausa úr skálum reiði sinnar á athugasemdakerfum netsins. „Allir ættu að lesa, það er róandi og hjálpar manni í mörgu,“ sagði Elísabet þegar fjölmiðlar náðu tali af henni. Þetta er hárrétt athugað. Lestri fylgir ró og friður. Lesandi sem er niðursokkinn í bók leyfir ekki utanaðkomandi áreiti að komast að sér. Hann er í leiðangri í öðrum heimi þar sem hann getur ekki verið fullkomlega viss um hvað gerist næst. Hann les hverja blaðsíðuna á fætur annarri, fullur forvitni, sæll í sínum einkaheimi og nýtur þess að vera í friði. Það er alls ekki nægilegur friður í heimi nútímamannsins. Hann er orðinn viljalaus þræll tækninnar, er fastur við síma og tæki stóran hluta sólarhringsins vegna þess að hann vill alls ekki missa af neinu. Alltof sjaldan er ró í kringum hann. Afleiðingin er sú að hann er kvíðinn, óöruggur og þunglyndur og álag er að sliga hann. Vansæll sækir hann í róandi lyf og leitar aðstoðar hjá sérfræðingum. Lífið er honum erfitt. Hollast væri honum að slaka á og til þess eru vissulega margar leiðir. Ein af þeim betri er að sökkva sér í bóklestur. Nú vill svo vel til að þetta er einmitt árstíminn til þess. Jólabækurnar eru komnar á markað, úrvalið er einstaklega gott þetta árið og allir eiga auðveldlega að finna góðar bækur við sitt hæfi. Hin tíu ára gamla Elísabet sagði fréttamanni að hún ætti von á því að fá margar bækur í jólagjöf. Yfir þeim mun hún liggja yfir jólin, sæl og ánægð og víst mun hún margt af þeim læra. Hinir fullorðnu, sérstaklega þeir sem kvíða og áhyggjum eru haldnir, ættu að fara að dæmi Elísabetar og lesa um jólin. Í góðum bókum munu þeir finna ró og um leið mun slakna á spennu og þreytan líða úr þeim. Þeir munu komast að því eins og lestrarhesturinn Elísabet að bóklestur hjálpar manni í ansi mörgu.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar