Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2018 08:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Eyþór Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) gera kröfu um að samningar félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) muni gilda afturvirkt til þess dags er núverandi samningar renna sitt skeið. Stéttarfélögin þrjú klufu sig nýverið út úr samfloti með Starfsgreinasambandinu (SGS) og vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur þrætuaðila verður á morgun. „Fundurinn er hugsaður til gagnaöflunar þar sem sáttasemjari mun kalla eftir kröfugerðum okkar og þeirra. Ég vænti ekki stórra tíðinda af þessum fundi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Vilhjálmur segir þó að félögin muni reyna að knýja SA til að svara grundvallarspurningum er lúta að kröfugerð félaganna. „Í gegnum tíðina hefur það gerst að samningar hafa kannski ekki náðst fyrr en fjórum eða fimm mánuðum eftir að forveri þeirra rennur út. Dragist viðræður í mánuð þýðir það að launafólk verður af allt að fjórum milljörðum,“ segir Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkAð sögn Vilhjálms er það „ófrávíkjanleg krafa“ félaganna þriggja að samningarnir verði afturvirkir til 1. janúar á næsta ári. Fordæmi séu fyrir því meðal starfsmanna ríkisins að kjör hafi verið leiðrétt afturvirkt en því hafi ekki verið til að dreifa á almennum markaði. „Samkomulag um afturvirkni mun gera okkur kleift að nýta tímann vel. Verði fallist á það mun verða meira andrými til að semja. Ef ekki þá verður að hraða samningum. Afleiðingarnar geta orðið slæmar ef sátt næst ekki,“ segir Vilhjálmur. „Á fundinum munum við fara með ríkissáttasemjara yfir gögn sem við höfum áður farið yfir með félögunum þremur og SGS. Þar eru rúmlega 200 síður stútfullar af tillögum og greiningum frá SA. Nú hefst þetta formlega ferli en samtímis höldum við áfram að semja við önnur félög sem ekki hafa vísað málinu til sáttasemjara. Gangurinn í þeirri vinnu er mjög góður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir skrif Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra vera öfgafull níðskrif. 23. desember 2018 16:41 Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. 21. desember 2018 18:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) gera kröfu um að samningar félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) muni gilda afturvirkt til þess dags er núverandi samningar renna sitt skeið. Stéttarfélögin þrjú klufu sig nýverið út úr samfloti með Starfsgreinasambandinu (SGS) og vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur þrætuaðila verður á morgun. „Fundurinn er hugsaður til gagnaöflunar þar sem sáttasemjari mun kalla eftir kröfugerðum okkar og þeirra. Ég vænti ekki stórra tíðinda af þessum fundi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Vilhjálmur segir þó að félögin muni reyna að knýja SA til að svara grundvallarspurningum er lúta að kröfugerð félaganna. „Í gegnum tíðina hefur það gerst að samningar hafa kannski ekki náðst fyrr en fjórum eða fimm mánuðum eftir að forveri þeirra rennur út. Dragist viðræður í mánuð þýðir það að launafólk verður af allt að fjórum milljörðum,“ segir Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkAð sögn Vilhjálms er það „ófrávíkjanleg krafa“ félaganna þriggja að samningarnir verði afturvirkir til 1. janúar á næsta ári. Fordæmi séu fyrir því meðal starfsmanna ríkisins að kjör hafi verið leiðrétt afturvirkt en því hafi ekki verið til að dreifa á almennum markaði. „Samkomulag um afturvirkni mun gera okkur kleift að nýta tímann vel. Verði fallist á það mun verða meira andrými til að semja. Ef ekki þá verður að hraða samningum. Afleiðingarnar geta orðið slæmar ef sátt næst ekki,“ segir Vilhjálmur. „Á fundinum munum við fara með ríkissáttasemjara yfir gögn sem við höfum áður farið yfir með félögunum þremur og SGS. Þar eru rúmlega 200 síður stútfullar af tillögum og greiningum frá SA. Nú hefst þetta formlega ferli en samtímis höldum við áfram að semja við önnur félög sem ekki hafa vísað málinu til sáttasemjara. Gangurinn í þeirri vinnu er mjög góður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir skrif Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra vera öfgafull níðskrif. 23. desember 2018 16:41 Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. 21. desember 2018 18:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21
Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir skrif Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra vera öfgafull níðskrif. 23. desember 2018 16:41
Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. 21. desember 2018 18:30