Jólagleðin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. desember 2018 08:30 Ef ég fengi nokkru ráðið skyldi hvert það fífl sem gengur um með gleðileg jól á vörunum verða soðið í sínum eigin jólabúðingi og jarðað með jólaviðarstöngul gegnum hjartað,“ segir nirfillinn Scrooge í hinni ódauðlegu Jólasögu Charles Dickens. Scrooge var þar holdgervingur allra þeirra neikvæðu viðhorfa sem hægt er að hafa til jólanna. Á öðrum stað talar hann sérlega önuglega um að jólunum fylgi ekkert nema kostnaður – og Scrooge borgaði aldrei neitt með glöðu gleði, jafnvel þótt hann væri sterkefnaður. Eins og allir eiga að vita endar þessi stutta en meistaralega saga vel því Scrooge fann að lokum jólagleðina og eftir sinnaskiptin kunni enginn betur en hann að halda upp á jólin. Jólin eru tími fagnaðar, gleði og örlætis. Þeim allra trúuðustu og kirkjuræknustu kann að finnast að landsmenn mættu hafa hugann meir við tilefnið en tilstandið. Það er samt ekki svo að jólaboðskapurinn komist ekki til skila. Á þessum tíma er hann predikaður hvað eftir annað í kirkjum landsins og ratar til þeirra sem þangað mæta og sömuleiðis til hinna sem hlusta á útvarpsmessur. Þeir sem hrífast ekki af kirkjuhaldi vita einnig mæta vel af jólaboðskapnum því hann er allt um kring. Ekki síst er hann áberandi í tónlistinni því jólatónlist ómar á þessum tíma og ekki fjalla öll lögin um jólasveina, snjókarla og gjafir, þar eru líka englar, Guð og barn í jötu. Þetta eru lög sem hafa verið leikin og sungin í áratugi, sum reyndar um aldir, og eru lífseigari en predikanir prestanna sem gleymast fljótlega eftir að þær hafa verið fluttar. Jólin eru tími þar sem fólk reynir yfirleitt að vera aðeins betra en það er venjulega. Náungakærleikur er við völd. Þetta sést í stóru sem smáu. Fjölmargir hafa fyrir sið að styrkja ýmis góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til að gera jólin gleðileg fyrir þá sem búa við skort. Fólk er líka innilegra í samskiptum og kveður aðra, þar á meðal ókunnuga, á fallegan hátt með orðunum: „Gleðileg jól!“ Það er einmitt þessi hlýja í garð ókunnugra sem einkennir jólin í svo ríkum mæli. Allt í kringum okkur eru ótal dæmi um slíkt. Í skammdeginu mátti til dæmis á dögunum sjá innflytjendur, karlmann frá Pakistan og konu frá Filippseyjum, bjóða upp á ókeypis heitt súkkulaði á Laugaveginum. Þegar þau voru spurð af hverju þau væru að hafa fyrir þessu svaraði konan að þau vildu minna á kærleikann. Eins og alls kyns rannsóknir sýna þá er nútímamaðurinn ekki með öllu sæll í heimi tækniundra. Á þessum árstíma ætti hann að einbeita sér að því að leita jólagleðinnar og er ekki svo erfitt að finna hana. Hluti af henni er að hafa í huga að það er heilmikið til í því að sælla sé að gefa en þiggja. Það er ekki uppskrift að hamingju að gera sjálfan sig að miðdepli og krefjast stöðugrar athygli. Slíkt framkallar ekki sálarfrið. Maðurinn verður ekki verulega sæll nema hann rækti samskipti við aðra og láti sig velferð þeirra skipta sig máli. Gleðileg jól, kæru landsmenn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ef ég fengi nokkru ráðið skyldi hvert það fífl sem gengur um með gleðileg jól á vörunum verða soðið í sínum eigin jólabúðingi og jarðað með jólaviðarstöngul gegnum hjartað,“ segir nirfillinn Scrooge í hinni ódauðlegu Jólasögu Charles Dickens. Scrooge var þar holdgervingur allra þeirra neikvæðu viðhorfa sem hægt er að hafa til jólanna. Á öðrum stað talar hann sérlega önuglega um að jólunum fylgi ekkert nema kostnaður – og Scrooge borgaði aldrei neitt með glöðu gleði, jafnvel þótt hann væri sterkefnaður. Eins og allir eiga að vita endar þessi stutta en meistaralega saga vel því Scrooge fann að lokum jólagleðina og eftir sinnaskiptin kunni enginn betur en hann að halda upp á jólin. Jólin eru tími fagnaðar, gleði og örlætis. Þeim allra trúuðustu og kirkjuræknustu kann að finnast að landsmenn mættu hafa hugann meir við tilefnið en tilstandið. Það er samt ekki svo að jólaboðskapurinn komist ekki til skila. Á þessum tíma er hann predikaður hvað eftir annað í kirkjum landsins og ratar til þeirra sem þangað mæta og sömuleiðis til hinna sem hlusta á útvarpsmessur. Þeir sem hrífast ekki af kirkjuhaldi vita einnig mæta vel af jólaboðskapnum því hann er allt um kring. Ekki síst er hann áberandi í tónlistinni því jólatónlist ómar á þessum tíma og ekki fjalla öll lögin um jólasveina, snjókarla og gjafir, þar eru líka englar, Guð og barn í jötu. Þetta eru lög sem hafa verið leikin og sungin í áratugi, sum reyndar um aldir, og eru lífseigari en predikanir prestanna sem gleymast fljótlega eftir að þær hafa verið fluttar. Jólin eru tími þar sem fólk reynir yfirleitt að vera aðeins betra en það er venjulega. Náungakærleikur er við völd. Þetta sést í stóru sem smáu. Fjölmargir hafa fyrir sið að styrkja ýmis góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til að gera jólin gleðileg fyrir þá sem búa við skort. Fólk er líka innilegra í samskiptum og kveður aðra, þar á meðal ókunnuga, á fallegan hátt með orðunum: „Gleðileg jól!“ Það er einmitt þessi hlýja í garð ókunnugra sem einkennir jólin í svo ríkum mæli. Allt í kringum okkur eru ótal dæmi um slíkt. Í skammdeginu mátti til dæmis á dögunum sjá innflytjendur, karlmann frá Pakistan og konu frá Filippseyjum, bjóða upp á ókeypis heitt súkkulaði á Laugaveginum. Þegar þau voru spurð af hverju þau væru að hafa fyrir þessu svaraði konan að þau vildu minna á kærleikann. Eins og alls kyns rannsóknir sýna þá er nútímamaðurinn ekki með öllu sæll í heimi tækniundra. Á þessum árstíma ætti hann að einbeita sér að því að leita jólagleðinnar og er ekki svo erfitt að finna hana. Hluti af henni er að hafa í huga að það er heilmikið til í því að sælla sé að gefa en þiggja. Það er ekki uppskrift að hamingju að gera sjálfan sig að miðdepli og krefjast stöðugrar athygli. Slíkt framkallar ekki sálarfrið. Maðurinn verður ekki verulega sæll nema hann rækti samskipti við aðra og láti sig velferð þeirra skipta sig máli. Gleðileg jól, kæru landsmenn!
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun