Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð fiskeldis á Vestfjörðum Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2018 12:56 Frá laxeldi á Patreksfirði. vísir/einar Um 46 prósent landsmanna eru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en rétt tæp 30 prósent eru neikvæðir. Um 24 prósent eru hvorki jákvæðir né neikvæðir. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar sem Gallup gerði fyrir Vestfjarðastofu í nóvember 2018. Mikill styr hefur verið um fiskeldi á Vestfjörðum síðustu mánuði. Ríkisstjórnin ákvað í október að veita fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tuttugu mánaða. Áður hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt úr gildi starfsleyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði.Mestur stuðningur á Suðurlandi Mestur stuðningur við fiskeldi í sjó á Vestfjörðum var í Suðurkjördæmi þar sem rúmlega 62% voru jákvæðir en 20% neikvæðir. Minnstur stuðningur við fiskeldi í sjó reyndist meðal svarenda í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem tæplega 32% voru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en 38% voru neikvæðir,“ segir í tilkynningunni frá Vestfjarðastofu. Spurt var „Ertu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum?“ og tæplega 89 prósent þátttakenda tók afstöðu til spurningarinnar. Um var að ræða netkönnun þar sem haft var samband við 1.415 manns 18 ára og eldri af öllu landinu handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 822 og var þátttökuhlutfall 58,1 prósent.Vondir vegir koma fyrst upp í hugann Í könnuninni var einnig spurt um gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum þar sem liðlega 89 prósent aðspurðra töldu gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum almennt góð. Innan við eitt prósent telur þau slæm og um 10 prósent segja vestfirsk mætvæli hvorki góð né slæm. „Í könnun Gallup voru svarendur beðnir að nefna þrjú atriði sem þeim koma fyrst í hug þegar þeir heyra minnst á Vestfirði. Flestir nefndu erfiðar samgöngur eða vonda vegi en næst oftast kom Ísafjörður upp í hugann, í þriðja sæti var náttúrufegurð og í fjórða sæti fegurð. Vestfirsk fjöll voru í fimmta sæti, sjávarútvegur í því sjötta og laxeldi í sjöunda. Spurt var „Nefndu þrjú atriði sem þér dettur fyrst í hug þegar þú heyrir minnst á Vestfirði“ og tæplega 88% nefndu allavega eitt atriði,“ segir í tilkynningunni. Fiskeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30 Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Um 46 prósent landsmanna eru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en rétt tæp 30 prósent eru neikvæðir. Um 24 prósent eru hvorki jákvæðir né neikvæðir. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar sem Gallup gerði fyrir Vestfjarðastofu í nóvember 2018. Mikill styr hefur verið um fiskeldi á Vestfjörðum síðustu mánuði. Ríkisstjórnin ákvað í október að veita fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tuttugu mánaða. Áður hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt úr gildi starfsleyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði.Mestur stuðningur á Suðurlandi Mestur stuðningur við fiskeldi í sjó á Vestfjörðum var í Suðurkjördæmi þar sem rúmlega 62% voru jákvæðir en 20% neikvæðir. Minnstur stuðningur við fiskeldi í sjó reyndist meðal svarenda í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem tæplega 32% voru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en 38% voru neikvæðir,“ segir í tilkynningunni frá Vestfjarðastofu. Spurt var „Ertu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum?“ og tæplega 89 prósent þátttakenda tók afstöðu til spurningarinnar. Um var að ræða netkönnun þar sem haft var samband við 1.415 manns 18 ára og eldri af öllu landinu handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 822 og var þátttökuhlutfall 58,1 prósent.Vondir vegir koma fyrst upp í hugann Í könnuninni var einnig spurt um gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum þar sem liðlega 89 prósent aðspurðra töldu gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum almennt góð. Innan við eitt prósent telur þau slæm og um 10 prósent segja vestfirsk mætvæli hvorki góð né slæm. „Í könnun Gallup voru svarendur beðnir að nefna þrjú atriði sem þeim koma fyrst í hug þegar þeir heyra minnst á Vestfirði. Flestir nefndu erfiðar samgöngur eða vonda vegi en næst oftast kom Ísafjörður upp í hugann, í þriðja sæti var náttúrufegurð og í fjórða sæti fegurð. Vestfirsk fjöll voru í fimmta sæti, sjávarútvegur í því sjötta og laxeldi í sjöunda. Spurt var „Nefndu þrjú atriði sem þér dettur fyrst í hug þegar þú heyrir minnst á Vestfirði“ og tæplega 88% nefndu allavega eitt atriði,“ segir í tilkynningunni.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30 Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30
Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30