Háskóli Íslands varði stofnana mest í risnu Baldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2018 06:15 Háskóli Íslands gerði vel við gesti sína á árinu. Fréttablaðið/GVA Háskóli Íslands varði 26,7 milljónum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins í risnu. Þetta kemur fram í svari skólans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Á vefnum opnirreikningar.is sést að Háskóli Íslands er sú stofnun ríkisins sem eyðir mestu fé í risnu. Ef aðeins er horft á tímabilið frá apríl (þegar stofnanir fóru að birta reikninga á vefsíðunni) til október notaði Háskóli Íslands 22 milljónir króna í risnu. Utanríkisráðuneytið eyddi 10 milljónum króna og forsætisráðuneytið 4,5 milljónum. Risna er kostnaður sem stofnun eða embætti efnir til í þeim tilgangi að sýna þeim sem risnunnar nýtur gestrisni, þakklæti eða viðurkenningu. Í reglum skólans segir að til risnu teljist nauðsynlegur kostnaður í sambandi við veitingar við sérstök tilefni. Þar á meðal vegna kostnaðar við móttöku á andmælendum, erlendum gestum, fyrirlesurum, innlendum gestum og starfsmönnum háskólans. Í svari Háskóla Íslands við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að tilefni risnu geti verið misjöfn, allt frá ráðstefnum, málþingum og hátíðlegum viðburðum yfir í móttöku erlendra gesta og doktorsvarnir. „Í júní eru brautskráningar úr öllum deildum skólans auk þess sem sumarmánuðirnir eru vinsælir til ráðstefnuhalds. Þá eru sumarnámskeið fyrir erlenda nemendur í sumum deildum skólans. Rétt er að geta þess að ráðstefnur og sumarnámskeið eru oftast greidd eða styrkt af þriðja aðila þó að kostnaðurinn fari í gegnum bókhald háskólans.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Háskóli Íslands varði 26,7 milljónum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins í risnu. Þetta kemur fram í svari skólans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Á vefnum opnirreikningar.is sést að Háskóli Íslands er sú stofnun ríkisins sem eyðir mestu fé í risnu. Ef aðeins er horft á tímabilið frá apríl (þegar stofnanir fóru að birta reikninga á vefsíðunni) til október notaði Háskóli Íslands 22 milljónir króna í risnu. Utanríkisráðuneytið eyddi 10 milljónum króna og forsætisráðuneytið 4,5 milljónum. Risna er kostnaður sem stofnun eða embætti efnir til í þeim tilgangi að sýna þeim sem risnunnar nýtur gestrisni, þakklæti eða viðurkenningu. Í reglum skólans segir að til risnu teljist nauðsynlegur kostnaður í sambandi við veitingar við sérstök tilefni. Þar á meðal vegna kostnaðar við móttöku á andmælendum, erlendum gestum, fyrirlesurum, innlendum gestum og starfsmönnum háskólans. Í svari Háskóla Íslands við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að tilefni risnu geti verið misjöfn, allt frá ráðstefnum, málþingum og hátíðlegum viðburðum yfir í móttöku erlendra gesta og doktorsvarnir. „Í júní eru brautskráningar úr öllum deildum skólans auk þess sem sumarmánuðirnir eru vinsælir til ráðstefnuhalds. Þá eru sumarnámskeið fyrir erlenda nemendur í sumum deildum skólans. Rétt er að geta þess að ráðstefnur og sumarnámskeið eru oftast greidd eða styrkt af þriðja aðila þó að kostnaðurinn fari í gegnum bókhald háskólans.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda