Fiskikóngurinn telur sig hafa fengið nál í melónu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2018 11:57 Kristján Berg Ásgeirsson, Fiskikóngurinn, sést hér haldandi á skötu - en umrædd melóna var einmitt keypt á Þorláksmessu. Fréttablaðið/stefán Kristján Berg Ásgeirsson segist hafa brugðið þegar hann fann það sem hann telur vera nál í melónu sem hann snæddi í gærkvöldi. Nálar hafa fundist í ávöxtum víða um heim en Matvælastofnun kannast ekki við sambærilegt mál á Íslandi. „Við vorum að fá okkur ferska ávexti í gærkvöldi, fengum okkur melónu og þegar við skárum hana í sneiðar sáum við brúnan blett. Við skárum betur og fórum beint í nál,“ segir Kristján Berg, sem margir þekkja betur sem Fiskikónginn. Melónuna keypti hann í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu. Kristján segir að nálin hafi verið djúpt inni í ávextinum og ryðið umhverfis nálina bendi til að hún hafi dvalið lengi í aldinkjötinu. Hann veltir fyrir sér hvort þessi fundur sé sambærilegur þeim sem fluttir hafa verið fregnir af víða um heim. Vísar Kristján þar til frétta sem bárust frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi í haust um að óprútnir aðilar hefðu laumað nálum í jarðaber. Fyrr í þessum mánuði bárust síðan sambærilegar fréttir frá Noregi en þar hafði einhver stungið nál inn í banana. Kristján segist fyrst hafa haldið að um einhvers konar verðmerkingu væri að ræða inni í melónunni. „En ég vinn í verslun og maður er aldrei að hefta neitt í matvæli. Ég efast um að fólk sem er að verðmerkja matvæli, sérstaklega á Íslandi, séu eitthvað að stinga þeim í vöruna,“ segir Kristján. Hann útilokar þó ekki að um eitthvað annað en nál kunni að vera að ræða. „En mér brá svolítið út af umræðunni undanfarið - að sjá þetta svona í matvælum hjá mér. Mér bara brá svolítið, ég verð að viðurkenna það,“ segir fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson.Nálar sjaldséðar í matvælum Herdís Guðjónsdóttir, sem hefur eftirlit með matvælainnflutningi hjá Matvælastofnun, segir í samtali við fréttastofu að MAST hafi ekki áður borist tilkynningar um nálar í ávöxtum hér á landi. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að koma algjörlega í veg fyrir að að nálum sé stungið í matvæli segir Herdís að Matvælastofnun sé aðili að samevrópusku viðvörunarkerfi sem sendir út tilkynningar þegar slík mál komi upp í Evrópu - og MAST sé því vel vakandi. Hún gerir ráð fyrir því að heilbrigðiseftirlitið muni setja sig í samband við Kristján eftir hátíðirnar til að varpa betra ljósi á aðskotahlutinn, sem sjá má í færslu Kristjáns hér að neðan. Matur Tengdar fréttir Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19 Nálar í berjum á Nýja-Sjálandi Umrædd jarðarber voru innflutt frá Ástralíu. 24. september 2018 07:30 Illgirni knúði hana til að fela nálarnar í berjunum Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson segist hafa brugðið þegar hann fann það sem hann telur vera nál í melónu sem hann snæddi í gærkvöldi. Nálar hafa fundist í ávöxtum víða um heim en Matvælastofnun kannast ekki við sambærilegt mál á Íslandi. „Við vorum að fá okkur ferska ávexti í gærkvöldi, fengum okkur melónu og þegar við skárum hana í sneiðar sáum við brúnan blett. Við skárum betur og fórum beint í nál,“ segir Kristján Berg, sem margir þekkja betur sem Fiskikónginn. Melónuna keypti hann í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu. Kristján segir að nálin hafi verið djúpt inni í ávextinum og ryðið umhverfis nálina bendi til að hún hafi dvalið lengi í aldinkjötinu. Hann veltir fyrir sér hvort þessi fundur sé sambærilegur þeim sem fluttir hafa verið fregnir af víða um heim. Vísar Kristján þar til frétta sem bárust frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi í haust um að óprútnir aðilar hefðu laumað nálum í jarðaber. Fyrr í þessum mánuði bárust síðan sambærilegar fréttir frá Noregi en þar hafði einhver stungið nál inn í banana. Kristján segist fyrst hafa haldið að um einhvers konar verðmerkingu væri að ræða inni í melónunni. „En ég vinn í verslun og maður er aldrei að hefta neitt í matvæli. Ég efast um að fólk sem er að verðmerkja matvæli, sérstaklega á Íslandi, séu eitthvað að stinga þeim í vöruna,“ segir Kristján. Hann útilokar þó ekki að um eitthvað annað en nál kunni að vera að ræða. „En mér brá svolítið út af umræðunni undanfarið - að sjá þetta svona í matvælum hjá mér. Mér bara brá svolítið, ég verð að viðurkenna það,“ segir fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson.Nálar sjaldséðar í matvælum Herdís Guðjónsdóttir, sem hefur eftirlit með matvælainnflutningi hjá Matvælastofnun, segir í samtali við fréttastofu að MAST hafi ekki áður borist tilkynningar um nálar í ávöxtum hér á landi. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að koma algjörlega í veg fyrir að að nálum sé stungið í matvæli segir Herdís að Matvælastofnun sé aðili að samevrópusku viðvörunarkerfi sem sendir út tilkynningar þegar slík mál komi upp í Evrópu - og MAST sé því vel vakandi. Hún gerir ráð fyrir því að heilbrigðiseftirlitið muni setja sig í samband við Kristján eftir hátíðirnar til að varpa betra ljósi á aðskotahlutinn, sem sjá má í færslu Kristjáns hér að neðan.
Matur Tengdar fréttir Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19 Nálar í berjum á Nýja-Sjálandi Umrædd jarðarber voru innflutt frá Ástralíu. 24. september 2018 07:30 Illgirni knúði hana til að fela nálarnar í berjunum Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19
Illgirni knúði hana til að fela nálarnar í berjunum Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. 12. nóvember 2018 09:00