Mannréttindayfirlýsingin sjötíu ára og rædd í Veröld Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. desember 2018 08:00 Eleanor Roosevelt var formaður nefndarinnar sem samdi Mannréttindayfirlýsinguna. NORDICPHOTOS/GETTY Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er undirstaða mannréttindaverndar í heiminum,“ segir Björg Thorarensen lagaprófessor sem heldur í dag erindi á hátíðarfundi í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá undirritun yfirlýsingarinnar. Það voru 48 ríki sem skrifuðu undir yfirlýsinguna á þriðja allsherjarþinginu sem fram fór í París 1948. „Eftir seinni heimsstyrjöldina voru ríki viljug sem aldrei fyrr til að koma á skilvirkri samvinnu til að tryggja frið í heiminum. Það var viðurkennt eftir þær hörmungar sem styrjöldin hafði í för með sér að það væru tengsl milli heimsfriðar og virðingar fyrir mannréttindum.“ Björg segir að menn hafi á þessum tíma áttað sig á því að mannréttindi væru ekki innanríkismál heldur eitthvað sem varðar allt samfélag þjóðanna. Mannréttindanefnd undir forystu Eleanor Roosevelt var falið að gera drög að lista yfir það hvað teldist vera mannréttindi. „Yfirlýsingin er markmiðasetning en ekki þjóðréttarlegur samningur. Hún var mjög skynsamlegt fyrsta skref til að fá ríki til að fallast á hvað væru sameiginleg gildi sem stefna bæri að. Þarna eru talin upp í 30 greinum öll helstu mannréttindin í mjög breiðu samhengi.“ Það sé merkilegt að yfirlýsingin lýsi yfir algildi mannréttinda. „Þarna eru mannréttindi gerð að kjarna allra mannlegra samfélaga án tillits til aðstæðna. Þetta er bara eitt af því sem öll ríki fallast á við allar aðstæður.“ Annað sem sé merkilegt við yfirlýsinguna sé hvað hún sé í rauninni einföld. „Yfirlýsingin, sem er um 1.700 orð, nær að fanga kjarnann í stuttu og skýru máli. Hún er mjög læsileg og leiðarljós fyrir alla. Í einfaldleika sínum er Mannréttindayfirlýsingin enn þá drifkraftur og leiðarljós breytinga til að bæta réttindi einstaklinga á öllum sviðum.“ Þá byggi allir síðari mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna á yfirlýsingunni og vísi í inngangsorðum sínum til hennar. „Yfirlýsingin hefur líka haft áhrif á svæðasamvinnu og Mannréttindasáttmáli Evrópu vísar til hennar strax í fyrstu málsgrein. Svo hefur hún áhrif á innanlandsrétt og meðal annars á okkar stjórnarskrá. Mannréttindakafli okkar stjórnarskrár byggir á Mannréttindasáttmála Evrópu en hann tekur sum ákvæði algjörlega orðrétt upp úr yfirlýsingunni. Grunnurinn er alltaf í yfirlýsingunni, maður endar alltaf þar þegar maður er að rekja uppruna þessara mannréttindaákvæða.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er undirstaða mannréttindaverndar í heiminum,“ segir Björg Thorarensen lagaprófessor sem heldur í dag erindi á hátíðarfundi í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá undirritun yfirlýsingarinnar. Það voru 48 ríki sem skrifuðu undir yfirlýsinguna á þriðja allsherjarþinginu sem fram fór í París 1948. „Eftir seinni heimsstyrjöldina voru ríki viljug sem aldrei fyrr til að koma á skilvirkri samvinnu til að tryggja frið í heiminum. Það var viðurkennt eftir þær hörmungar sem styrjöldin hafði í för með sér að það væru tengsl milli heimsfriðar og virðingar fyrir mannréttindum.“ Björg segir að menn hafi á þessum tíma áttað sig á því að mannréttindi væru ekki innanríkismál heldur eitthvað sem varðar allt samfélag þjóðanna. Mannréttindanefnd undir forystu Eleanor Roosevelt var falið að gera drög að lista yfir það hvað teldist vera mannréttindi. „Yfirlýsingin er markmiðasetning en ekki þjóðréttarlegur samningur. Hún var mjög skynsamlegt fyrsta skref til að fá ríki til að fallast á hvað væru sameiginleg gildi sem stefna bæri að. Þarna eru talin upp í 30 greinum öll helstu mannréttindin í mjög breiðu samhengi.“ Það sé merkilegt að yfirlýsingin lýsi yfir algildi mannréttinda. „Þarna eru mannréttindi gerð að kjarna allra mannlegra samfélaga án tillits til aðstæðna. Þetta er bara eitt af því sem öll ríki fallast á við allar aðstæður.“ Annað sem sé merkilegt við yfirlýsinguna sé hvað hún sé í rauninni einföld. „Yfirlýsingin, sem er um 1.700 orð, nær að fanga kjarnann í stuttu og skýru máli. Hún er mjög læsileg og leiðarljós fyrir alla. Í einfaldleika sínum er Mannréttindayfirlýsingin enn þá drifkraftur og leiðarljós breytinga til að bæta réttindi einstaklinga á öllum sviðum.“ Þá byggi allir síðari mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna á yfirlýsingunni og vísi í inngangsorðum sínum til hennar. „Yfirlýsingin hefur líka haft áhrif á svæðasamvinnu og Mannréttindasáttmáli Evrópu vísar til hennar strax í fyrstu málsgrein. Svo hefur hún áhrif á innanlandsrétt og meðal annars á okkar stjórnarskrá. Mannréttindakafli okkar stjórnarskrár byggir á Mannréttindasáttmála Evrópu en hann tekur sum ákvæði algjörlega orðrétt upp úr yfirlýsingunni. Grunnurinn er alltaf í yfirlýsingunni, maður endar alltaf þar þegar maður er að rekja uppruna þessara mannréttindaákvæða.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira