Hvað er jafnlaunavottun? Guðmundur Sigbergsson skrifar 10. desember 2018 10:16 Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um jafnlaunavottun en umfjöllunin hefur snúist í miklu meiri mæli um jafnlaunakerfin en ekki hina eiginlegu vottun. Vottun stjórnunarkerfa er jákvæð niðurstaða samræmismats, sem er aðferðarfræði við að staðfesta að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar staðalbundnar kröfur. Í samræmismati er leitast við að sýna fram á að tilgreindar kröfur staðla séu uppfylltar eða ekki í útfærslu atvinnurekenda á viðkomandi stjórnunarkerfi. Til framkvæmdar vottana eru gerðar mjög strangar kröfur en þeim er m.a. ætlað að tryggja samræmda framkvæmd og að vottanir séu ekki veittar nema að kröfur séu uppfylltar. Jafnlaunakerfi er stjórnunarkerfi og jafnlaunavottun er staðfesting á að jafnlaunakerfi uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar. Til vottunarstofa eru gerðar strangar kröfur sem lúta m.a. að óhæði, hlutleysi, trúnaði, upplýsingagjöf, ábyrgð, hæfni, viðbrögðum við kvörtunum og áhættumiðaðri nálgun aðgerða. Aðalmarkmið vottunar er að veita hagsmunaaðilum traust á því að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar kröfur viðkomandi stjórnunarkerfis. Gildi vottunarinnar er þannig byggt á trúverðugleika hennar sem grundvallast á hæfni, getu og óhæði þess sem vottunina veitir. Til þess að tryggja að vottunarstofur sem framkvæma samræmismat uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra afla þær sér faggildingar hjá til þess bærum opinberum aðila, t.d. faggildingarsviðs Einkaleyfastofu (ISAC). Faggilding er eins konar vottun fyrir vottunarstofur en faggilding staðfestir að vottunarstofa starfi í samræmi við kröfur ÍST EN ISO 17021-1:2015 Samræmismat – Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa. Faggilding er jafnframt alltaf afmörkuð við tiltekin svið. Fyrir jafnlaunakerfi er sérstök faggilding veitt í vottunum þeirra sem staðfestir að hæfni og sérþekking sé til staðar hjá vottunarstofu á jafnlaunakerfum. Sá sem veitir faggildinguna hefur svo reglubundið eftirlit með að framkvæmd vottunarstofunnar sé í samræmi við kröfur. Eins og staðan er í dag hefur engin vottunarstofa hlotið faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa. Hingað til hafa vottanir jafnlaunakerfa aðeins verið veittar á grundvelli undanþáguákvæðis í reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum, sem rennur úr gildi í lok árs 2019. Þær vottanir eru ekki faggiltar en grundvallast á því að viðkomandi aðilar sem veita vottun geti sýnt fram á faggildingu í vottunum annarra stjórnunarkerfisstaðla. Í þessu fyrirkomulagi felst að eftirlit með þeim aðilum er ekkert af hálfu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sem hefur enga aðkomu að framkvæmd þeirrra sem veita vottanir á jafnlaunakerfum í dag á grundvelli framangreindrar undanþágu. Þriðjudaginn 4. desember sl. tók gildi breyting á reglugerðinni. Í breytingunni felst að vottunarstofur sem lokið hafa ákveðnum skrefum í faggildingarferli hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu í vottunum jafnlaunakerfa teljast uppfylla hæfniskröfur. Breytingin er mjög jákvæð til framtíðar litið þar sem hún bæði greiðir götu nýrra vottunaraðila inn á markaðinn og tryggir aðkomu faggildingarsviðs að jafnlaunavottun. Það mun jafnframt einfalda faggildingarferlið hjá þeim vottunarstofum sem vilja afla sér faggildingar í vottunum jafnlaunakerfa. Vonandi leiðir breytingin líka til þess að fyrirtæki og stofnanir sjái mikilvægi þess að öðlast vottun frá aðila sem háður er opinberu eftirliti og sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa. Hins vegar stendur eftir sú spurning hvernig stjórnvöld ætla að tryggja að vottanir þeirra sem starfa á grundvelli undanþágunnar uppfylli kröfur sem gerðar eru til vottunarstofa. Lögfesting jafnlaunavottunar er einstök á heimsvísu en aldrei hefur stjórnunarkerfisstaðli verið beitt á þann hátt sem gert er í jafnlaunavottun. Mörg lönd líta til Íslands að þessu leyti, hvernig framkvæmd jafnlaunavottunar gengur þegar þau taka ákvörðun um hvort sambærilegum aðferðum verði beitt til að stuðla að launajafnrétti kvenna og karla. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil í að tryggja að vel takist til við framkvæmd jafnlaunavottunar og að markmiðinu að baki henni verði náð, þ.e. að tryggja að grundvallarmannréttindum, lagaskyldu og þjóðréttarskuldbindingum sé framfylgt og komið verði á launajafnrétti kvenna og karla. Til þess að árangur náist þarf framkvæmd vottana að vera í samræmi við kröfur og að faggildingarsvið hafi yfirsýn yfir málaflokkinn frá öllum hliðum.Höfundur er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Sigbergsson Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um jafnlaunavottun en umfjöllunin hefur snúist í miklu meiri mæli um jafnlaunakerfin en ekki hina eiginlegu vottun. Vottun stjórnunarkerfa er jákvæð niðurstaða samræmismats, sem er aðferðarfræði við að staðfesta að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar staðalbundnar kröfur. Í samræmismati er leitast við að sýna fram á að tilgreindar kröfur staðla séu uppfylltar eða ekki í útfærslu atvinnurekenda á viðkomandi stjórnunarkerfi. Til framkvæmdar vottana eru gerðar mjög strangar kröfur en þeim er m.a. ætlað að tryggja samræmda framkvæmd og að vottanir séu ekki veittar nema að kröfur séu uppfylltar. Jafnlaunakerfi er stjórnunarkerfi og jafnlaunavottun er staðfesting á að jafnlaunakerfi uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar. Til vottunarstofa eru gerðar strangar kröfur sem lúta m.a. að óhæði, hlutleysi, trúnaði, upplýsingagjöf, ábyrgð, hæfni, viðbrögðum við kvörtunum og áhættumiðaðri nálgun aðgerða. Aðalmarkmið vottunar er að veita hagsmunaaðilum traust á því að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar kröfur viðkomandi stjórnunarkerfis. Gildi vottunarinnar er þannig byggt á trúverðugleika hennar sem grundvallast á hæfni, getu og óhæði þess sem vottunina veitir. Til þess að tryggja að vottunarstofur sem framkvæma samræmismat uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra afla þær sér faggildingar hjá til þess bærum opinberum aðila, t.d. faggildingarsviðs Einkaleyfastofu (ISAC). Faggilding er eins konar vottun fyrir vottunarstofur en faggilding staðfestir að vottunarstofa starfi í samræmi við kröfur ÍST EN ISO 17021-1:2015 Samræmismat – Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa. Faggilding er jafnframt alltaf afmörkuð við tiltekin svið. Fyrir jafnlaunakerfi er sérstök faggilding veitt í vottunum þeirra sem staðfestir að hæfni og sérþekking sé til staðar hjá vottunarstofu á jafnlaunakerfum. Sá sem veitir faggildinguna hefur svo reglubundið eftirlit með að framkvæmd vottunarstofunnar sé í samræmi við kröfur. Eins og staðan er í dag hefur engin vottunarstofa hlotið faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa. Hingað til hafa vottanir jafnlaunakerfa aðeins verið veittar á grundvelli undanþáguákvæðis í reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum, sem rennur úr gildi í lok árs 2019. Þær vottanir eru ekki faggiltar en grundvallast á því að viðkomandi aðilar sem veita vottun geti sýnt fram á faggildingu í vottunum annarra stjórnunarkerfisstaðla. Í þessu fyrirkomulagi felst að eftirlit með þeim aðilum er ekkert af hálfu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sem hefur enga aðkomu að framkvæmd þeirrra sem veita vottanir á jafnlaunakerfum í dag á grundvelli framangreindrar undanþágu. Þriðjudaginn 4. desember sl. tók gildi breyting á reglugerðinni. Í breytingunni felst að vottunarstofur sem lokið hafa ákveðnum skrefum í faggildingarferli hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu í vottunum jafnlaunakerfa teljast uppfylla hæfniskröfur. Breytingin er mjög jákvæð til framtíðar litið þar sem hún bæði greiðir götu nýrra vottunaraðila inn á markaðinn og tryggir aðkomu faggildingarsviðs að jafnlaunavottun. Það mun jafnframt einfalda faggildingarferlið hjá þeim vottunarstofum sem vilja afla sér faggildingar í vottunum jafnlaunakerfa. Vonandi leiðir breytingin líka til þess að fyrirtæki og stofnanir sjái mikilvægi þess að öðlast vottun frá aðila sem háður er opinberu eftirliti og sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa. Hins vegar stendur eftir sú spurning hvernig stjórnvöld ætla að tryggja að vottanir þeirra sem starfa á grundvelli undanþágunnar uppfylli kröfur sem gerðar eru til vottunarstofa. Lögfesting jafnlaunavottunar er einstök á heimsvísu en aldrei hefur stjórnunarkerfisstaðli verið beitt á þann hátt sem gert er í jafnlaunavottun. Mörg lönd líta til Íslands að þessu leyti, hvernig framkvæmd jafnlaunavottunar gengur þegar þau taka ákvörðun um hvort sambærilegum aðferðum verði beitt til að stuðla að launajafnrétti kvenna og karla. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil í að tryggja að vel takist til við framkvæmd jafnlaunavottunar og að markmiðinu að baki henni verði náð, þ.e. að tryggja að grundvallarmannréttindum, lagaskyldu og þjóðréttarskuldbindingum sé framfylgt og komið verði á launajafnrétti kvenna og karla. Til þess að árangur náist þarf framkvæmd vottana að vera í samræmi við kröfur og að faggildingarsvið hafi yfirsýn yfir málaflokkinn frá öllum hliðum.Höfundur er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun