Pashinyan vann yfirburðasigur í armensku þingkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2018 08:25 Nikol Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan, sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið. Getty/Anadolu Flokkur Nikol Pashinyan, starfandi forsætisráðherra Armeníu, og stuðningsflokkar hans unnu yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru í Armeníu í gær. Flokkarnir hlutu samtals rúmlega 70 prósent atkvæða, að sögn landskjörstjórnar. Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið - fyrst sem forseti og síðar forsætisráðherra. Pashinyan, sem nýtur mikilla vinsælda í landinu, sagði af sér í haust og boðaði til nýrra kosninga til að nýta sér meðbyr almennings og auka þingstyrk síns flokks og stuðningsflokka. Pashinyan kveðst ætla að hrinda í framkvæmd áætlun til að taka á landlægri spillingu og gera breytingar á efnahagslífi landsins. Þá segist hann áfram vilja hlúa að sambandi Armeníu og Rússlands. Þátttaka í kosningunum var ekki mikil, um 49 prósent.Sjá einnig:Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall SovétríkjannaBBC segir frá því að kosningar í Armeníu hafi lengi einkennst af kosningasvindli og atkvæðakaupum, en vonast væri til að breyting hafi nú orðið þar á. Flokkur hins 43 ára Pashinyan og stuðningsflokkar hlutu samtals 70,4 prósent atkvæða, en helsti andstæðingur þeirra, Velmegandi Armenía, hlaut rétt rúmlega átta prósent fylgi. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í armenskum stjórnmálum síðustu misserin, en í kosningunum 2017 hlaut Repúblikanaflokkurinn, flokkur Sargsyan, hreinan meirihluta á þingi. Stjórnarskrá Armeníu kveður á um að stjórnarandstaða verði að vera með að minnsta kosti 30 prósent þingsæta.Mótmæltu svikum Sargsyan Ástæða þess að um 200 þúsund Armenar mótmæltu valdhöfum á götum síðasta vor má rekja til svikinna loforða forsetans Sargsyan sem hafði verið við völd frá 2008. Fyrri stjórnarskrá landsins kom í veg fyrir að forseti sæti lengur en tvö kjörtímabil, eða alls tíu ár. Árið 2015 var svo haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem um 66 prósent armenskra kjósenda samþykktu breytingar á stjórnarskránni – breytingar sem fólu í sér að Armenía yrði gert að þingræðisríki. Sargsyan hafði ítrekað sagt að með þessum breytingum væri hann ekki að búa þannig um hnútana að hann gæti áfram stýrt landinu – þá sem forsætisráðherra eftir að forsetatíð hans lyki 2018. Þegar til kastanna kom síðasta vor og þingið átti að kjósa nýjan og valdamikinn forsætisráðherra, tilkynnti Repúblikanaflokkurinn að Sargsyan yrði tilnefndur. Meirihluti þingsins samþykkti Sargsyan og sór hann nýjan embættiseið sem leiddi til mótmæla. Armenía Asía Rússland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Flokkur Nikol Pashinyan, starfandi forsætisráðherra Armeníu, og stuðningsflokkar hans unnu yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru í Armeníu í gær. Flokkarnir hlutu samtals rúmlega 70 prósent atkvæða, að sögn landskjörstjórnar. Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið - fyrst sem forseti og síðar forsætisráðherra. Pashinyan, sem nýtur mikilla vinsælda í landinu, sagði af sér í haust og boðaði til nýrra kosninga til að nýta sér meðbyr almennings og auka þingstyrk síns flokks og stuðningsflokka. Pashinyan kveðst ætla að hrinda í framkvæmd áætlun til að taka á landlægri spillingu og gera breytingar á efnahagslífi landsins. Þá segist hann áfram vilja hlúa að sambandi Armeníu og Rússlands. Þátttaka í kosningunum var ekki mikil, um 49 prósent.Sjá einnig:Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall SovétríkjannaBBC segir frá því að kosningar í Armeníu hafi lengi einkennst af kosningasvindli og atkvæðakaupum, en vonast væri til að breyting hafi nú orðið þar á. Flokkur hins 43 ára Pashinyan og stuðningsflokkar hlutu samtals 70,4 prósent atkvæða, en helsti andstæðingur þeirra, Velmegandi Armenía, hlaut rétt rúmlega átta prósent fylgi. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í armenskum stjórnmálum síðustu misserin, en í kosningunum 2017 hlaut Repúblikanaflokkurinn, flokkur Sargsyan, hreinan meirihluta á þingi. Stjórnarskrá Armeníu kveður á um að stjórnarandstaða verði að vera með að minnsta kosti 30 prósent þingsæta.Mótmæltu svikum Sargsyan Ástæða þess að um 200 þúsund Armenar mótmæltu valdhöfum á götum síðasta vor má rekja til svikinna loforða forsetans Sargsyan sem hafði verið við völd frá 2008. Fyrri stjórnarskrá landsins kom í veg fyrir að forseti sæti lengur en tvö kjörtímabil, eða alls tíu ár. Árið 2015 var svo haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem um 66 prósent armenskra kjósenda samþykktu breytingar á stjórnarskránni – breytingar sem fólu í sér að Armenía yrði gert að þingræðisríki. Sargsyan hafði ítrekað sagt að með þessum breytingum væri hann ekki að búa þannig um hnútana að hann gæti áfram stýrt landinu – þá sem forsætisráðherra eftir að forsetatíð hans lyki 2018. Þegar til kastanna kom síðasta vor og þingið átti að kjósa nýjan og valdamikinn forsætisráðherra, tilkynnti Repúblikanaflokkurinn að Sargsyan yrði tilnefndur. Meirihluti þingsins samþykkti Sargsyan og sór hann nýjan embættiseið sem leiddi til mótmæla.
Armenía Asía Rússland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent