Kötturinn köttaður og í kjólinn fyrir jólin Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2018 10:58 Jasmine er í miklu uppáhaldi á Kattholti en hún var orðin alltof þung eða 8,4 kíló sem gerði henni erfitt fyrir. kattholt Læðan Jasmine, sem nú er búsett í Kattholti, hefur verið í strangri megrun nú fyrir jólin. Hún hefur misst hálft kíló, sem er hlutfallslega ágætt, að sögn Halldóru Snorradóttur, forstöðumanns Kattholts.Jasmine í allsherjar klössun „Hún flutti til okkar í september. Og hefur verið í strangri megrun. Jasmine er með sponsor sem styrkir hana um sérstakt megrunarfæði. Hálft kíló er mjög gott hlutfallslega. Hún var 8,4 kíló en er nú komin í 7,8 kíló,“ segir Halldóra og hlær; köttaður og í kjólinn fyrir jólin, svo gripið sé til þekkst talsmáta úr líkamsræktarstöðvum. Forstöðukonan segir að Jasmine ætti í raun ekki að vera þyngri en fimm kíló, hún sé það lítil. Og nauðsynlegt sé að létta hana því það sé mjög hamlandi fyrir hana bæði hvað varðar alla hreyfingu og þrif að vera þetta feit. En, hún er orðin miklu frískari.Jasmine á vigtinni. Hún hefur náð góðum árangri, hefur misst hálft kíló sem er talsvert hlutfallslega.kattholtBúið er að setja Jasmine í bað og snyrtingu og þegar blaðamaður Vísis ræddi við Halldóru var hún stödd á Dýraspítalanum í sérstakri tannhreinsun. Halldóra metur það sem svo að Jasmine sé svona 13 ára gömul en kettir verða oft í kringum 16 ára gamlir. Þannig að hún er komin á virðulegan aldur.Kisurnar í jóladekri og knúsi yfir jólin „Hún kemur upphaflega frá eldri konu sem fór á hjúkrunarheimili og gat ekki haft hana lengur hjá sér. Þar hefur Jasmine haft það mjög gott en hafði þyngst svona mikið,“ segir Halldóra og ljóst má vera að Jasmine er í miklu uppáhaldi á Kattholti. Halldóra segir að hún hafi sinn eigi skrifstofustól og sé dugleg að hjálpa til á skrifstofunni, leggst á lyklaborðið og vill taka þátt í að setja upp vaktaplan og annað. „Virkilega gaman að hafa hana hér hjá okkur.“Halldóra Snorradóttir forstöðumaður Kattholts segir að þorskurinn og rækjurnar séu tilbúnar. Kisurnar fá sín jól.fbl/ernirHátíðin er að ganga í garð á Kattholti og kominn jólahugur í menn og málleysingja. „Þorskurinn og rækjurnar eru tilbúnar til að sjóða og gefa á aðfangadag. Kisurnar fá jólamatinn eins og við mannfólkið. Þær eru núna bara í jóladekri og knúsi um jólin.“ Kattholt fullt Halldóra segir að hótelið á Kattholti sé orðið fullt. þar eru um 50 til 60 kisur. Svo að auki eru óskilakisur sem eru að leita að heimili. „Allt eldri kisur. Kettlingarnir eru í fóstri og koma svo aftur til okkar í janúar í heimilisleit til frambúðar. Og svo eru þessar eldri líka að leita að heimilum, gamlar og gigtveikar. Núna fara engar fleiri kisur frá okkur fyrir jólin, og svo óska þær eftir nýjum heimilum. Það gengur vel að finna kisunum ný heimili, minna er um að fólk leiti eftir kettlingi en áður var.“Mælir ekki með kettlingum í jólagjöf Halldóra segir að þau á Kattholti fái fyrirspurnir um kettlinga til að gefa í jólagjafir. En, hún mælir ekki með slíku. „Það gerum við ekki, þetta er svo mikil skuldbinding og við styðjum það ekki að gefa kettlinga í óvæntar jólagjafir. Þetta þarf að vera sameiginleg ákvörðun fjölskyldunnar. Ekki eitthvað sem maður skilar eftir áramótin. Þetta er ákvörðun sem hugsa þarf til enda. Dýr Jól Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Læðan Jasmine, sem nú er búsett í Kattholti, hefur verið í strangri megrun nú fyrir jólin. Hún hefur misst hálft kíló, sem er hlutfallslega ágætt, að sögn Halldóru Snorradóttur, forstöðumanns Kattholts.Jasmine í allsherjar klössun „Hún flutti til okkar í september. Og hefur verið í strangri megrun. Jasmine er með sponsor sem styrkir hana um sérstakt megrunarfæði. Hálft kíló er mjög gott hlutfallslega. Hún var 8,4 kíló en er nú komin í 7,8 kíló,“ segir Halldóra og hlær; köttaður og í kjólinn fyrir jólin, svo gripið sé til þekkst talsmáta úr líkamsræktarstöðvum. Forstöðukonan segir að Jasmine ætti í raun ekki að vera þyngri en fimm kíló, hún sé það lítil. Og nauðsynlegt sé að létta hana því það sé mjög hamlandi fyrir hana bæði hvað varðar alla hreyfingu og þrif að vera þetta feit. En, hún er orðin miklu frískari.Jasmine á vigtinni. Hún hefur náð góðum árangri, hefur misst hálft kíló sem er talsvert hlutfallslega.kattholtBúið er að setja Jasmine í bað og snyrtingu og þegar blaðamaður Vísis ræddi við Halldóru var hún stödd á Dýraspítalanum í sérstakri tannhreinsun. Halldóra metur það sem svo að Jasmine sé svona 13 ára gömul en kettir verða oft í kringum 16 ára gamlir. Þannig að hún er komin á virðulegan aldur.Kisurnar í jóladekri og knúsi yfir jólin „Hún kemur upphaflega frá eldri konu sem fór á hjúkrunarheimili og gat ekki haft hana lengur hjá sér. Þar hefur Jasmine haft það mjög gott en hafði þyngst svona mikið,“ segir Halldóra og ljóst má vera að Jasmine er í miklu uppáhaldi á Kattholti. Halldóra segir að hún hafi sinn eigi skrifstofustól og sé dugleg að hjálpa til á skrifstofunni, leggst á lyklaborðið og vill taka þátt í að setja upp vaktaplan og annað. „Virkilega gaman að hafa hana hér hjá okkur.“Halldóra Snorradóttir forstöðumaður Kattholts segir að þorskurinn og rækjurnar séu tilbúnar. Kisurnar fá sín jól.fbl/ernirHátíðin er að ganga í garð á Kattholti og kominn jólahugur í menn og málleysingja. „Þorskurinn og rækjurnar eru tilbúnar til að sjóða og gefa á aðfangadag. Kisurnar fá jólamatinn eins og við mannfólkið. Þær eru núna bara í jóladekri og knúsi um jólin.“ Kattholt fullt Halldóra segir að hótelið á Kattholti sé orðið fullt. þar eru um 50 til 60 kisur. Svo að auki eru óskilakisur sem eru að leita að heimili. „Allt eldri kisur. Kettlingarnir eru í fóstri og koma svo aftur til okkar í janúar í heimilisleit til frambúðar. Og svo eru þessar eldri líka að leita að heimilum, gamlar og gigtveikar. Núna fara engar fleiri kisur frá okkur fyrir jólin, og svo óska þær eftir nýjum heimilum. Það gengur vel að finna kisunum ný heimili, minna er um að fólk leiti eftir kettlingi en áður var.“Mælir ekki með kettlingum í jólagjöf Halldóra segir að þau á Kattholti fái fyrirspurnir um kettlinga til að gefa í jólagjafir. En, hún mælir ekki með slíku. „Það gerum við ekki, þetta er svo mikil skuldbinding og við styðjum það ekki að gefa kettlinga í óvæntar jólagjafir. Þetta þarf að vera sameiginleg ákvörðun fjölskyldunnar. Ekki eitthvað sem maður skilar eftir áramótin. Þetta er ákvörðun sem hugsa þarf til enda.
Dýr Jól Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira