„Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2018 20:15 Íslensk kona varð fyrir alvarlegu ofbeldisbroti í Tyrklandi eftir að brotist var inn á hótelherbergi hennar þegar hún dvaldi þar í landi árið 2014. Í mörg ár ræddi hún ekki reynslu sína. Hún segir mikla brotalöm í kerfinu og safnar nú í sjóð fyrir konur sem leita réttar síns í ofbeldismálum.Eydís Eir gerði stuttmynd um upplifun sína af ofbeldi sem hún varð fyrir í Tyrklandi.Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir var í fríi í Tyrklandi þegar atvikið átti sér stað. Eftir að hafa unnið úr þessari erfiðu lífsreynslu ákvað hún að segja sögu sína í formi stuttmyndar. Eydís endaði í fangelsi fyrir að leita réttar síns þessa örlaga ríku nótt. „Mér var nauðgaðí Tyrklandi. Maður brýst inn á hótelið mitt um miðja nótt og nauðgar mér. Ég reyni að kæra og standa fast á mínum. Ég heimtaði bara rétta málsmeðferð og í raun fékk ég kæru á mig til baka fyrir skemmdarverk inni á hótelherberginu og var sett í fangelsi í kjölfarið. Ég er búin að vera nokkur ár að vinna úr þessu,“ segir hún en maðurinn var starfsmaður hótelsins og kom til átaka þeirra á milli meðþeim afleiðingum að hlutir á hótel herberginu skemmdust. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni Austin í Bandaríkjunum og hlaut mikið lof. „Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja. Ég hélt fyrst að hann myndi drepa mig og síðan að lögreglan myndi gera það. Þeir voru að fara með mig um miðja nótt, ég fór mjög mikið í taugarnar á þeim. Ég heimtaði að þeir myndu skrifa niður það sem fór okkar á milli. Ég var svo flutt brott úr landi og íslenska lögreglan tekur á móti mér. Það var bara komið fram við mig eins og glæpamann fyrir eitthvað sem ég gerði ekki,“ segir hún.Sigrún Jóhannsdóttir heldur utan um Elfusjóð.Eydís bendir á að jafn erfitt sé að leita réttar síns hér heima og ákvað því að leggja nýstofnuðum sjóði, sem kallast Elfusjóður, lið og hefja söfnun á Karolinafund. Sigrún Jóhannsdóttir, héraðsdómslögmaður, heldur utan um sjóðinn. „Þegar einstaklingur verður fyrir ofbeldi eins og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða grófu götuofbeldi þá eru afleiðingarnar alla jafna miklar og oft alvarlegar. Heimildarákvæði er í lögunum sem gerir ákveðnum hópi brotaþola kleift að sækja fullar bætur. Til þess að þau geti það þurfa þau að reiða fram nokkur hundruð þúsund krónur. Því miður eru bara fæstir í þeirri stöðu að geta gert það. Þar kemur Elfusjóður inn í til að byrja með. Til að styrkja eða lána fyrir þessu mati,“ segir Sigrún. Kynferðisofbeldi Tyrkland Viðtal Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Íslensk kona varð fyrir alvarlegu ofbeldisbroti í Tyrklandi eftir að brotist var inn á hótelherbergi hennar þegar hún dvaldi þar í landi árið 2014. Í mörg ár ræddi hún ekki reynslu sína. Hún segir mikla brotalöm í kerfinu og safnar nú í sjóð fyrir konur sem leita réttar síns í ofbeldismálum.Eydís Eir gerði stuttmynd um upplifun sína af ofbeldi sem hún varð fyrir í Tyrklandi.Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir var í fríi í Tyrklandi þegar atvikið átti sér stað. Eftir að hafa unnið úr þessari erfiðu lífsreynslu ákvað hún að segja sögu sína í formi stuttmyndar. Eydís endaði í fangelsi fyrir að leita réttar síns þessa örlaga ríku nótt. „Mér var nauðgaðí Tyrklandi. Maður brýst inn á hótelið mitt um miðja nótt og nauðgar mér. Ég reyni að kæra og standa fast á mínum. Ég heimtaði bara rétta málsmeðferð og í raun fékk ég kæru á mig til baka fyrir skemmdarverk inni á hótelherberginu og var sett í fangelsi í kjölfarið. Ég er búin að vera nokkur ár að vinna úr þessu,“ segir hún en maðurinn var starfsmaður hótelsins og kom til átaka þeirra á milli meðþeim afleiðingum að hlutir á hótel herberginu skemmdust. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni Austin í Bandaríkjunum og hlaut mikið lof. „Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja. Ég hélt fyrst að hann myndi drepa mig og síðan að lögreglan myndi gera það. Þeir voru að fara með mig um miðja nótt, ég fór mjög mikið í taugarnar á þeim. Ég heimtaði að þeir myndu skrifa niður það sem fór okkar á milli. Ég var svo flutt brott úr landi og íslenska lögreglan tekur á móti mér. Það var bara komið fram við mig eins og glæpamann fyrir eitthvað sem ég gerði ekki,“ segir hún.Sigrún Jóhannsdóttir heldur utan um Elfusjóð.Eydís bendir á að jafn erfitt sé að leita réttar síns hér heima og ákvað því að leggja nýstofnuðum sjóði, sem kallast Elfusjóður, lið og hefja söfnun á Karolinafund. Sigrún Jóhannsdóttir, héraðsdómslögmaður, heldur utan um sjóðinn. „Þegar einstaklingur verður fyrir ofbeldi eins og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða grófu götuofbeldi þá eru afleiðingarnar alla jafna miklar og oft alvarlegar. Heimildarákvæði er í lögunum sem gerir ákveðnum hópi brotaþola kleift að sækja fullar bætur. Til þess að þau geti það þurfa þau að reiða fram nokkur hundruð þúsund krónur. Því miður eru bara fæstir í þeirri stöðu að geta gert það. Þar kemur Elfusjóður inn í til að byrja með. Til að styrkja eða lána fyrir þessu mati,“ segir Sigrún.
Kynferðisofbeldi Tyrkland Viðtal Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira