Halda jól á pól við óvenjuleg veðurskilyrði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. desember 2018 14:15 Hópur níu Íslendinga dvelur á Suðurskautinu yfir jólahátíðina, þeirra á meðal fyrsta íslenska konan til að aka á Suðurpólinn. Afar óvenjuleg veðurskilyrði eru á Suðurskautinu, óvenju hlýtt en mikið rok og snjóöldur sem gerir aðstæður afar erfiðar. Hópurinn er væntanlegur heim í byrjun janúar en hann fylgir nú meðal annars gönguskíðahópi frá Taívan. Aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar að sögn Ara Haukssonar, einum pólfaranna. „Það er mjög mikið af svona snjóöldum og það er erfitt að keyra í svona snjóöldum þegar við sjáum ekki neitt og það eru allir sem eru hérna í vinnu sem segja að þeir hafi ekki upplifað þetta í áraraðir, svona skrýtið veður. Það hefur verið líka óvenjulega heitt. Það er 25 stiga frost núna en við erum búin að fá svona allavegana hitastig. Fyrir þremur dögum síðan vorum við hérna í kolvitlausu veðri og þá var hitastigið ekki nema tíu til fjórtán í mínus,“ segir Ari. Aðstæðurnar geta einnig reynt á andlegu hliðina að sögn Ragnheiðar Guðjónsdóttur sem er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins. „Það hefur bara gengið vonum framar. Við erum öll með þolinmæðina á sínum stað og hörkum þetta áfram. Núna erum við á pólnum og eigum eftir að keyra aftur til baka svo það eru um 1200 kílómetrar eftir þannig að næstu dagar fara í það eftir jól.“ Þótt aðstæður séu óvenjulegar hyggst hópurinn gera sér örlítinn dagamun í tilefni jólanna og vonast til að fá eitthvað gott að borða. Tveir jólapakkar voru með í farangrinum sem teknir verða upp í dag og eitthvað af jólaskrauti fékk að slæðast með líka. „Það er ein jólasveinahúfa, það er einn lítill jólasveinn og það er eitthvað smá jólaskraut en ekkert rosalega mikið. Maður verður bara að fresta jólunum þangað til maður kemur heim,“ segir Ragnheiður. Jól Suðurskautslandið Tengdar fréttir Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00 Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Sjá meira
Hópur níu Íslendinga dvelur á Suðurskautinu yfir jólahátíðina, þeirra á meðal fyrsta íslenska konan til að aka á Suðurpólinn. Afar óvenjuleg veðurskilyrði eru á Suðurskautinu, óvenju hlýtt en mikið rok og snjóöldur sem gerir aðstæður afar erfiðar. Hópurinn er væntanlegur heim í byrjun janúar en hann fylgir nú meðal annars gönguskíðahópi frá Taívan. Aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar að sögn Ara Haukssonar, einum pólfaranna. „Það er mjög mikið af svona snjóöldum og það er erfitt að keyra í svona snjóöldum þegar við sjáum ekki neitt og það eru allir sem eru hérna í vinnu sem segja að þeir hafi ekki upplifað þetta í áraraðir, svona skrýtið veður. Það hefur verið líka óvenjulega heitt. Það er 25 stiga frost núna en við erum búin að fá svona allavegana hitastig. Fyrir þremur dögum síðan vorum við hérna í kolvitlausu veðri og þá var hitastigið ekki nema tíu til fjórtán í mínus,“ segir Ari. Aðstæðurnar geta einnig reynt á andlegu hliðina að sögn Ragnheiðar Guðjónsdóttur sem er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins. „Það hefur bara gengið vonum framar. Við erum öll með þolinmæðina á sínum stað og hörkum þetta áfram. Núna erum við á pólnum og eigum eftir að keyra aftur til baka svo það eru um 1200 kílómetrar eftir þannig að næstu dagar fara í það eftir jól.“ Þótt aðstæður séu óvenjulegar hyggst hópurinn gera sér örlítinn dagamun í tilefni jólanna og vonast til að fá eitthvað gott að borða. Tveir jólapakkar voru með í farangrinum sem teknir verða upp í dag og eitthvað af jólaskrauti fékk að slæðast með líka. „Það er ein jólasveinahúfa, það er einn lítill jólasveinn og það er eitthvað smá jólaskraut en ekkert rosalega mikið. Maður verður bara að fresta jólunum þangað til maður kemur heim,“ segir Ragnheiður.
Jól Suðurskautslandið Tengdar fréttir Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00 Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Sjá meira
Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00
Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23