Lögreglan hefur áhyggjur af stöðu fólks í geðrofi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2018 19:00 Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði. Þegar lögregla hefur afskipti af þessu fólki eftir að það brýtur á einhvern hátt af sér fer hún með það á bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans eða á almennu bráðamóttöluna utan opnunartíma geðdeildar, enda telur hún að það sé andlega veikt eða í geðrofi.Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónnJóhann Karl segir að mat geðlækna á spítalanum sé oftar en ekki á skjön við mat lögreglu. Það hafi færst í aukana að fólkið, sem oftast er einnig í neyslu, sé vistað í fangageymslu lögreglunnar þar sem hún hafi engin önnur úrræði. Lögreglan upplifi ráðaleysi þar sem hún telur fólkið vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum. „Oft og tíðum þá enda þeir hérna í fangaklefa þar sem við treystum þeim ekki til að vera úti. Við vistum þá sem sagt í fangaklefa þar til af þeim rennur og yfirheyrum þá þá um brotið en æ oftar kemur það fyrir að menn eru búnir að vera hjá okkur í tuttugu tíma í fangaklefa en eru ekki einu sinni skýrslutækir,“ segir Jóhann Karl en þeir eru þá enn í einhvers konar geðrofi. Hann segir lögreglumenn vera orðna verulega þreytta á ástandinu. „Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessu. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Þetta getur ekki átt að vera þannig að fólk sem við teljum að sé í geðrofi eða andlega veitt að það þurfi að gista fangageymslur. Það getur bara ekki átt að vera þannig.“ Þá segir Jóhann Karl að áfram ríki úrræðaleysi þegar fólkinu er svo sleppt úr haldi. „Það eru tveir þrír aðilar sem við höfum miklar áhyggjur af þarna úti. En það eru læknar sem taka þessa ákvörðun. Við getum ekki haldið fólki. Allar okkar aðgerðir verða að eiga sér stoð í lögum og við getum ekki haldið fólki nema lögin heimili það,“ segir Jóhann Karl. Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30 Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði. Þegar lögregla hefur afskipti af þessu fólki eftir að það brýtur á einhvern hátt af sér fer hún með það á bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans eða á almennu bráðamóttöluna utan opnunartíma geðdeildar, enda telur hún að það sé andlega veikt eða í geðrofi.Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónnJóhann Karl segir að mat geðlækna á spítalanum sé oftar en ekki á skjön við mat lögreglu. Það hafi færst í aukana að fólkið, sem oftast er einnig í neyslu, sé vistað í fangageymslu lögreglunnar þar sem hún hafi engin önnur úrræði. Lögreglan upplifi ráðaleysi þar sem hún telur fólkið vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum. „Oft og tíðum þá enda þeir hérna í fangaklefa þar sem við treystum þeim ekki til að vera úti. Við vistum þá sem sagt í fangaklefa þar til af þeim rennur og yfirheyrum þá þá um brotið en æ oftar kemur það fyrir að menn eru búnir að vera hjá okkur í tuttugu tíma í fangaklefa en eru ekki einu sinni skýrslutækir,“ segir Jóhann Karl en þeir eru þá enn í einhvers konar geðrofi. Hann segir lögreglumenn vera orðna verulega þreytta á ástandinu. „Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessu. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Þetta getur ekki átt að vera þannig að fólk sem við teljum að sé í geðrofi eða andlega veitt að það þurfi að gista fangageymslur. Það getur bara ekki átt að vera þannig.“ Þá segir Jóhann Karl að áfram ríki úrræðaleysi þegar fólkinu er svo sleppt úr haldi. „Það eru tveir þrír aðilar sem við höfum miklar áhyggjur af þarna úti. En það eru læknar sem taka þessa ákvörðun. Við getum ekki haldið fólki. Allar okkar aðgerðir verða að eiga sér stoð í lögum og við getum ekki haldið fólki nema lögin heimili það,“ segir Jóhann Karl.
Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30 Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30
Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00