Foreldrarnir í Bjärred höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2018 11:25 Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. Getty Foreldrar í sænska bænum Bjärred á Skáni, sem fundust ásamt dætrum sínum látin á heimili fjölskyldunnar í janúar síðastliðinn, höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði. Þetta greindi sænska lögregla frá á blaðamannafundi í morgun. Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. „Ástæðan er sú að börnin höfðu fengið þá greiningu að vera með sjúkdóminn ME, krónískan þreytusjúkdóm,“ sagði lögreglumaðurinn Stefan Svensson í morgun þar sem hann greindi frá niðurstöðu rannsóknar lögreglu.Lágu í rúmum sínum Svensson sagði að fyrstu lögreglumenn hafi komið að einbýlishúsi fjölskyldunnar þann 9. janúar og brutu þá rúður til að komast inn. Höfðu þeir þá séð lík mannsins á gólfinu í húsinu. Síðar fundust þrjú lík til viðbótar í húsinu – konunnar og dætranna, ellefu og fjórtán ára. Þær voru allar í rúmum sínum. Svensson segir að fyrir liggi að stúlkurnar hafi látið lífið af völdum kyrkingar eða kæfingar. „Ekkert bendir til að börnin hafi verið meðvituð um hvað myndi eiga sér stað.“ Fjölskyldufaðirinn hafði svipt sig lífi, en konan verið kyrkt. Ekkert bendi til þess að utanaðkomandi hafi átt þátt í dauða fólksins.Sljóvgandi lyf Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að báðir foreldrarnir hafi í sameiningu átt þátt í morðunum á dætrunum. Hafi foreldrarnir innbyrt mikið magn sljóvgandi lyfja áður en þau létu til skarar skríða, en í líki annarrar dótturinnar fundist einnig leifar af sljóvgandi. Lögregla var kölluð til hússins þann 9. janúar síðastliðinn. Kennari, sem hélt utan um heimakennslu stúlknanna, hafði þá mætt um morguninn en enginn kom til dyra. Börnin sóttu ekki skóla af læknisfræðilegum ástæðum. Fjölskyldufaðirinn átti að stýra ráðstefnu þennan sama dag, en þegar hann skilaði sér ekki til vinnu kölluðu samstarfsmenn hans til lögreglu sem mættu um klukkustund síðar og brutu sér þá leið inn í húsið.Þrjú skjöl Á fréttamannafundinum sagði lögregla að foreldrarnir hafi skilið eftir þrjú skjöl – erfðaskrá, kveðjubréf og skjal til fjölskyldu þar sem farið var yfir einhver praktísk atriði. „Ekkert okkar mun nokkurn tímann geta lifað lífinu í eiginlegri merkingu,“ á að hafa komið fram í bréfi foreldranna. Eldri dóttirin hafði fengið greiningu ME-sjúkdómsins árið 2015, en sú yngri tveimur árum síðar. Lögregla sagði ekkert benda til að foreldrarnir hafi ekki verið sammála um ákvörðun sína. Hafi hún verið tekin á haustmánuðum 2017. Á heimasíðu ME-félagsins á Íslandi segir að einkenni sjúkdómsins lýsi sér aðallega sem skert virkni í heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni fruma. ME hafi verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) síðan árið 1969. Talið er að um 17 milljónir þjáist af ME í heiminum í dag. Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23 Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Foreldrar í sænska bænum Bjärred á Skáni, sem fundust ásamt dætrum sínum látin á heimili fjölskyldunnar í janúar síðastliðinn, höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði. Þetta greindi sænska lögregla frá á blaðamannafundi í morgun. Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. „Ástæðan er sú að börnin höfðu fengið þá greiningu að vera með sjúkdóminn ME, krónískan þreytusjúkdóm,“ sagði lögreglumaðurinn Stefan Svensson í morgun þar sem hann greindi frá niðurstöðu rannsóknar lögreglu.Lágu í rúmum sínum Svensson sagði að fyrstu lögreglumenn hafi komið að einbýlishúsi fjölskyldunnar þann 9. janúar og brutu þá rúður til að komast inn. Höfðu þeir þá séð lík mannsins á gólfinu í húsinu. Síðar fundust þrjú lík til viðbótar í húsinu – konunnar og dætranna, ellefu og fjórtán ára. Þær voru allar í rúmum sínum. Svensson segir að fyrir liggi að stúlkurnar hafi látið lífið af völdum kyrkingar eða kæfingar. „Ekkert bendir til að börnin hafi verið meðvituð um hvað myndi eiga sér stað.“ Fjölskyldufaðirinn hafði svipt sig lífi, en konan verið kyrkt. Ekkert bendi til þess að utanaðkomandi hafi átt þátt í dauða fólksins.Sljóvgandi lyf Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að báðir foreldrarnir hafi í sameiningu átt þátt í morðunum á dætrunum. Hafi foreldrarnir innbyrt mikið magn sljóvgandi lyfja áður en þau létu til skarar skríða, en í líki annarrar dótturinnar fundist einnig leifar af sljóvgandi. Lögregla var kölluð til hússins þann 9. janúar síðastliðinn. Kennari, sem hélt utan um heimakennslu stúlknanna, hafði þá mætt um morguninn en enginn kom til dyra. Börnin sóttu ekki skóla af læknisfræðilegum ástæðum. Fjölskyldufaðirinn átti að stýra ráðstefnu þennan sama dag, en þegar hann skilaði sér ekki til vinnu kölluðu samstarfsmenn hans til lögreglu sem mættu um klukkustund síðar og brutu sér þá leið inn í húsið.Þrjú skjöl Á fréttamannafundinum sagði lögregla að foreldrarnir hafi skilið eftir þrjú skjöl – erfðaskrá, kveðjubréf og skjal til fjölskyldu þar sem farið var yfir einhver praktísk atriði. „Ekkert okkar mun nokkurn tímann geta lifað lífinu í eiginlegri merkingu,“ á að hafa komið fram í bréfi foreldranna. Eldri dóttirin hafði fengið greiningu ME-sjúkdómsins árið 2015, en sú yngri tveimur árum síðar. Lögregla sagði ekkert benda til að foreldrarnir hafi ekki verið sammála um ákvörðun sína. Hafi hún verið tekin á haustmánuðum 2017. Á heimasíðu ME-félagsins á Íslandi segir að einkenni sjúkdómsins lýsi sér aðallega sem skert virkni í heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni fruma. ME hafi verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) síðan árið 1969. Talið er að um 17 milljónir þjáist af ME í heiminum í dag.
Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23 Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23
Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32