Beið í fjórtán tíma eftir flugi sem fellt var niður Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 21:38 Drónum hefur ítrekað verið flogið yfir flugvöllinn og hefur það stöðvað flugumferð frá því í gærkvöldi. AP/Tim Ireland Sindri Hjartarson, kærasta hans og tengdamóður, biðu í um fjórtán klukkustundir á Gatwick flugvellinum í London í dag. Þau voru að bíða eftir flugi með EasyJet en flugfélagið ákvað að endingu að fella niður öll flug. Ástæðan er sú, samkvæmt flugfélaginu, að ómögulegt sé að segja til um hvenær opnað verði aftur fyrir flugumferð á Gatwick. Drónum hefur ítrekað verið flogið yfir flugvöllinn og hefur það stöðvað flugumferð frá því í gærkvöldi. Áætlanir tuga þúsunda manna hafa raskast og gætu liðið einhverjir dagar þar til opnað verður fyrir umferð á nýjan leik. Þeim sem eiga pantaða flugmiða hefur verið ráðlegt að fara ekki til Gatwick að svo stöddu. Þá hafa yfirvöld Bretlands kallað herinn til aðstoðar lögreglu og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að sökudólgarnir verði sóttir til saka. Sökudólgurinn eða dólgarnir gætu átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Sindri mætti á flugvöllinn, ásamt kærustu sinni og tengdamóður, klukkan fimm í morgun að breskum tíma. Þau voru á flugvellinum þar til skömmu fyrir sjö að kvöldi eða í um fjórtán klukkustundir. Sindri segir þau hafa verið á leið til Möltu en það sé nú mjög erfitt. Þeim bauðst næsta flug frá Bretlandi þann 27. desember en skoða nú aðrar leiðir.9,5 klst seinna erum við ennþá hér á #Gatwick. Fólk er tjúllað. Ég er reyndar sultu slakur. Fáum næstu upplýsingar eftir 1,5 klst — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) December 20, 2018 Þegar þau mættu var þegar búið að fella niður fjölmörg flug en varðandi önnur og þar á meðal þeirra flug, var staðan metin á klukkustundar fresti Upplýsingaflæði til fólks á Gatwick var verulega ábótavant og allt of fá sæti í boði. Sindri reyndi að komast inn á veitingastað en það var ómögulegt. Eftir að hafa beðið í röð í um 40 mínútur, án þess að nokkrum hafi verið hleypt inn, gáfust þau upp. „Það hefði til dæmis verið hægt að opna einhver hlið og veita fólki sæti þar,“ segir Sindri. „Fólk lá bara á gólfinu.“ Sindri segir að það eina sem hafi verið tilkynnt í kerfinu hafi verið að tafirnar væru vegna dróna. Ekkert hafi verið sagt um hvar mætti finna sæti né hver réttur þeirra væri varðandi matarmiða og annað. Þar sem þau eiga bókað hótel í Möltu og flug þaðan til London hafa þau leitað annarra leiða til að komast á leiðarenda. Sindri segir þau þó ekki stressuð þar sem þau hafi ætlað að verja jólunum saman og hafi ekki verið á leið til að hitta neinn. Þetta byrjaði allt í gærkvöldi þegar tveimur drónum var flogið yfir flugvöllinn. Opnað var fyrir flugumferð í stuttan tíma í nótt en þá sáust fleiri drónar. Þeir hafa svo sést ítrekað síðan.Samkvæmt BBC hefur lögreglan átt erfitt með að finna flugmann eða flugmenn drónanna.„Þegar við teljum okkur vera að nálgast flugmanninn, hverfur dróninn. Þegar við hugsum um að opna flugvöllinn aftur, birtist dróninn aftur,“ sagði lögreglustjórinn Justin Burtenshaw. