Alvarlegt ástand á Landspítalanum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 22:00 Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. Gera þurfti landlækni og velferðarráðuneyti viðvart og segir Alma D. Möller landlæknir ástandinu fylgja ákveðin hætta fyrir sjúklinga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í forstjórapistli sínum að alvarlegt ástanda hafi skapast á spítalanum í síðustu viku. Á hefðbundnum bráðsjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að nýting sjúkrarýma sé 85 prósent en hafi farið upp í 117 prósent í liðinni viku. Augljóst sé að öruggi sjúklinga sé ekki tryggt í slíku ástandi. Landlæknir segir vandan tvíþættan. „Annars vegar þá vantar hjúkrunarrými, bara á landinu öllu. Sem gerir það að verkum að það eru fimmtíu og fimm til sextíu aldraðir einstaklingar að bíða eftir hjúkrunarrýmum og eru inni á bráðalegudeildum á Landspítala. Þar með eru færri virk rúm í gangi. Síðan vantar hjúkrunarfræðinga þannig að það eru yfir fjörutíu pláss sem eru lokuð vegna þess,“ segir Alma. Læknaráð ályktaði um málið í morgun og bendir einmitt á að stór hluti vandans liggi í úrræðaleysi fyrir eldri borgara sem ekki er hægt að útskrifa til síns heima án aðstoðar. Einnig að lokun móttöku hjartagáttar á Hringbraut geri það að verkum að sjúklingar, sem áður leituðu þangað, fara nú á bráðamóttöku. Læknaráð beinir tilmælum til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar að stórefla þjónustu við aldraða. Þar liggi partur af lausninni. „Það sem þetta gerir er að það eru óþægindi fyrir sjúklingana. Þeir þurfa að bíða eftir pláss og vistast lengur á bráðamóttöku, jafnvel á göngum. Síðan er ákveðin hætta á að ekki sé hægt að sinna þeim sem skyldi, við verðum bara að viðurkenna það. Til dæmis gæti dregist að þeir fái lyf og fleira,“ segir hún. Landspítalinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. Gera þurfti landlækni og velferðarráðuneyti viðvart og segir Alma D. Möller landlæknir ástandinu fylgja ákveðin hætta fyrir sjúklinga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í forstjórapistli sínum að alvarlegt ástanda hafi skapast á spítalanum í síðustu viku. Á hefðbundnum bráðsjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að nýting sjúkrarýma sé 85 prósent en hafi farið upp í 117 prósent í liðinni viku. Augljóst sé að öruggi sjúklinga sé ekki tryggt í slíku ástandi. Landlæknir segir vandan tvíþættan. „Annars vegar þá vantar hjúkrunarrými, bara á landinu öllu. Sem gerir það að verkum að það eru fimmtíu og fimm til sextíu aldraðir einstaklingar að bíða eftir hjúkrunarrýmum og eru inni á bráðalegudeildum á Landspítala. Þar með eru færri virk rúm í gangi. Síðan vantar hjúkrunarfræðinga þannig að það eru yfir fjörutíu pláss sem eru lokuð vegna þess,“ segir Alma. Læknaráð ályktaði um málið í morgun og bendir einmitt á að stór hluti vandans liggi í úrræðaleysi fyrir eldri borgara sem ekki er hægt að útskrifa til síns heima án aðstoðar. Einnig að lokun móttöku hjartagáttar á Hringbraut geri það að verkum að sjúklingar, sem áður leituðu þangað, fara nú á bráðamóttöku. Læknaráð beinir tilmælum til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar að stórefla þjónustu við aldraða. Þar liggi partur af lausninni. „Það sem þetta gerir er að það eru óþægindi fyrir sjúklingana. Þeir þurfa að bíða eftir pláss og vistast lengur á bráðamóttöku, jafnvel á göngum. Síðan er ákveðin hætta á að ekki sé hægt að sinna þeim sem skyldi, við verðum bara að viðurkenna það. Til dæmis gæti dregist að þeir fái lyf og fleira,“ segir hún.
Landspítalinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira