Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2018 13:22 Paolo Macchiarini starfaði við Karolinska í Stokkhólmi. Vísir/EPA Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. Leikur grunur á að hann hafi með aðgerðum sínum gerst brotlegur og orðið í tvígang valdur að líkamlegu tjóni.Sænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun og segja að saksóknarar hafi rannsakað mál þriggja sjúklinga sem fengu plastbarka grædda í sig af Macchiarini sem starfaði við Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð. Ákveðið hafi verið að taka upp rannsókn á máli tveggja sjúklinga að nýju – máli konu frá Tyrklandi og máli Erítreumannsins Andemariam Beyene sem sendur var til Stokkhólms frá Íslandi til að gangast undir aðgerð hjá Macchiarini. Komandi rannsókn kann síðar meir að leiða til að ákæra verði gefin út á hendur Macchiarini.Höfðu áður fellt málið niður Saksóknarar í Svíþjóð höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál gegn skurðlækninum þar sem ekki taldist vera hægt að sanna það með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Andemariam hafði búið á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka þegar hann var sendur utan 2011. Hann lést þremur árum síðar. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariam og í hópi meðhöfunda greina eftir Macchiarini þar sem fjallað var um rannsóknir á sjúklingnum.Vísindalegt misferli Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst á síðasta ári að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Rannsóknarnefnd, sem forsvarsmenn Háskóla Íslands og Landspítala skipuðu, rannsakaði þátt íslensku læknanna sem tengjast málinu og skilaði sinni skýrslu í lok síðasta árs. Þar kom meðal annars fram að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að breyta tilvísun sem hafi vart verið í samræmi við læknalög. Þá hafi Tómas ekki sýnt næga aðgæslu í samskiptum sínum við ítalska skurðlækninn. Heilbrigðismál Norðurlönd Plastbarkamálið Svíþjóð Tengdar fréttir Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 Lancet dregur til baka tvær greinar Macchiarini Læknatímaritið dregur greinarnar til baka eftir að beiðni barst frá Ole Petter Ottersen, rektor Karolinska institutet í Stokkhólmi. 6. júlí 2018 13:30 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. Leikur grunur á að hann hafi með aðgerðum sínum gerst brotlegur og orðið í tvígang valdur að líkamlegu tjóni.Sænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun og segja að saksóknarar hafi rannsakað mál þriggja sjúklinga sem fengu plastbarka grædda í sig af Macchiarini sem starfaði við Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð. Ákveðið hafi verið að taka upp rannsókn á máli tveggja sjúklinga að nýju – máli konu frá Tyrklandi og máli Erítreumannsins Andemariam Beyene sem sendur var til Stokkhólms frá Íslandi til að gangast undir aðgerð hjá Macchiarini. Komandi rannsókn kann síðar meir að leiða til að ákæra verði gefin út á hendur Macchiarini.Höfðu áður fellt málið niður Saksóknarar í Svíþjóð höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál gegn skurðlækninum þar sem ekki taldist vera hægt að sanna það með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Andemariam hafði búið á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka þegar hann var sendur utan 2011. Hann lést þremur árum síðar. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariam og í hópi meðhöfunda greina eftir Macchiarini þar sem fjallað var um rannsóknir á sjúklingnum.Vísindalegt misferli Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst á síðasta ári að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Rannsóknarnefnd, sem forsvarsmenn Háskóla Íslands og Landspítala skipuðu, rannsakaði þátt íslensku læknanna sem tengjast málinu og skilaði sinni skýrslu í lok síðasta árs. Þar kom meðal annars fram að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að breyta tilvísun sem hafi vart verið í samræmi við læknalög. Þá hafi Tómas ekki sýnt næga aðgæslu í samskiptum sínum við ítalska skurðlækninn.
Heilbrigðismál Norðurlönd Plastbarkamálið Svíþjóð Tengdar fréttir Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 Lancet dregur til baka tvær greinar Macchiarini Læknatímaritið dregur greinarnar til baka eftir að beiðni barst frá Ole Petter Ottersen, rektor Karolinska institutet í Stokkhólmi. 6. júlí 2018 13:30 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22
Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32
Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21
Lancet dregur til baka tvær greinar Macchiarini Læknatímaritið dregur greinarnar til baka eftir að beiðni barst frá Ole Petter Ottersen, rektor Karolinska institutet í Stokkhólmi. 6. júlí 2018 13:30