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Flug á Gatwick gæti raskast í marga daga vegna drónanna Óþekktir drónar á sveimi yfir flugvellinum hafa stöðvað alla flugumferð í dag. 20. desember 2018 16:23 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Sindri Hjartarson, kærasta hans og tengdamóður, biðu í um fjórtán klukkustundir á Gatwick flugvellinum í London í dag. Þau voru að bíða eftir flugi með EasyJet en flugfélagið ákvað að endingu að fella niður öll flug. Ástæðan er sú, samkvæmt flugfélaginu, að ómögulegt sé að segja til um hvenær opnað verði aftur fyrir flugumferð á Gatwick. Drónum hefur ítrekað verið flogið yfir flugvöllinn og hefur það stöðvað flugumferð frá því í gærkvöldi. Áætlanir tuga þúsunda manna hafa raskast og gætu liðið einhverjir dagar þar til opnað verður fyrir umferð á nýjan leik. Þeim sem eiga pantaða flugmiða hefur verið ráðlegt að fara ekki til Gatwick að svo stöddu. Þá hafa yfirvöld Bretlands kallað herinn til aðstoðar lögreglu og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að sökudólgarnir verði sóttir til saka. Sökudólgurinn eða dólgarnir gætu átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Sindri mætti á flugvöllinn, ásamt kærustu sinni og tengdamóður, klukkan fimm í morgun að breskum tíma. Þau voru á flugvellinum þar til skömmu fyrir sjö að kvöldi eða í um fjórtán klukkustundir. Sindri segir þau hafa verið á leið til Möltu en það sé nú mjög erfitt. Þeim bauðst næsta flug frá Bretlandi þann 27. desember en skoða nú aðrar leiðir.9,5 klst seinna erum við ennþá hér á #Gatwick. Fólk er tjúllað. Ég er reyndar sultu slakur. Fáum næstu upplýsingar eftir 1,5 klst — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) December 20, 2018 Þegar þau mættu var þegar búið að fella niður fjölmörg flug en varðandi önnur og þar á meðal þeirra flug, var staðan metin á klukkustundar fresti Upplýsingaflæði til fólks á Gatwick var verulega ábótavant og allt of fá sæti í boði. Sindri reyndi að komast inn á veitingastað en það var ómögulegt. Eftir að hafa beðið í röð í um 40 mínútur, án þess að nokkrum hafi verið hleypt inn, gáfust þau upp. „Það hefði til dæmis verið hægt að opna einhver hlið og veita fólki sæti þar,“ segir Sindri. „Fólk lá bara á gólfinu.“ Sindri segir að það eina sem hafi verið tilkynnt í kerfinu hafi verið að tafirnar væru vegna dróna. Ekkert hafi verið sagt um hvar mætti finna sæti né hver réttur þeirra væri varðandi matarmiða og annað. Þar sem þau eiga bókað hótel í Möltu og flug þaðan til London hafa þau leitað annarra leiða til að komast á leiðarenda. Sindri segir þau þó ekki stressuð þar sem þau hafi ætlað að verja jólunum saman og hafi ekki verið á leið til að hitta neinn. Þetta byrjaði allt í gærkvöldi þegar tveimur drónum var flogið yfir flugvöllinn. Opnað var fyrir flugumferð í stuttan tíma í nótt en þá sáust fleiri drónar. Þeir hafa svo sést ítrekað síðan.Samkvæmt BBC hefur lögreglan átt erfitt með að finna flugmann eða flugmenn drónanna.„Þegar við teljum okkur vera að nálgast flugmanninn, hverfur dróninn. Þegar við hugsum um að opna flugvöllinn aftur, birtist dróninn aftur,“ sagði lögreglustjórinn Justin Burtenshaw.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Flug á Gatwick gæti raskast í marga daga vegna drónanna Óþekktir drónar á sveimi yfir flugvellinum hafa stöðvað alla flugumferð í dag. 20. desember 2018 16:23 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22
Flug á Gatwick gæti raskast í marga daga vegna drónanna Óþekktir drónar á sveimi yfir flugvellinum hafa stöðvað alla flugumferð í dag. 20. desember 2018 16:23
WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27