Kína handtekur kanadískan diplómata Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2018 07:00 Michael Kovrig, fyrrverandi diplómati Kanada. AP Kanadíski fyrrverandi diplómatinn Michael Kovrig hefur verið handtekinn í Kína. Hugveitan International Crisis Group greindi frá málinu í gær og sagðist beita sér fyrir því að Kovrig yrði leystur úr haldi. Ekki hefur verið upplýst um ástæðu handtökunnar. Kovrig hefur meðal annars unnið sem erindreki í Peking og Hong Kong. Þá hefur hann starfað frá því í febrúar í fyrra sem sérfræðingur fyrir International Crisis Group. Reuters greindi sömuleiðis frá málinu og hafði eftir heimildum. Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. Setja má handtöku Kovrigs í samhengi við nýja deilu Kína og Kanada. Sú spratt upp eftir að Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknirisans, var handtekin í Kanada í síðustu viku. Henni er gefið að sök að hafa logið að bönkum um ítök Huawei á írönskum markaði og þannig sett bankana í hættu á að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Bandaríkin fóru fram á handtökuna og vilja að Meng sé framseld. Yfirvöld í Kína kölluðu svo sendiherra bæði Bandaríkjanna og Kanada á teppið til að ræða um málið. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sagði að von væri á frekari aðgerðum vegna handtöku Meng. Einnig má setja málið í samhengi við það þegar kanadískt par var handtekið í Kína árið 2014. Þá höfðu Kanadamenn nýlega sakað Kínverja um að ráðast á tölvukerfi sitt. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kanada Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Kanadíski fyrrverandi diplómatinn Michael Kovrig hefur verið handtekinn í Kína. Hugveitan International Crisis Group greindi frá málinu í gær og sagðist beita sér fyrir því að Kovrig yrði leystur úr haldi. Ekki hefur verið upplýst um ástæðu handtökunnar. Kovrig hefur meðal annars unnið sem erindreki í Peking og Hong Kong. Þá hefur hann starfað frá því í febrúar í fyrra sem sérfræðingur fyrir International Crisis Group. Reuters greindi sömuleiðis frá málinu og hafði eftir heimildum. Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. Setja má handtöku Kovrigs í samhengi við nýja deilu Kína og Kanada. Sú spratt upp eftir að Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknirisans, var handtekin í Kanada í síðustu viku. Henni er gefið að sök að hafa logið að bönkum um ítök Huawei á írönskum markaði og þannig sett bankana í hættu á að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Bandaríkin fóru fram á handtökuna og vilja að Meng sé framseld. Yfirvöld í Kína kölluðu svo sendiherra bæði Bandaríkjanna og Kanada á teppið til að ræða um málið. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sagði að von væri á frekari aðgerðum vegna handtöku Meng. Einnig má setja málið í samhengi við það þegar kanadískt par var handtekið í Kína árið 2014. Þá höfðu Kanadamenn nýlega sakað Kínverja um að ráðast á tölvukerfi sitt.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kanada Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00
Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15
Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55