Síðasta barátta LeBron og Wade Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. desember 2018 07:30 Félagarnir skiptust á treyjum í leikslok mynd/twitter/nba LeBron James og Dwayne Wade mættust í hvað verður líklega síðasta skipti á ferlinum þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat áttust við í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Wade og James komu báðir inn í NBA deildina árið 2003 og hafa mæst oft á tíðum inn á vellinum saman. Þeir voru samherjar hjá Miami Heat í fjögur ár og komust í úrslitarimmuna öll árin, unnu titilinn saman tvisvar. Wade ætlar að leggja skóna á hilluna í lok þessa tímabils og skiptust þeir félagar á faðmlögum og treyjum í leikslok. James skoraði 28 stig fyrir Lakers í leiknum en heimamenn unnu leikinn 108-105. Wade setti niður 15 stig í seinni hálfleiknum en það dugði ekki fyrir Heat sem var að spila þriðja af sex útileikjum í röð. Los Angeles hefur unnið síðustu fimm heimaleiki sína í röð.the TOP PLAYS from LeBron James (28 PTS, 12 AST, 9 REB) & Dwyane Wade (15 PTS, 10 AST, 5 REB) in their final matchup, as the @Lakers/@MiamiHEAT go down to the wire in LA! #OneLastDance#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/LvForegeYA — NBA (@NBA) December 11, 2018 Í Philadelphia höfðu heimamenn í 76ers betur gegn Detroit Pistons í annað skipti á fjórum dögum. Joel Embiid hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum en hann minnti á sig í nótt með 24 stig. Ben Simmons og Furkan Korkmaz gerðu 18 stig hvor. Jimmy Butler var stjarna 76ers gegn Detroit á föstudag en hann þurfti frá að hverfa í nótt þegar hann meiddist á nára í fyrri hálfleik. Butler spilaði fyrstu 10 mínútur leiksins án þess að skora áður en hann meiddist. Síðan Butler kom frá Minnesota Timberwolves í síðasta mánuði hefur hann skilað 21,4 stigi að meðaltali í leik og því högg fyrir Philadelphia að missa hann út. Brett Brown, þjálfari 76ers, gat ekki sagt til um hversu lengi Butler yrði frá í nótt. Fimm leikmenn voru fjarverandi í liði Boston Celtics sem mætti New Orleans Pelicans, þar á meðal stórstjörnurnar Kyrie Irving, Al Horford og Gordon Hayward. Það kom þó ekki að sök því Boston sigldi heim 113-100 sigri. Anthony Davis gerði hvað hann gat fyrir gestina með frábærri frammistöðu, hann skoraði 41 stig og tók 7 fráköst. Irving vaknaði í gærmorgun og fann til í öxlinni og var því tekin ákvörðun um að hvíla. Brad Stevens, þjálfari Celtics, segist þó ekki hafa áhyggjur af Irving til langs tíma.Robert Williams III (7 PTS, 10 REB) 3rd rejection of the night! #NBARooks#CUsRise 103#DoItBig 88 4:44 remaining on @NBATV. #PlayersOnlypic.twitter.com/eqTaLfTxn6 — NBA (@NBA) December 11, 2018Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Washington Wizards 109-101 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 116-102 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 113-100 Chicago Bulls - Sacramento Kings 89-108 Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 108-92 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 122-113 Dallas Mavericks - Orlando Magic 101-76 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 105-99 Phoenix Suns - LA Clippers 119-123 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 116-108 Los Angeles Lakers - Miami Heat 108-105 NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
LeBron James og Dwayne Wade mættust í hvað verður líklega síðasta skipti á ferlinum þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat áttust við í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Wade og James komu báðir inn í NBA deildina árið 2003 og hafa mæst oft á tíðum inn á vellinum saman. Þeir voru samherjar hjá Miami Heat í fjögur ár og komust í úrslitarimmuna öll árin, unnu titilinn saman tvisvar. Wade ætlar að leggja skóna á hilluna í lok þessa tímabils og skiptust þeir félagar á faðmlögum og treyjum í leikslok. James skoraði 28 stig fyrir Lakers í leiknum en heimamenn unnu leikinn 108-105. Wade setti niður 15 stig í seinni hálfleiknum en það dugði ekki fyrir Heat sem var að spila þriðja af sex útileikjum í röð. Los Angeles hefur unnið síðustu fimm heimaleiki sína í röð.the TOP PLAYS from LeBron James (28 PTS, 12 AST, 9 REB) & Dwyane Wade (15 PTS, 10 AST, 5 REB) in their final matchup, as the @Lakers/@MiamiHEAT go down to the wire in LA! #OneLastDance#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/LvForegeYA — NBA (@NBA) December 11, 2018 Í Philadelphia höfðu heimamenn í 76ers betur gegn Detroit Pistons í annað skipti á fjórum dögum. Joel Embiid hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum en hann minnti á sig í nótt með 24 stig. Ben Simmons og Furkan Korkmaz gerðu 18 stig hvor. Jimmy Butler var stjarna 76ers gegn Detroit á föstudag en hann þurfti frá að hverfa í nótt þegar hann meiddist á nára í fyrri hálfleik. Butler spilaði fyrstu 10 mínútur leiksins án þess að skora áður en hann meiddist. Síðan Butler kom frá Minnesota Timberwolves í síðasta mánuði hefur hann skilað 21,4 stigi að meðaltali í leik og því högg fyrir Philadelphia að missa hann út. Brett Brown, þjálfari 76ers, gat ekki sagt til um hversu lengi Butler yrði frá í nótt. Fimm leikmenn voru fjarverandi í liði Boston Celtics sem mætti New Orleans Pelicans, þar á meðal stórstjörnurnar Kyrie Irving, Al Horford og Gordon Hayward. Það kom þó ekki að sök því Boston sigldi heim 113-100 sigri. Anthony Davis gerði hvað hann gat fyrir gestina með frábærri frammistöðu, hann skoraði 41 stig og tók 7 fráköst. Irving vaknaði í gærmorgun og fann til í öxlinni og var því tekin ákvörðun um að hvíla. Brad Stevens, þjálfari Celtics, segist þó ekki hafa áhyggjur af Irving til langs tíma.Robert Williams III (7 PTS, 10 REB) 3rd rejection of the night! #NBARooks#CUsRise 103#DoItBig 88 4:44 remaining on @NBATV. #PlayersOnlypic.twitter.com/eqTaLfTxn6 — NBA (@NBA) December 11, 2018Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Washington Wizards 109-101 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 116-102 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 113-100 Chicago Bulls - Sacramento Kings 89-108 Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 108-92 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 122-113 Dallas Mavericks - Orlando Magic 101-76 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 105-99 Phoenix Suns - LA Clippers 119-123 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 116-108 Los Angeles Lakers - Miami Heat 108-105
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira