Popovich kominn með fleiri sigra en Pat Riley Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. desember 2018 07:30 Greg Popovich vísir/getty Greg Popovich varð í nótt fjórði sigursælasti þjálfari NBA deildarinnar í körfubolta þegar San Antonio Spurs vann 111-86 sigur á Phoenix Suns. Hér þýðir orðið sigursælasti sá sem hefur sigrað flesta leiki, ekki unnið flesta titla eins og oft er einnig átt við með orðinu. Sigurinn var sá 1211. á ferli Popovich og tók hann þar með fram úr Pat Riley á listanum yfir flesta sigra á ferlinum. Spurs vann sinn þriðja sigur í röð og er liðið hálfnað með sex leikja heimaleikjahrinu. Liðið situr 10. í Vesturdeildinni með 14 töp og 14 sigra í vetur. Popovich hefur þjálfað San Antonio síðustu 22 ár og er hann sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi hjá sama félaginu í fjóru stóru íþróttagreinum Bandaríkjanna; körfubolta, hafnarbolta, íshokkí og amerískum fótbolta. Enginn í sögu körfuboltans hefur náð 1200 sigrum eins fljótt og Popovich, hann þurfti aðeins 1743 leiki til þess. Bryn Forbes nældi sér í sína fyrstu tvöföldu tvennu á ferlinum með 24 stig og 11 fráköst. LaMarcus Aldridge var með 18 stig í sigrinum sem var aldrei í hættu í seinni hálfleik, munurinn varð mestur 25 stig.Congrats to @spurs Coach Gregg Popovich for moving up to 4th on the ALL-TIME WINS list! #GoSpursGopic.twitter.com/oJpODG6wW0 — NBA (@NBA) December 12, 2018 Í Houston skoraði James Harden 29 stig fyrir heimamenn í Rockets sem höfðu betur gegn Portland Trail Blazers 111-104. Sjö leikmenn í liði Rockets náðu tveggja stiga tölu í stigaskori í liðssigri sem batt enda á þriggja leikja tapgöngu Rockets. Chris Paul náði þrefaldri tvennu með 11 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.James Harden (29 PTS) & Damian Lillard (34 PTS) duel in Houston, as the @HoustonRockets come away victorious! #Rocketspic.twitter.com/UBndhbSJAX — NBA (@NBA) December 12, 2018 Toronto Raptors vann stórsigur á LA Clippers 123-99 í Los Angeles. Serge Ibaka var atkvæðamestur fyrir Raptors með 25 stig og 9 fráköst.Serge Ibaka guides the @Raptors to victory in LA with a game-high 25 PTS, 9 REB, 3 BLK! #WeTheNorthpic.twitter.com/MFc9na3Fkr — NBA (@NBA) December 12, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Portland Trail Blazers 111-104 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 111-89 LA Clippers - Toronto Raptors 99-123 NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Greg Popovich varð í nótt fjórði sigursælasti þjálfari NBA deildarinnar í körfubolta þegar San Antonio Spurs vann 111-86 sigur á Phoenix Suns. Hér þýðir orðið sigursælasti sá sem hefur sigrað flesta leiki, ekki unnið flesta titla eins og oft er einnig átt við með orðinu. Sigurinn var sá 1211. á ferli Popovich og tók hann þar með fram úr Pat Riley á listanum yfir flesta sigra á ferlinum. Spurs vann sinn þriðja sigur í röð og er liðið hálfnað með sex leikja heimaleikjahrinu. Liðið situr 10. í Vesturdeildinni með 14 töp og 14 sigra í vetur. Popovich hefur þjálfað San Antonio síðustu 22 ár og er hann sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi hjá sama félaginu í fjóru stóru íþróttagreinum Bandaríkjanna; körfubolta, hafnarbolta, íshokkí og amerískum fótbolta. Enginn í sögu körfuboltans hefur náð 1200 sigrum eins fljótt og Popovich, hann þurfti aðeins 1743 leiki til þess. Bryn Forbes nældi sér í sína fyrstu tvöföldu tvennu á ferlinum með 24 stig og 11 fráköst. LaMarcus Aldridge var með 18 stig í sigrinum sem var aldrei í hættu í seinni hálfleik, munurinn varð mestur 25 stig.Congrats to @spurs Coach Gregg Popovich for moving up to 4th on the ALL-TIME WINS list! #GoSpursGopic.twitter.com/oJpODG6wW0 — NBA (@NBA) December 12, 2018 Í Houston skoraði James Harden 29 stig fyrir heimamenn í Rockets sem höfðu betur gegn Portland Trail Blazers 111-104. Sjö leikmenn í liði Rockets náðu tveggja stiga tölu í stigaskori í liðssigri sem batt enda á þriggja leikja tapgöngu Rockets. Chris Paul náði þrefaldri tvennu með 11 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.James Harden (29 PTS) & Damian Lillard (34 PTS) duel in Houston, as the @HoustonRockets come away victorious! #Rocketspic.twitter.com/UBndhbSJAX — NBA (@NBA) December 12, 2018 Toronto Raptors vann stórsigur á LA Clippers 123-99 í Los Angeles. Serge Ibaka var atkvæðamestur fyrir Raptors með 25 stig og 9 fráköst.Serge Ibaka guides the @Raptors to victory in LA with a game-high 25 PTS, 9 REB, 3 BLK! #WeTheNorthpic.twitter.com/MFc9na3Fkr — NBA (@NBA) December 12, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Portland Trail Blazers 111-104 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 111-89 LA Clippers - Toronto Raptors 99-123
NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira