Viðskipti innlent

Icelandair hættir að fljúga til Dallas á næsta ári

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Áfangastöðum Icelandair í Bandaríkjunum fækkar um einn.
Áfangastöðum Icelandair í Bandaríkjunum fækkar um einn. Vísir/Vilhelm
Icelandair kemur til með að hætta áætlunarflugi sínu til Dallas í Texas í Bandaríkjunum í mars næstkomandi. Þá mun American Airlines verða eina flugfélagið með áætlunarferðir milli Dallas og Keflavíkur. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins.

Þar segir að Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, hafi staðfest fregnirnar við fréttastofu RÚV þegar eftir því var leitað.

Icelandair hóf áætlunarferðir til Dallas í maí og hefur flogið þangað fjórum sinnum í viku. Áfangastaðir flugfélagsins í Norður-Ameríku eru 22 talsins að Dallas meðtalinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×