Ferlið hjá sáttasemjara hafið Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. desember 2018 07:00 Frá sáttafundinum í gær. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari situr við enda borðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Þetta var fyrsti fundur. Við lögðum fram öll gögn sem voru nokkur hundruð blaðsíður af efni sem við höfum farið yfir með samninganefndum VR og Starfsgreinasambandsins. Þarna eru ítarlegar greiningar og tillögur að því hvernig hægt er að greiða úr stöðunni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti sáttafundur í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að það hefði nú ekki gerst mikið á fundinum. „Af okkar hálfu fórum við yfir stutta greinargerð sem við skiluðum inn til ríkissáttasemjara og það hvernig viðræður hefðu gengið og hvers vegna við hefðum talið rétt að vísa. Ég upplifi það mjög sterkt að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa en ég er líka mjög ánægð með að vera þarna með félögum mínum úr Verkalýðsfélagi Akraness og VR,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir að Samtök atvinnulífsins hefðu kosið að vísa deilunni ekki til ríkissáttasemjara. „Lögin eru hins vegar þannig að það er nóg að annar aðilinn ákveði að vísa. Ég hefði viljað halda þessu áfram í sama farvegi og áður enda fannst mér gangurinn vera ágætur.“ Hann leggur áherslu á að samhliða þessum sáttaviðræðum séu SA á fleygiferð í samningaviðræðum við þau félög SGS sem ekki hafa vísað og iðnaðarmannasamfélagið. „Við munum funda mjög oft með þeim á fyrstu dögum nýs árs. Það er mikið kapp og áhersla lögð á þá samningafundi.“ Þá séu fyrir utan aðalsamningaborðið ýmsir sérhópar sem hittist og ræði ýmis smærri málefni. „Við reyndum að koma þeirri skoðun okkar áleiðis að við teldum mikilvægt að stjórnvöld kæmu með einhver svör um þeirra innlegg jafnvel þótt við gerum okkur auðvitað fulla grein fyrir því að slíkar viðræður fara ekki fram við þetta borð. Við vildum engu að síður koma því að,“ segir Sólveig Anna. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 9. janúar. „Þar munum við fara yfir okkar kröfugerðir og útskýra þær. SA mun að sama skapi fara yfir sína sýn á málin og sín gögn. Við höldum bara okkar vinnu áfram,“ segir Sólveig Anna. Hún tekur fram að þeir undirhópar sem verið hafa að störfum innan Starfsgreinasambandsins starfi áfram. „Við munum taka áfram þátt í því starfi ásamt félögum okkar í SGS þannig að sú vinna mun halda markvisst áfram. Ég er mjög ánægð með það vegna þess að það hefur gengið mjög vel í mörgum hópum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
„Þetta var fyrsti fundur. Við lögðum fram öll gögn sem voru nokkur hundruð blaðsíður af efni sem við höfum farið yfir með samninganefndum VR og Starfsgreinasambandsins. Þarna eru ítarlegar greiningar og tillögur að því hvernig hægt er að greiða úr stöðunni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti sáttafundur í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að það hefði nú ekki gerst mikið á fundinum. „Af okkar hálfu fórum við yfir stutta greinargerð sem við skiluðum inn til ríkissáttasemjara og það hvernig viðræður hefðu gengið og hvers vegna við hefðum talið rétt að vísa. Ég upplifi það mjög sterkt að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa en ég er líka mjög ánægð með að vera þarna með félögum mínum úr Verkalýðsfélagi Akraness og VR,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir að Samtök atvinnulífsins hefðu kosið að vísa deilunni ekki til ríkissáttasemjara. „Lögin eru hins vegar þannig að það er nóg að annar aðilinn ákveði að vísa. Ég hefði viljað halda þessu áfram í sama farvegi og áður enda fannst mér gangurinn vera ágætur.“ Hann leggur áherslu á að samhliða þessum sáttaviðræðum séu SA á fleygiferð í samningaviðræðum við þau félög SGS sem ekki hafa vísað og iðnaðarmannasamfélagið. „Við munum funda mjög oft með þeim á fyrstu dögum nýs árs. Það er mikið kapp og áhersla lögð á þá samningafundi.“ Þá séu fyrir utan aðalsamningaborðið ýmsir sérhópar sem hittist og ræði ýmis smærri málefni. „Við reyndum að koma þeirri skoðun okkar áleiðis að við teldum mikilvægt að stjórnvöld kæmu með einhver svör um þeirra innlegg jafnvel þótt við gerum okkur auðvitað fulla grein fyrir því að slíkar viðræður fara ekki fram við þetta borð. Við vildum engu að síður koma því að,“ segir Sólveig Anna. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 9. janúar. „Þar munum við fara yfir okkar kröfugerðir og útskýra þær. SA mun að sama skapi fara yfir sína sýn á málin og sín gögn. Við höldum bara okkar vinnu áfram,“ segir Sólveig Anna. Hún tekur fram að þeir undirhópar sem verið hafa að störfum innan Starfsgreinasambandsins starfi áfram. „Við munum taka áfram þátt í því starfi ásamt félögum okkar í SGS þannig að sú vinna mun halda markvisst áfram. Ég er mjög ánægð með það vegna þess að það hefur gengið mjög vel í mörgum hópum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira