Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. desember 2018 09:00 Griðarlegt eignatjón hefur orðið í mótmælunum sem staðið hafa yfir síðustu fjórar helgar. Bílar hafa verið brenndir og verslanir eyðilagðar. NORDICPHOTOS/GETTY Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun ávarpa þjóð sína í kvöld en fjórðu helgina í röð mótmæltu Gulu vestin forsetanum og ríkisstjórn hans. Um 136 þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum á laugardaginn og voru um 1.700 handteknir. Macron mun í dag eiga fundi með framámönnum í viðskiptalífinu og verkalýðsleiðtogum. Þá mun forsetinn einnig hitta aðra stjórnmálaleiðtoga. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans sagði að Macron vildi hlusta á raddir þeirra og tillögur. Búist er við að ávarp forsetans til frönsku þjóðarinnar í kvöld muni snúast um þjóðareiningu og að hann muni reyna að koma á einhvers konar viðræðum við mótmælendur. Muriel Penicaud vinnumálaráðherra sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Macron myndi tilkynna um áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir en að lágmarkslaun yrðu ekki hækkuð þar sem það myndi leiða til fækkunar starfa. Eins og fyrr leystust mótmæli helgarinnar upp í óeirðir og voru mikil skemmdarverk unnin, bílar brenndir, rúður brotnar og skemmdir unnar á verslunum og veitingastöðum. Verst var ástandið í París en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse. Lögregla var með mikinn viðbúnað í miðborg Parísar og kom meðal annars í veg fyrir að mótmælendur kæmust nálægt Champs Élysées. Það leiddi hins vegar til þess að mótmælin dreifðust meira um borgina með tilheyrandi tjóni. Bruno Le Maire fjármálaráðherra segir að það ríki samfélagslegt og lýðræðislegt neyðarástand í landinu. Hann heimsótti verslanir í París sem höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum og sagði að þetta væru hörmungar fyrir viðskipti og efnahagslíf. Það er ljóst að efnahagslegt tjón mótmælanna er gríðarlegt. Reuters fréttastofan hafði eftir talsmanni Frönsku verslunarsamtakanna á föstudag að tjón verslana vegna minni sölu næmi um einum milljarði evra frá því að mótmælin hófust. Þá var haft eftir fulltrúa samtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja að heildartjón aðildarfélaga gæti numið allt að tíu milljörðum evra. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í málin þegar hann sagði á Twitter að Parísarsamkomulagið væri ekki að virka vel fyrir París. Þar væru mótmæli og óeirðir. Var Trump að vísa til loftslagssamningsins sem samþykktur var í París 2015 en Bandaríkin hyggjast draga sig út úr samkomulaginu. Jean-Yves Drian utanríkisráðherra Frakklands brást illa við og sagði að Frakkar skiptu sér ekki af bandarískum innanlandsmálum og það ætti að vera gagnkvæmt. Skilaboð sín og Macrons til Trumps væru einföld: „Láttu þjóðina okkar í friði.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun ávarpa þjóð sína í kvöld en fjórðu helgina í röð mótmæltu Gulu vestin forsetanum og ríkisstjórn hans. Um 136 þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum á laugardaginn og voru um 1.700 handteknir. Macron mun í dag eiga fundi með framámönnum í viðskiptalífinu og verkalýðsleiðtogum. Þá mun forsetinn einnig hitta aðra stjórnmálaleiðtoga. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans sagði að Macron vildi hlusta á raddir þeirra og tillögur. Búist er við að ávarp forsetans til frönsku þjóðarinnar í kvöld muni snúast um þjóðareiningu og að hann muni reyna að koma á einhvers konar viðræðum við mótmælendur. Muriel Penicaud vinnumálaráðherra sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Macron myndi tilkynna um áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir en að lágmarkslaun yrðu ekki hækkuð þar sem það myndi leiða til fækkunar starfa. Eins og fyrr leystust mótmæli helgarinnar upp í óeirðir og voru mikil skemmdarverk unnin, bílar brenndir, rúður brotnar og skemmdir unnar á verslunum og veitingastöðum. Verst var ástandið í París en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse. Lögregla var með mikinn viðbúnað í miðborg Parísar og kom meðal annars í veg fyrir að mótmælendur kæmust nálægt Champs Élysées. Það leiddi hins vegar til þess að mótmælin dreifðust meira um borgina með tilheyrandi tjóni. Bruno Le Maire fjármálaráðherra segir að það ríki samfélagslegt og lýðræðislegt neyðarástand í landinu. Hann heimsótti verslanir í París sem höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum og sagði að þetta væru hörmungar fyrir viðskipti og efnahagslíf. Það er ljóst að efnahagslegt tjón mótmælanna er gríðarlegt. Reuters fréttastofan hafði eftir talsmanni Frönsku verslunarsamtakanna á föstudag að tjón verslana vegna minni sölu næmi um einum milljarði evra frá því að mótmælin hófust. Þá var haft eftir fulltrúa samtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja að heildartjón aðildarfélaga gæti numið allt að tíu milljörðum evra. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í málin þegar hann sagði á Twitter að Parísarsamkomulagið væri ekki að virka vel fyrir París. Þar væru mótmæli og óeirðir. Var Trump að vísa til loftslagssamningsins sem samþykktur var í París 2015 en Bandaríkin hyggjast draga sig út úr samkomulaginu. Jean-Yves Drian utanríkisráðherra Frakklands brást illa við og sagði að Frakkar skiptu sér ekki af bandarískum innanlandsmálum og það ætti að vera gagnkvæmt. Skilaboð sín og Macrons til Trumps væru einföld: „Láttu þjóðina okkar í friði.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03
Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00
Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02