Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2018 22:00 Frá vegagerð við Reykjanesbraut. Veggjöldum er ekki síst ætlað að flýta tvöföldun brautarinnar milli Hafnarfjarðar og Leifsstöðvar. Vísir/Ernir Áform ríkisstjórnarflokkanna um að ná vegtollum og auknum framkvæmdum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar sögðu stríðshanska varpað inn í þingið og hótuðu málþófi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þau áform að ná umbyltri samgönguáætlun með veggjöldum í gegnum þingið fyrir jólahlé byggðu á því að þverpólitísk sátt næðist í þinginu um slíka afgreiðslu. Sú von varð að engu við upphaf þingfundar í dag. Hér er í raun verið að tala um nýja samgönguáætlun með umfangsmiklum breytingum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. „Þetta er rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér örlítið betri tíma í að móta þessar hugmyndir til enda,” sagði Þorsteinn. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði forseta Alþingis hafa dagskrárvaldið. „Ef hann setur það á dagskrá, svona illa unnið í svona mikilli ósátt við þjóðina sem er ekki hrifin af þessum vegagjöldum, er það bara stríðshanski inn á þingið á lokametrum. Hvað á minni hlutann að gera annað en að segja: Þetta getum við ekki leyft? Hvað höfum við þá? Við höfum ekkert annað en heimild okkar til að tala í málinu. Auðvitað þurfum við að tala í málinu,” sagði Jón Þór. Hótun um málþóf gerist vart skýrari. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Áform ríkisstjórnarflokkanna um að ná vegtollum og auknum framkvæmdum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar sögðu stríðshanska varpað inn í þingið og hótuðu málþófi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þau áform að ná umbyltri samgönguáætlun með veggjöldum í gegnum þingið fyrir jólahlé byggðu á því að þverpólitísk sátt næðist í þinginu um slíka afgreiðslu. Sú von varð að engu við upphaf þingfundar í dag. Hér er í raun verið að tala um nýja samgönguáætlun með umfangsmiklum breytingum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. „Þetta er rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér örlítið betri tíma í að móta þessar hugmyndir til enda,” sagði Þorsteinn. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði forseta Alþingis hafa dagskrárvaldið. „Ef hann setur það á dagskrá, svona illa unnið í svona mikilli ósátt við þjóðina sem er ekki hrifin af þessum vegagjöldum, er það bara stríðshanski inn á þingið á lokametrum. Hvað á minni hlutann að gera annað en að segja: Þetta getum við ekki leyft? Hvað höfum við þá? Við höfum ekkert annað en heimild okkar til að tala í málinu. Auðvitað þurfum við að tala í málinu,” sagði Jón Þór. Hótun um málþóf gerist vart skýrari. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent