Netdónarnir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. desember 2018 07:45 Það er hluti af mannlegu eðli, og bæði skiljanlegt og eðlilegt, að vilja njóta viðurkenningar annarra. Mun verra er þegar einstaklingar leggja slíkt ofurkapp á að fá viðurkenningu að þeir vakta það vandlega hvort einhver sé ekki örugglega að hrósa þeim. Þannig eru margir líklegir til að telja lækin sem þeir fá Facebook og álíta um leið fjölda þeirra ótvírætt merki um það hvort þeir séu á réttri leið eða ekki. Komi lækin ekki fyllist viðkomandi einstaklingur óöryggi og kvíða. Hann er orðinn svo vanur því að endurspegla sig í viðbrögðum annarra að hann þarf stöðugt utanaðkomandi staðfestingu á ágæti þess sem hann tekur sér fyrir hendur. Aðrir eru farnir að stjórna tilfinningalífi hans í of miklum mæli. Það er ekki sérlega góð leið til að lifa lífinu. Einstaklingur sem lætur álit annarra stjórna gjörðum sínum er því miður sérlega viðkvæmur fyrir gagnrýni sem brýtur niður sjálfsmynd hans. Einmitt það kunna ýmsir að vilja nýta sér – og þá sérstaklega netdónarnir. Í hinu daglega lífi gilda ákveðnar kurteisisreglur og sá sem brýtur þær hefur gerst sekur um dónaskap og hefur yfirleitt vit á því að sjá að sér og biðjast afsökunar. Það er ekki sami hemill í netheimum, þar sem næsta sjálfsagt þykir að dónar vaði uppi. Þetta eru einstaklingar sem eiga afar erfitt með að hrósa eða sýna jákvæðni. Þeir virðast beinlínis njóta þess að spúa út úr sér athugasemdum sem er ætlað að meiða og særa aðra. Orð þeirra segja vitanlega allt um þá sjálfa og opinbera mjög greinilega að þeir eru fastir í neikvæðni, reiði og biturð. Það er ekki bara líkt og þeir sjái aldrei til sólar, þeir virðast hreinlega ekki kæra sig um að hleypa sólargeislum inn í líf sitt. Tilgangur þeirra með því að fara á netið og gera athugasemdir við hin ýmsu skrif þar virðist aðallega sá að gera öðrum lífið leitt. Einstaklingar með sæmilega sterka sjálfsmynd vita nákvæmlega hvers konar skrif eru þarna á ferð og láta sig þau litlu skipta og taka þau ekki inn á sig. Því miður eru samt alltaf einhverjir sem taka mark á sóðaathugasemdum og verða miður sín þegar þeir lesa um sjálfa sig ófögur orð. Stöðugt er hamrað á því að hinir fullorðnu eigi að vera góðar fyrirmyndir, en þeir geta ekki orðið það nema þeir hegði sér sómasamlega og sýni yfirvegun. Æska landsins elst upp við það að nánast hvað sem er telst gjaldgengt á netinu. Afleiðingin er sú að afar sorgleg dæmi eru um að ungmenni leggi skólafélaga í einelti á netinu, skrifi um þá alls kyns níð og geri lítið úr þeim. Á þann hátt er sérlega auðvelt að brjóta niður viðkvæmar sálir. Ef þeir sem fara fram með dónaskap og ruddahætti á netinu létu út úr sér slíkt orðbragð þegar þeir stæðu frammi fyrir öðrum þá yrði brugðist hart við. Viðkomandi væri gert ljóst að framferði hans yrði engan veginn liðið. En þegar kemur að netinu fá dónarnir að hamast óáreittir og spúa eitri í allar áttir. Það þarf að ræða um ruddaskapinn á netinu, um hann á ekki að ríkja þögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hluti af mannlegu eðli, og bæði skiljanlegt og eðlilegt, að vilja njóta viðurkenningar annarra. Mun verra er þegar einstaklingar leggja slíkt ofurkapp á að fá viðurkenningu að þeir vakta það vandlega hvort einhver sé ekki örugglega að hrósa þeim. Þannig eru margir líklegir til að telja lækin sem þeir fá Facebook og álíta um leið fjölda þeirra ótvírætt merki um það hvort þeir séu á réttri leið eða ekki. Komi lækin ekki fyllist viðkomandi einstaklingur óöryggi og kvíða. Hann er orðinn svo vanur því að endurspegla sig í viðbrögðum annarra að hann þarf stöðugt utanaðkomandi staðfestingu á ágæti þess sem hann tekur sér fyrir hendur. Aðrir eru farnir að stjórna tilfinningalífi hans í of miklum mæli. Það er ekki sérlega góð leið til að lifa lífinu. Einstaklingur sem lætur álit annarra stjórna gjörðum sínum er því miður sérlega viðkvæmur fyrir gagnrýni sem brýtur niður sjálfsmynd hans. Einmitt það kunna ýmsir að vilja nýta sér – og þá sérstaklega netdónarnir. Í hinu daglega lífi gilda ákveðnar kurteisisreglur og sá sem brýtur þær hefur gerst sekur um dónaskap og hefur yfirleitt vit á því að sjá að sér og biðjast afsökunar. Það er ekki sami hemill í netheimum, þar sem næsta sjálfsagt þykir að dónar vaði uppi. Þetta eru einstaklingar sem eiga afar erfitt með að hrósa eða sýna jákvæðni. Þeir virðast beinlínis njóta þess að spúa út úr sér athugasemdum sem er ætlað að meiða og særa aðra. Orð þeirra segja vitanlega allt um þá sjálfa og opinbera mjög greinilega að þeir eru fastir í neikvæðni, reiði og biturð. Það er ekki bara líkt og þeir sjái aldrei til sólar, þeir virðast hreinlega ekki kæra sig um að hleypa sólargeislum inn í líf sitt. Tilgangur þeirra með því að fara á netið og gera athugasemdir við hin ýmsu skrif þar virðist aðallega sá að gera öðrum lífið leitt. Einstaklingar með sæmilega sterka sjálfsmynd vita nákvæmlega hvers konar skrif eru þarna á ferð og láta sig þau litlu skipta og taka þau ekki inn á sig. Því miður eru samt alltaf einhverjir sem taka mark á sóðaathugasemdum og verða miður sín þegar þeir lesa um sjálfa sig ófögur orð. Stöðugt er hamrað á því að hinir fullorðnu eigi að vera góðar fyrirmyndir, en þeir geta ekki orðið það nema þeir hegði sér sómasamlega og sýni yfirvegun. Æska landsins elst upp við það að nánast hvað sem er telst gjaldgengt á netinu. Afleiðingin er sú að afar sorgleg dæmi eru um að ungmenni leggi skólafélaga í einelti á netinu, skrifi um þá alls kyns níð og geri lítið úr þeim. Á þann hátt er sérlega auðvelt að brjóta niður viðkvæmar sálir. Ef þeir sem fara fram með dónaskap og ruddahætti á netinu létu út úr sér slíkt orðbragð þegar þeir stæðu frammi fyrir öðrum þá yrði brugðist hart við. Viðkomandi væri gert ljóst að framferði hans yrði engan veginn liðið. En þegar kemur að netinu fá dónarnir að hamast óáreittir og spúa eitri í allar áttir. Það þarf að ræða um ruddaskapinn á netinu, um hann á ekki að ríkja þögn.
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun