Fiskikóngurinn telur sig hafa fengið nál í melónu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2018 11:57 Kristján Berg Ásgeirsson, Fiskikóngurinn, sést hér haldandi á skötu - en umrædd melóna var einmitt keypt á Þorláksmessu. Fréttablaðið/stefán Kristján Berg Ásgeirsson segist hafa brugðið þegar hann fann það sem hann telur vera nál í melónu sem hann snæddi í gærkvöldi. Nálar hafa fundist í ávöxtum víða um heim en Matvælastofnun kannast ekki við sambærilegt mál á Íslandi. „Við vorum að fá okkur ferska ávexti í gærkvöldi, fengum okkur melónu og þegar við skárum hana í sneiðar sáum við brúnan blett. Við skárum betur og fórum beint í nál,“ segir Kristján Berg, sem margir þekkja betur sem Fiskikónginn. Melónuna keypti hann í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu. Kristján segir að nálin hafi verið djúpt inni í ávextinum og ryðið umhverfis nálina bendi til að hún hafi dvalið lengi í aldinkjötinu. Hann veltir fyrir sér hvort þessi fundur sé sambærilegur þeim sem fluttir hafa verið fregnir af víða um heim. Vísar Kristján þar til frétta sem bárust frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi í haust um að óprútnir aðilar hefðu laumað nálum í jarðaber. Fyrr í þessum mánuði bárust síðan sambærilegar fréttir frá Noregi en þar hafði einhver stungið nál inn í banana. Kristján segist fyrst hafa haldið að um einhvers konar verðmerkingu væri að ræða inni í melónunni. „En ég vinn í verslun og maður er aldrei að hefta neitt í matvæli. Ég efast um að fólk sem er að verðmerkja matvæli, sérstaklega á Íslandi, séu eitthvað að stinga þeim í vöruna,“ segir Kristján. Hann útilokar þó ekki að um eitthvað annað en nál kunni að vera að ræða. „En mér brá svolítið út af umræðunni undanfarið - að sjá þetta svona í matvælum hjá mér. Mér bara brá svolítið, ég verð að viðurkenna það,“ segir fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson.Nálar sjaldséðar í matvælum Herdís Guðjónsdóttir, sem hefur eftirlit með matvælainnflutningi hjá Matvælastofnun, segir í samtali við fréttastofu að MAST hafi ekki áður borist tilkynningar um nálar í ávöxtum hér á landi. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að koma algjörlega í veg fyrir að að nálum sé stungið í matvæli segir Herdís að Matvælastofnun sé aðili að samevrópusku viðvörunarkerfi sem sendir út tilkynningar þegar slík mál komi upp í Evrópu - og MAST sé því vel vakandi. Hún gerir ráð fyrir því að heilbrigðiseftirlitið muni setja sig í samband við Kristján eftir hátíðirnar til að varpa betra ljósi á aðskotahlutinn, sem sjá má í færslu Kristjáns hér að neðan. Matur Tengdar fréttir Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19 Nálar í berjum á Nýja-Sjálandi Umrædd jarðarber voru innflutt frá Ástralíu. 24. september 2018 07:30 Illgirni knúði hana til að fela nálarnar í berjunum Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson segist hafa brugðið þegar hann fann það sem hann telur vera nál í melónu sem hann snæddi í gærkvöldi. Nálar hafa fundist í ávöxtum víða um heim en Matvælastofnun kannast ekki við sambærilegt mál á Íslandi. „Við vorum að fá okkur ferska ávexti í gærkvöldi, fengum okkur melónu og þegar við skárum hana í sneiðar sáum við brúnan blett. Við skárum betur og fórum beint í nál,“ segir Kristján Berg, sem margir þekkja betur sem Fiskikónginn. Melónuna keypti hann í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu. Kristján segir að nálin hafi verið djúpt inni í ávextinum og ryðið umhverfis nálina bendi til að hún hafi dvalið lengi í aldinkjötinu. Hann veltir fyrir sér hvort þessi fundur sé sambærilegur þeim sem fluttir hafa verið fregnir af víða um heim. Vísar Kristján þar til frétta sem bárust frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi í haust um að óprútnir aðilar hefðu laumað nálum í jarðaber. Fyrr í þessum mánuði bárust síðan sambærilegar fréttir frá Noregi en þar hafði einhver stungið nál inn í banana. Kristján segist fyrst hafa haldið að um einhvers konar verðmerkingu væri að ræða inni í melónunni. „En ég vinn í verslun og maður er aldrei að hefta neitt í matvæli. Ég efast um að fólk sem er að verðmerkja matvæli, sérstaklega á Íslandi, séu eitthvað að stinga þeim í vöruna,“ segir Kristján. Hann útilokar þó ekki að um eitthvað annað en nál kunni að vera að ræða. „En mér brá svolítið út af umræðunni undanfarið - að sjá þetta svona í matvælum hjá mér. Mér bara brá svolítið, ég verð að viðurkenna það,“ segir fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson.Nálar sjaldséðar í matvælum Herdís Guðjónsdóttir, sem hefur eftirlit með matvælainnflutningi hjá Matvælastofnun, segir í samtali við fréttastofu að MAST hafi ekki áður borist tilkynningar um nálar í ávöxtum hér á landi. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að koma algjörlega í veg fyrir að að nálum sé stungið í matvæli segir Herdís að Matvælastofnun sé aðili að samevrópusku viðvörunarkerfi sem sendir út tilkynningar þegar slík mál komi upp í Evrópu - og MAST sé því vel vakandi. Hún gerir ráð fyrir því að heilbrigðiseftirlitið muni setja sig í samband við Kristján eftir hátíðirnar til að varpa betra ljósi á aðskotahlutinn, sem sjá má í færslu Kristjáns hér að neðan.
Matur Tengdar fréttir Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19 Nálar í berjum á Nýja-Sjálandi Umrædd jarðarber voru innflutt frá Ástralíu. 24. september 2018 07:30 Illgirni knúði hana til að fela nálarnar í berjunum Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19
Illgirni knúði hana til að fela nálarnar í berjunum Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. 12. nóvember 2018 09:00