Stelpurnar hans Þóris gætu misst af miklum pening Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 12:30 Stine Bredal Oftedal. Vísir/Getty Norska kvennalandsliðið í handbolta verður að vinna Holland í kvöld til að halda smá lífi í vonum sínum um að komast í undanúrslit á EM í handbolta kvenna í Frakklandi. Norska liðið fór stigalaust inn í milliriðlana eftir tapleiki á móti Þýskalandi og Rúmeníu í riðlinum en vann síðan stórsigur á Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins. Holland er með sex stig á toppi riðilsins en Rúmenía er eitt af þremur liðum með fjögur stig. Hin eru Ungverjaland og Þýskaland. Norska landsliðið þarf að treysta á bæði sig og önnur úrslit til að ná öðru af tveimur efstu sætunum. Þær verða í það minnsta að vinna Holland í kvöld. Það er mikið undir fyrir norsku landsliðskonurnar í þessum leik, ekki bara stoltið og gleðin að komast í undanúrslitin á stórmóti heldur skiptir þetta þær líka talsverðu máli fjárhagslega. Dagbladet segir frá því að norsku landsliðskonurnar fái 90 þúsund norskar krónur í bónus fyrir að verða Evrópumeisttarar. Það er gerir um 1,3 milljónir íslenskra króna. Þær fá aftur á móti ekki eina norska krónu fyrir að enda í sjötta sætinu. Norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar fyrir tveimur árum en þá var gullbónusinn „bara“ 75 þúsund norskar krónur eða rúmum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum lægri. „Ég hef ekki hugsað um þessar bónusgreiðslur í eina sekúndu á þessu EM. Við höfum um margt annað að hugsa,“ sagði Stine Bredal Oftedal, fyrirliði norska liðsins, við Dagbladet. Stine og hinar stelpurnar gæti líka náð sér í 30 þúsund norskar krónur í aukabónus takist norska liðinu að tryggja sér sæti á næsta stórmóti. Þrjú efstu sætin á EM gefa sæti á HM í Japan 2019. Sá bónus er einnig í stórhættu.Hér fyrir neðan má sjá bónusgreiðslur norsku stelpnanna á EM 2019: Gullverðlaun: 90 þúsund norskar (1,30 milljónir íslenskar) Silfurverðlaun: 60 þúsund norskar (1,09 milljónir íslenskar) Bronsverðlaun: 40 þúsund norskar (580 þúsund íslenskar) Fjórða sæti: 17 þúsund norskar (246 þúsund íslenskar) Fimmta sæti: 10 þúsund norskar (144 þúsund íslenskar) EM 2018 í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta verður að vinna Holland í kvöld til að halda smá lífi í vonum sínum um að komast í undanúrslit á EM í handbolta kvenna í Frakklandi. Norska liðið fór stigalaust inn í milliriðlana eftir tapleiki á móti Þýskalandi og Rúmeníu í riðlinum en vann síðan stórsigur á Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins. Holland er með sex stig á toppi riðilsins en Rúmenía er eitt af þremur liðum með fjögur stig. Hin eru Ungverjaland og Þýskaland. Norska landsliðið þarf að treysta á bæði sig og önnur úrslit til að ná öðru af tveimur efstu sætunum. Þær verða í það minnsta að vinna Holland í kvöld. Það er mikið undir fyrir norsku landsliðskonurnar í þessum leik, ekki bara stoltið og gleðin að komast í undanúrslitin á stórmóti heldur skiptir þetta þær líka talsverðu máli fjárhagslega. Dagbladet segir frá því að norsku landsliðskonurnar fái 90 þúsund norskar krónur í bónus fyrir að verða Evrópumeisttarar. Það er gerir um 1,3 milljónir íslenskra króna. Þær fá aftur á móti ekki eina norska krónu fyrir að enda í sjötta sætinu. Norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar fyrir tveimur árum en þá var gullbónusinn „bara“ 75 þúsund norskar krónur eða rúmum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum lægri. „Ég hef ekki hugsað um þessar bónusgreiðslur í eina sekúndu á þessu EM. Við höfum um margt annað að hugsa,“ sagði Stine Bredal Oftedal, fyrirliði norska liðsins, við Dagbladet. Stine og hinar stelpurnar gæti líka náð sér í 30 þúsund norskar krónur í aukabónus takist norska liðinu að tryggja sér sæti á næsta stórmóti. Þrjú efstu sætin á EM gefa sæti á HM í Japan 2019. Sá bónus er einnig í stórhættu.Hér fyrir neðan má sjá bónusgreiðslur norsku stelpnanna á EM 2019: Gullverðlaun: 90 þúsund norskar (1,30 milljónir íslenskar) Silfurverðlaun: 60 þúsund norskar (1,09 milljónir íslenskar) Bronsverðlaun: 40 þúsund norskar (580 þúsund íslenskar) Fjórða sæti: 17 þúsund norskar (246 þúsund íslenskar) Fimmta sæti: 10 þúsund norskar (144 þúsund íslenskar)
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni