Neyðast til að hafna sjálfboðaliðum ár eftir ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. desember 2018 09:00 Ingvi Kristinn ræddi við fréttamann Stöðvar 2 á aðfangadag þegar undirbúningur var í fullum gangi. Vísir Hjálpræðisherinn glímir við það lúxusvandamál ár hvert að færri sjálfboðaliðar komast að en vilja í jólagleði á aðfangadag. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins, segist þurfa að afþakka aðstoð fjölmargra sem vilja aðstoða við veisluhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þetta eru örugglega einhverjir tugir,“ segir Ingvi Kristinn. Blaðamaður þekkir til karlmanns um fertugt sem var barnlaus um jólin, foreldrarnir í útlöndum og jólin í ákveðnu uppnámi. Hann ákvað viku fyrir jól að bjóða fram krafta sína hjá Hjálpræðishernum og kom í opna skjöldu þegar þeir kraftar voru afþakkaðir. Ingvi Kristinn útskýrir að fólk hafi samband alveg fram á aðfangadag að bjóða fram aðstoð sína. Hjálpræðisherinn hafi undanfarin ár búið svo vel að sjálfboðaliðum, sumum sem koma ár eftir ár, að umframboð hefur verið af fólki til að aðstoða þá sem þiggja jólamatinn.Linda Sjöfn Jónsdóttir er meðal þeirra sem vinnur sjálfboðaliðastarf fyrir Hjálpræðisherinn.„Án þessa flotta fólks gætum við ekki gert þetta,“ segir Ingvi. Einn hafi hringt á aðfangadag og boðist til að greiða leigubílakostnað gesta. „Það boð kom bara aðeins of seint. Við vorum ekki með heimilisföng hjá fólkinu til að geta sótt það,“ segir Ingvi Kristinn. Sú aðstoð verði svo sannarlega þegin bjóðist hún að ári. Fjórða árið í röð var hátíðarkvöldverður í Ráðhúsi Reykjavíkur. 260 skráðu sig og 220-230 mættu.Söfnunarbaukar Hjálpræðishersins.„Það kemur alltaf aðeins færra fólk fyrir utan fyrir þremur árum þegar var algjör sprenging og það mættu 300 manns. En það reddaðist samt,“ segir Ingvi Kristinn. Hann er heilt yfir ánægður með hvernig til tókst. „Fyrir utan að eftirrétturinn skemmdist í frystinum, það var mjög sorglegt. Frystirinn bara hætti að frysta svo ísinn var ónýtur þegar átti að sækja hann til að bera fram.“ Gestirnir hafi þó tekið því af ró enda vant því að hlutirnir gangi ekki alltaf upp. „Þetta fólk kann betur að taka á móti því en við hin sem erum vön að fá allt upp í hendurnar.“ Allir hafi gengið út í aðfangadagskvöld með jólagjafir og gleði í hjarta. Hjálparstarf Jól Tengdar fréttir Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Hjálpræðisherinn glímir við það lúxusvandamál ár hvert að færri sjálfboðaliðar komast að en vilja í jólagleði á aðfangadag. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins, segist þurfa að afþakka aðstoð fjölmargra sem vilja aðstoða við veisluhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þetta eru örugglega einhverjir tugir,“ segir Ingvi Kristinn. Blaðamaður þekkir til karlmanns um fertugt sem var barnlaus um jólin, foreldrarnir í útlöndum og jólin í ákveðnu uppnámi. Hann ákvað viku fyrir jól að bjóða fram krafta sína hjá Hjálpræðishernum og kom í opna skjöldu þegar þeir kraftar voru afþakkaðir. Ingvi Kristinn útskýrir að fólk hafi samband alveg fram á aðfangadag að bjóða fram aðstoð sína. Hjálpræðisherinn hafi undanfarin ár búið svo vel að sjálfboðaliðum, sumum sem koma ár eftir ár, að umframboð hefur verið af fólki til að aðstoða þá sem þiggja jólamatinn.Linda Sjöfn Jónsdóttir er meðal þeirra sem vinnur sjálfboðaliðastarf fyrir Hjálpræðisherinn.„Án þessa flotta fólks gætum við ekki gert þetta,“ segir Ingvi. Einn hafi hringt á aðfangadag og boðist til að greiða leigubílakostnað gesta. „Það boð kom bara aðeins of seint. Við vorum ekki með heimilisföng hjá fólkinu til að geta sótt það,“ segir Ingvi Kristinn. Sú aðstoð verði svo sannarlega þegin bjóðist hún að ári. Fjórða árið í röð var hátíðarkvöldverður í Ráðhúsi Reykjavíkur. 260 skráðu sig og 220-230 mættu.Söfnunarbaukar Hjálpræðishersins.„Það kemur alltaf aðeins færra fólk fyrir utan fyrir þremur árum þegar var algjör sprenging og það mættu 300 manns. En það reddaðist samt,“ segir Ingvi Kristinn. Hann er heilt yfir ánægður með hvernig til tókst. „Fyrir utan að eftirrétturinn skemmdist í frystinum, það var mjög sorglegt. Frystirinn bara hætti að frysta svo ísinn var ónýtur þegar átti að sækja hann til að bera fram.“ Gestirnir hafi þó tekið því af ró enda vant því að hlutirnir gangi ekki alltaf upp. „Þetta fólk kann betur að taka á móti því en við hin sem erum vön að fá allt upp í hendurnar.“ Allir hafi gengið út í aðfangadagskvöld með jólagjafir og gleði í hjarta.
Hjálparstarf Jól Tengdar fréttir Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15