Nei, nei, ekki á Alþingi! Ívar Halldórsson skrifar 25. desember 2018 15:46 Nú í aðdraganda nýs árs líta landsmenn gjarna í eigin barm og heita sjálfum sér að standa sig betur gagnvart náunganum. Mistök liðins árs skal ekki endurtaka og hlúa skal betur að anda, sál og líkama. Nærgætni, kærleika, virðingu, stuðning og traust skal setja á oddinn í samskiptum við annað fólk og fagmennskan fer í framsætið á nýju starfsári. Við skulum því vona að áramótaheiti „Klaustursmanna“ verði á engan hátt í takt við þessi óæskilegu loforð sem hér fara á eftir: 1. Ég ætla aldrei að tala niðrandi um fatlaða þegar verið er að hljóðrita mig. 2. Ég ætla aldrei að tala um konur sem kynlífsdúkkur þegar verið er að hljóðrita mig. 3. Ég ætla aldrei að drulla yfir samstarfsmenn mína þegar verið er að hljóðrita mig. 4. Ég ætla að leyna betur drykkju minni á vinnutíma á nýju ári ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig og fylgjast með. 5. Ef ég og vinnufélagar mínir þurfum að baktala aðra þingmenn á opinberum stöðum ætla ég að tryggja að við notum dulnefni fremur en alvöru nöfn fórnarlamba okkar - ef einhver skyldi vera að hljóðrita samtalið. 6. Á nýju ári mun ég taka þingmennsku minni alvarlega - í það minnsta opinberlega; ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig. 7. Ef ég næst aftur með allt niðrum mig á upptöku á nýju ári, mun ég vera betur undirbúinn með sannfærandi afsakanir til að geta skorast faglega undan ábyrgð á orðum mínum. 8. Ég ætla aldrei að fara aftur á þennan illa hljóðeinangraða Klaustursbar með vinnufélögum mínum. 9. Ef ég verð var við að verið sé að hljóðrita ósæmilegt samtal okkar vinnufélaganna á nýju ári, ætla ég að hneykslast, sýnast vera nóg boðið og ganga burt í fússi. 10. Sama á hverju dynur og hverju ég klúðra á nýju ári - mun ég ekki í einhverri þjóðarmeðvirkni freistast til að segja af mér þingmennsku. Nei, nei, ekki á Alþingi! Fólk hefur kynnst Klaustursmálinu vel undanfarnar vikur (kannski of vel) og á sterkt eftirbragð umræðunnar eflaust eftir að finnast á tungu þjóðarinnar fram yfir áramót. Traust fólks til þingmanna virðist hafa allt annað en aukist og margir eiga bágt með trúa því að heiðri Alþingis verði bjargað meðan fólki finnst þingmenn skorast undan ábyrgð og freista fremur þess að flýja kastljósið með því að vekja athygli á „andremmu“ annarra. Upptaka varpaði óvart ljósi á ýmislegt ónotalegt sem átti aldrei að losna úr viðjum myrkursins. Kurr í kyrrþey bergmálaði um allt og siðferðislegar vangaveltur um vinnubrögð alþingismanna voru nú skyndilega á milli vara allra landsmanna. En svo er ein spurningin sem eflaust margir glíma við þessi: Ef við áttum aldrei að heyra samtal Klaustursriddaranna, af hverju getum við ekki þá bara látið eins og það hafi aldrei átt sér stað? Getum við ekki af-heyrt svívirðilegt samtalið einhvern veginn? Við höfðum aldrei rétt á að vera meðvituð um þá vítaverðu framkomu sem átti sér stað milli vinnufélaga innan Alþingis. En það er auðvitað hægara sagt en gert að af-vita það sem maður þegar veit. Auðvitað reynum við að vera bjartsýn og vonum að innri og afsökunarlaus endurskoðun eigi sér stað innan menningar Alþingis í kjölfar Klaustursmálsins; að þingmenn geri alvarlega úttekt á eigin siðferði og vinnubrögðum. Að þeir læri af mistökum sínum og taki auðmjúk skref til endurbóta. Við skulum vona innilega að áramótaheiti alþingismanna endurspegli betra innræti, betri samvisku og raunverulega og ríkari ábyrgðarkennd gagnvart okkur sem veittum þeim umboð til góðra verka í þágu lands og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda nýs árs líta landsmenn gjarna í eigin barm og heita sjálfum sér að standa sig betur gagnvart náunganum. Mistök liðins árs skal ekki endurtaka og hlúa skal betur að anda, sál og líkama. Nærgætni, kærleika, virðingu, stuðning og traust skal setja á oddinn í samskiptum við annað fólk og fagmennskan fer í framsætið á nýju starfsári. Við skulum því vona að áramótaheiti „Klaustursmanna“ verði á engan hátt í takt við þessi óæskilegu loforð sem hér fara á eftir: 1. Ég ætla aldrei að tala niðrandi um fatlaða þegar verið er að hljóðrita mig. 2. Ég ætla aldrei að tala um konur sem kynlífsdúkkur þegar verið er að hljóðrita mig. 3. Ég ætla aldrei að drulla yfir samstarfsmenn mína þegar verið er að hljóðrita mig. 4. Ég ætla að leyna betur drykkju minni á vinnutíma á nýju ári ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig og fylgjast með. 5. Ef ég og vinnufélagar mínir þurfum að baktala aðra þingmenn á opinberum stöðum ætla ég að tryggja að við notum dulnefni fremur en alvöru nöfn fórnarlamba okkar - ef einhver skyldi vera að hljóðrita samtalið. 6. Á nýju ári mun ég taka þingmennsku minni alvarlega - í það minnsta opinberlega; ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig. 7. Ef ég næst aftur með allt niðrum mig á upptöku á nýju ári, mun ég vera betur undirbúinn með sannfærandi afsakanir til að geta skorast faglega undan ábyrgð á orðum mínum. 8. Ég ætla aldrei að fara aftur á þennan illa hljóðeinangraða Klaustursbar með vinnufélögum mínum. 9. Ef ég verð var við að verið sé að hljóðrita ósæmilegt samtal okkar vinnufélaganna á nýju ári, ætla ég að hneykslast, sýnast vera nóg boðið og ganga burt í fússi. 10. Sama á hverju dynur og hverju ég klúðra á nýju ári - mun ég ekki í einhverri þjóðarmeðvirkni freistast til að segja af mér þingmennsku. Nei, nei, ekki á Alþingi! Fólk hefur kynnst Klaustursmálinu vel undanfarnar vikur (kannski of vel) og á sterkt eftirbragð umræðunnar eflaust eftir að finnast á tungu þjóðarinnar fram yfir áramót. Traust fólks til þingmanna virðist hafa allt annað en aukist og margir eiga bágt með trúa því að heiðri Alþingis verði bjargað meðan fólki finnst þingmenn skorast undan ábyrgð og freista fremur þess að flýja kastljósið með því að vekja athygli á „andremmu“ annarra. Upptaka varpaði óvart ljósi á ýmislegt ónotalegt sem átti aldrei að losna úr viðjum myrkursins. Kurr í kyrrþey bergmálaði um allt og siðferðislegar vangaveltur um vinnubrögð alþingismanna voru nú skyndilega á milli vara allra landsmanna. En svo er ein spurningin sem eflaust margir glíma við þessi: Ef við áttum aldrei að heyra samtal Klaustursriddaranna, af hverju getum við ekki þá bara látið eins og það hafi aldrei átt sér stað? Getum við ekki af-heyrt svívirðilegt samtalið einhvern veginn? Við höfðum aldrei rétt á að vera meðvituð um þá vítaverðu framkomu sem átti sér stað milli vinnufélaga innan Alþingis. En það er auðvitað hægara sagt en gert að af-vita það sem maður þegar veit. Auðvitað reynum við að vera bjartsýn og vonum að innri og afsökunarlaus endurskoðun eigi sér stað innan menningar Alþingis í kjölfar Klaustursmálsins; að þingmenn geri alvarlega úttekt á eigin siðferði og vinnubrögðum. Að þeir læri af mistökum sínum og taki auðmjúk skref til endurbóta. Við skulum vona innilega að áramótaheiti alþingismanna endurspegli betra innræti, betri samvisku og raunverulega og ríkari ábyrgðarkennd gagnvart okkur sem veittum þeim umboð til góðra verka í þágu lands og þjóðar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun