Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 11:03 Frá Vincennes-flóa á austanverðu Suðurskautslandinu. Jöklarnir þar þynnast nú hratt. Vísir/EPA Jöklar á austurhluta Suðurskautslandsins þynnast nú hraðar en vísindamenn höfðu gert sér í hugarlund. Greining á gervihnattamyndum sem teknar hafa verið af Suðurskautslandinu benda til þess að nokkrir skriðjöklar hafi þynnst um þrjá metra á einum áratug. Fram að þessu hefur verið talið að íshellan austanmegin á heimsálfunni væri stöðugari en vestanmegin þar sem ís hefur bráðnað hratt. Bráðnun á austanverðu Suðurskautslandinu hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar enda er ísinn sem þar er að finna á við fjóra Grænlandsjökla. Bráðnaði hann allur gæti sjávarstaðan á jörðinni hækkað um 28 metra að meðaltali. Gervihnattamyndir sem vísindamenn hafa unnið úr sýna að skriðjöklar á um einum áttunda hluta austurstrandlengjunnar þynnist og skríði hraðar fram en áður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ástæðan er talin sú að hlýr djúpsjór kemst að jökulröndinni þar sem hún gengur út í hafið og bræðir ísinn að neðan. Djúpsjórinn vellur upp vegna breytingar á hafísnum og staðbundnum vindum.Kort af austanverðu Suðurskautslandinu. Jöklarnir fjórir í Vincennes-flóa eru rétt vestan við Totten-jökulinn, stærsta jökul austurhlutans.NASAÞynnist fimmfalt hraðar en áður Vísindamenn vissu fyrir að Totten-jökulinn á austanverðu Suðurskautslandinu væri viðkvæmur. Gervihnattamyndirnar sýna nú að jöklar í nágrenni hans séu einnig að bráðna hraðar. Ísinn í fjórum smærri jöklum við Vincennes-flóa þynnist nú fimmfalt hraðar en hann gerði árið 2008, um hálfan metra á ári. „Þeir skríða líka 3% hraðar fram en árið 2008 sem hljómar lítið en það er nægjanlegt til að breyta flæðinu sem kemur úr þessum jöklum vegna þess að þeir eru mjög djúpir,“ segir Catherine Walker frá Goddard-geimrannsóknastöð bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem leiddi hóp vísindamanna sem greindi gervihnattagögnin. Íshellan sem Totten- og Vincennes-jöklarnir flæða úr geymir nógu mikinn ís til að hækka yfirborð sjávar um níu metra, að því er segir í umfjöllun á vef vísindaritsins Nature. Walker og félagar lögðust yfir gervihnattamyndir sem teknar hafa verið frá árinu 2003. Með því að leggja þær saman fengu þau út þrívíða mynd af jöklunum. Þannig gátu þeir verið hversu mikið þykkt þeirra hefði breyst með tímanum. Gögn frá sjávarmælitækjum leiddu í ljós að sjórinn í kringum austanvert Suðurskautslandið byrjaði að hlýna í kringum árið 2010. Á sama tíma byrjuðu jöklarnir við Vicennes-flóa að þynnast.Þrátt fyrir fjarlægðina er það Suðurskautslandið sem gæti frekar hækkað sjávarstöðuna við Ísland en Grænlandsjökull.Vísir/GVAÍsland bundið af örlögum Suðurskautslandsins Þróun sjávarstöðu við Ísland ræðst að miklu leyti af bráðnun íssins á Suðurskautslandinu frekar en á Grænlandi. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í vor kom fram að hækkun sjávarstöðunnar við strendur landsins verði að líkindum minni en meðaltalið á heimsvísu. Ástæðan er bráðun Grænlandsjökuls. Íshellan er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna við hann. Þegar ísinn bráðnar slaknar á þyngdarsviðinu og yfirborð sjávar í nágrenni jökulsins lækkar. Veruleg óvissa var hins vegar sögð ríkja um þróun sjávarstöðunnar, aðallega vegna vafa um örlög íssins á Suðurskautslandinu. Vísindanefndin varaði við því að hækkun yfirborðs sjávar við Ísland gæti orðið umtalsvert meiri. Hún gæti orðið tvöfalt meiri en núverandi spá gerir ráð fyrir verði hrun í jöklum á suðurhveli. Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Hratt landris gæti vegið upp á móti hruni suðurskautsíss Landrisið er rúmlega þriðjungi hraðar við Amundsen-flóa á Vestur-Suðurskautslandinu. 24. júní 2018 07:00 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Jöklar á austurhluta Suðurskautslandsins þynnast nú hraðar en vísindamenn höfðu gert sér í hugarlund. Greining á gervihnattamyndum sem teknar hafa verið af Suðurskautslandinu benda til þess að nokkrir skriðjöklar hafi þynnst um þrjá metra á einum áratug. Fram að þessu hefur verið talið að íshellan austanmegin á heimsálfunni væri stöðugari en vestanmegin þar sem ís hefur bráðnað hratt. Bráðnun á austanverðu Suðurskautslandinu hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar enda er ísinn sem þar er að finna á við fjóra Grænlandsjökla. Bráðnaði hann allur gæti sjávarstaðan á jörðinni hækkað um 28 metra að meðaltali. Gervihnattamyndir sem vísindamenn hafa unnið úr sýna að skriðjöklar á um einum áttunda hluta austurstrandlengjunnar þynnist og skríði hraðar fram en áður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ástæðan er talin sú að hlýr djúpsjór kemst að jökulröndinni þar sem hún gengur út í hafið og bræðir ísinn að neðan. Djúpsjórinn vellur upp vegna breytingar á hafísnum og staðbundnum vindum.Kort af austanverðu Suðurskautslandinu. Jöklarnir fjórir í Vincennes-flóa eru rétt vestan við Totten-jökulinn, stærsta jökul austurhlutans.NASAÞynnist fimmfalt hraðar en áður Vísindamenn vissu fyrir að Totten-jökulinn á austanverðu Suðurskautslandinu væri viðkvæmur. Gervihnattamyndirnar sýna nú að jöklar í nágrenni hans séu einnig að bráðna hraðar. Ísinn í fjórum smærri jöklum við Vincennes-flóa þynnist nú fimmfalt hraðar en hann gerði árið 2008, um hálfan metra á ári. „Þeir skríða líka 3% hraðar fram en árið 2008 sem hljómar lítið en það er nægjanlegt til að breyta flæðinu sem kemur úr þessum jöklum vegna þess að þeir eru mjög djúpir,“ segir Catherine Walker frá Goddard-geimrannsóknastöð bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem leiddi hóp vísindamanna sem greindi gervihnattagögnin. Íshellan sem Totten- og Vincennes-jöklarnir flæða úr geymir nógu mikinn ís til að hækka yfirborð sjávar um níu metra, að því er segir í umfjöllun á vef vísindaritsins Nature. Walker og félagar lögðust yfir gervihnattamyndir sem teknar hafa verið frá árinu 2003. Með því að leggja þær saman fengu þau út þrívíða mynd af jöklunum. Þannig gátu þeir verið hversu mikið þykkt þeirra hefði breyst með tímanum. Gögn frá sjávarmælitækjum leiddu í ljós að sjórinn í kringum austanvert Suðurskautslandið byrjaði að hlýna í kringum árið 2010. Á sama tíma byrjuðu jöklarnir við Vicennes-flóa að þynnast.Þrátt fyrir fjarlægðina er það Suðurskautslandið sem gæti frekar hækkað sjávarstöðuna við Ísland en Grænlandsjökull.Vísir/GVAÍsland bundið af örlögum Suðurskautslandsins Þróun sjávarstöðu við Ísland ræðst að miklu leyti af bráðnun íssins á Suðurskautslandinu frekar en á Grænlandi. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í vor kom fram að hækkun sjávarstöðunnar við strendur landsins verði að líkindum minni en meðaltalið á heimsvísu. Ástæðan er bráðun Grænlandsjökuls. Íshellan er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna við hann. Þegar ísinn bráðnar slaknar á þyngdarsviðinu og yfirborð sjávar í nágrenni jökulsins lækkar. Veruleg óvissa var hins vegar sögð ríkja um þróun sjávarstöðunnar, aðallega vegna vafa um örlög íssins á Suðurskautslandinu. Vísindanefndin varaði við því að hækkun yfirborðs sjávar við Ísland gæti orðið umtalsvert meiri. Hún gæti orðið tvöfalt meiri en núverandi spá gerir ráð fyrir verði hrun í jöklum á suðurhveli.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Hratt landris gæti vegið upp á móti hruni suðurskautsíss Landrisið er rúmlega þriðjungi hraðar við Amundsen-flóa á Vestur-Suðurskautslandinu. 24. júní 2018 07:00 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Hratt landris gæti vegið upp á móti hruni suðurskautsíss Landrisið er rúmlega þriðjungi hraðar við Amundsen-flóa á Vestur-Suðurskautslandinu. 24. júní 2018 07:00
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15