Einlægni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. desember 2018 07:00 Einlægni og hreinskilni eru mikilvægir eiginleikar en því miður ber ekki nægilega mikið á þeim í fari íslenskra stjórnmálamanna. Þjóðin myndi kunna svo miklu betur við stjórnmálamenn sína ef þeir leyfðu sér að sýna einlægni í stað þess að tala vélrænt, nánast eins og þeir hafi verið prógrammeraðir á flokksskrifstofunni. Íslenskir stjórnmálamenn eiga ekki einungis í erfiðleikum með að tala af einlægni, þeir eiga einnig í erfiðleikum með að iðrast einlæglega – eins og þjóðin hefur orðið vitni að síðustu daga og vikur. Þeir muldra einhver afsökunarorð, mest til að friða kjósendur, en það sést langar leiðir að þeir eru svekktastir yfir því að upp um þá hafi komist. Þeim virðist ómögulegt að viðurkenna að athæfi þeirra hefur leitt til þess að trúnaðarbrestur hefur orðið á milli þeirra og þjóðarinnar. Eftir skandalinn hafa flestir þeirra vit á að láta lítið fyrir sér fara en öllum er ljóst að þeir sjá enga ástæðu til að hverfa úr íslenskri pólitík. Þeir leyfa sér að treysta á skammtímaminni þjóðarinnar. Síðustu árin hefur þjóðin ekki haft stjórnmálamenn sína í sérstökum hávegum. Hún býst ekki við neinu frá þeim, nema þá helst skandölum, smáum og stórum. Þar hafa stjórnmálamenn staðið sig og verið ansi iðnir við að gjaldfella sig. Þeir hafa brugðist sjálfum sér, vinnustað sínum og þjóðinni. Það var því nánast eins og opinberun þegar menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mætti í Kastljósþátt á dögunum og talaði sig inn í hjörtu þjóðarinnar með einlægni, heiðarleika og innri styrk að vopni. Jafnvel þeir sem hafa algjörlega gefist upp á íslenskri pólitík hljóta að hafa öðlast vott af von. Þingmennirnir sem sátu á Klausturbar og ræddu um fyrrverandi samstarfskonu sína, Lilju Alfreðsdóttur, viðhöfðu þar ljótustu og viðbjóðslegustu orð sem hægt er að segja um nokkra konu. Þeir sem halda því fram, og það eru aðallega karlmenn, að stjórnmál séu harður heimur og þar verði fólk að sætta sig við alls kyns ummæli eru á algjörum villigötum í þeirri röksemdafærslu. Orðin sem Miðflokksmenn létu falla á barnum eru lýsandi fyrir ofbeldishugsun í garð kvenna. Engin kona á að þurfa að þola slík ummæli. Það var ákveðin frelsun fólgin í því að Lilja skyldi mæta í sjónvarpssal og svara ofbeldistali þessara manna. Til þess þurfti andlegan styrk, kjark og þrek og Lilja er greinilega rík af þeim eiginleikum. Þarna mætti sterk kona sem svaraði fyrir sig af festu og afgreiddi málið í lykilsetningu: „Ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi.“ Íslenskir stjórnmálamenn geta ansi margt lært af framgöngu Lilju. Hún talaði við þjóðina án þess að setja sig í stellingar, var hún sjálf og full af einlægni. Fólk kunni vel við hana um leið og það dáðist að henni. Það er nóg komið af baktjaldamakki og sora í íslenskri pólitík, þar skortir tilfinnanlega heiðarleika og einlægni. Þessir góðu eiginleikar finnast þó samt, eins og Lilja Alfreðsdóttir sýndi þjóðinni svo eftirminnilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Einlægni og hreinskilni eru mikilvægir eiginleikar en því miður ber ekki nægilega mikið á þeim í fari íslenskra stjórnmálamanna. Þjóðin myndi kunna svo miklu betur við stjórnmálamenn sína ef þeir leyfðu sér að sýna einlægni í stað þess að tala vélrænt, nánast eins og þeir hafi verið prógrammeraðir á flokksskrifstofunni. Íslenskir stjórnmálamenn eiga ekki einungis í erfiðleikum með að tala af einlægni, þeir eiga einnig í erfiðleikum með að iðrast einlæglega – eins og þjóðin hefur orðið vitni að síðustu daga og vikur. Þeir muldra einhver afsökunarorð, mest til að friða kjósendur, en það sést langar leiðir að þeir eru svekktastir yfir því að upp um þá hafi komist. Þeim virðist ómögulegt að viðurkenna að athæfi þeirra hefur leitt til þess að trúnaðarbrestur hefur orðið á milli þeirra og þjóðarinnar. Eftir skandalinn hafa flestir þeirra vit á að láta lítið fyrir sér fara en öllum er ljóst að þeir sjá enga ástæðu til að hverfa úr íslenskri pólitík. Þeir leyfa sér að treysta á skammtímaminni þjóðarinnar. Síðustu árin hefur þjóðin ekki haft stjórnmálamenn sína í sérstökum hávegum. Hún býst ekki við neinu frá þeim, nema þá helst skandölum, smáum og stórum. Þar hafa stjórnmálamenn staðið sig og verið ansi iðnir við að gjaldfella sig. Þeir hafa brugðist sjálfum sér, vinnustað sínum og þjóðinni. Það var því nánast eins og opinberun þegar menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mætti í Kastljósþátt á dögunum og talaði sig inn í hjörtu þjóðarinnar með einlægni, heiðarleika og innri styrk að vopni. Jafnvel þeir sem hafa algjörlega gefist upp á íslenskri pólitík hljóta að hafa öðlast vott af von. Þingmennirnir sem sátu á Klausturbar og ræddu um fyrrverandi samstarfskonu sína, Lilju Alfreðsdóttur, viðhöfðu þar ljótustu og viðbjóðslegustu orð sem hægt er að segja um nokkra konu. Þeir sem halda því fram, og það eru aðallega karlmenn, að stjórnmál séu harður heimur og þar verði fólk að sætta sig við alls kyns ummæli eru á algjörum villigötum í þeirri röksemdafærslu. Orðin sem Miðflokksmenn létu falla á barnum eru lýsandi fyrir ofbeldishugsun í garð kvenna. Engin kona á að þurfa að þola slík ummæli. Það var ákveðin frelsun fólgin í því að Lilja skyldi mæta í sjónvarpssal og svara ofbeldistali þessara manna. Til þess þurfti andlegan styrk, kjark og þrek og Lilja er greinilega rík af þeim eiginleikum. Þarna mætti sterk kona sem svaraði fyrir sig af festu og afgreiddi málið í lykilsetningu: „Ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi.“ Íslenskir stjórnmálamenn geta ansi margt lært af framgöngu Lilju. Hún talaði við þjóðina án þess að setja sig í stellingar, var hún sjálf og full af einlægni. Fólk kunni vel við hana um leið og það dáðist að henni. Það er nóg komið af baktjaldamakki og sora í íslenskri pólitík, þar skortir tilfinnanlega heiðarleika og einlægni. Þessir góðu eiginleikar finnast þó samt, eins og Lilja Alfreðsdóttir sýndi þjóðinni svo eftirminnilega.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun