Sólin ósigrandi Þórlindur Kjartansson skrifar 21. desember 2018 07:00 Í dag mun vera stysti dagur ársins á norðurhveli jarðar. Milli sólarupprásar og sólarlags eru ekki nema fjórar klukkustundir og sjö mínútur í höfuðborginni—og enn styttra eftir því sem norðar dregur. Sólin lætur ekki sjá sig nema í þrjár klukkustundir og tíu mínútur á Akureyri; og Ísfirðingar þurfa að gera sér að góðu tuttugu mínútum skemmri dagsbirtu.Sálfræðitrix Áður en mannkynið náði tökum á dagatalinu hlýtur það að hafa verið angistarfullt að fylgjast með vetrinum læsa klónum í lífið á hverju hausti og hafa ekki nema óljósa hugmynd um hvenær færi að vora á ný. Auðvitað hefur mönnunum lærst að vorið kæmi á ný—en líklega hefur reynt á þolgæði margra að þrauka vetrarmánuðina eftir áramót. Eftir því sem kuldinn og veðurofsinn er meiri þeim mun meiri áhyggjur er líklegt að fólk hafi haft af endurkomu sólarinnar. En um leið og mannkynið hafði til þess þekkingu, þá var reiknað út hvaða dagur markaði þessi umskipti milli undanhalds og sóknar sólarinnar. Þess vegna eru engin samfélög þekkt þar sem ekki er haldið upp á myrkasta skammdegið í þeirri von og vissu að verra gæti það ekki orðið þennan veturinn. Jafnvel þótt mestu vetrarhörkurnar og leiðindin séu enn ókomin, þá er skammdegið sjálft á undanhaldi. Dagarnir lengjast smám saman, sigur ljóssins og hlýjunnar er í fullum undirbúningi og er óumflýjanlegur jafnvel þótt við horfum enn fram á langt harðindatímabil. Jólin eru því haldin til þess að forða okkur frá andlegri bugun og uppgjöf—og eru kannski elsta samfélagslega sálfræðitrix mannkyns.Sol invictus Meira að segja í hlýindunum suður í Róm var til forna lögð áhersla á að fagna á þeim degi þegar sigurganga sólarinnar hófst á ný. Þó eru hörðustu vetrarveður þar hátíð miðað við harðræði sem við þekkjum á norðurslóðum. Þar var haldin hátíðin Saturnalia í desember, og á vetrarsólstöðum var haldin fæðingarhátíð hinnar ósigrandi sólar, Sol invictus. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir að það hafi verið Júlíus Sesar sem fastsetti þessa hátíð á 25. desember—kunnuglegri dagsetningu. Þegar kristni var lögtekin í Rómaveldi snemma á fjórðu öld lá beint við að tímasetja fæðingardag frelsarans á nákvæmlega þessum degi—enda sagðist hann vera ljós heimsins og er það sannarlega í hugum og hjörtum margra. Eftir því sem kristnin breiddist um norðurhvel reyndist fremur hægur leikur að dubba þessa hátíðisdaga upp sem kristna hátíð, því á öllu byggðu bóli voru til staðar aldalangar hefðir fyrir gleðskap og hátíðarhaldi í kringum vetrarsólstöður. Jólahátíðin er því miklu eldri en kristin trú. Það á við bæði hér á Íslandi og annars staðar. Talað var um að „drekka jólin“ og virðist sem mikið hafi verið um fyllerí á Norðurslóðum í kringum myrkasta skammdegið. Þeir siðir hafa mildast víðast hvar, nema einna helst í Bretlandi þar sem enn tíðkast að halda upp á jólin á öldurhúsum eða í heimadrykkju, enda eru Bretar sérdeilis ölkær þjóð. Hér á Íslandi líta flestir svo á að jólin séu fjölskylduhátíð—hátíð barnanna og þau eru hátíð ljóss og friðar. Það passar vel við þann skilning sem lagður er í jólahátíðina að hún marki í raun nýtt upphaf, nýja hringferð hnattarins okkar í kringum sólina. Þannig kjósum við líka að ljúka árinu við þetta tilefni og byrjum að telja upp á nýtt þegar dagarnir lengjast. Við byrjum á núlli. 1. janúar er dagurinn sem inniheldur alla möguleika nýs upphafs— óskrifað blað, eins og nýfætt barn.Öll eigum við jólin Og þar sem jólin eru í raun ekki kristin hátíð, nema í þeim skilningi að við veljum 25. desember til þess að halda upp á fæðingardag manns sem enginn veit hvenær fæddist, þá eru jólin sannarlega hátíð okkar allra. Sama hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist, eða hvort það trúir bara alls engu—þá er erfitt að rífast við þá staðreynd að einmitt um þessar mundir byrjar þessi árlega sigurganga sólarinnar sem forsenda alls lífs og lífsgæða okkar. Varla er til sá trúleysingi, kommúnisti eða anarkisti sem ekki er tilbúinn til þess að viðurkenna að hann haldi meira með birtunni heldur en myrkrinu, meira með hlýjunni heldur en kuldanum—meira með sólinni heldur en skugganum. Og það ætti að vera erfitt að rífast yfir því að við kjósum að setja ljós í gluggana okkar og um götur og torg til þess að gera okkur skammdegið léttara. Meira að segja helgileikirnir í skólunum þyrftu ekki að fara í taugarnar á neinum, enda felst ekki í þeim nein trúarleg innræting önnur en sú að fagna nýju lífi og nýju ljósi. Jólin eru hátíð okkar allra, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag mun vera stysti dagur ársins á norðurhveli jarðar. Milli sólarupprásar og sólarlags eru ekki nema fjórar klukkustundir og sjö mínútur í höfuðborginni—og enn styttra eftir því sem norðar dregur. Sólin lætur ekki sjá sig nema í þrjár klukkustundir og tíu mínútur á Akureyri; og Ísfirðingar þurfa að gera sér að góðu tuttugu mínútum skemmri dagsbirtu.Sálfræðitrix Áður en mannkynið náði tökum á dagatalinu hlýtur það að hafa verið angistarfullt að fylgjast með vetrinum læsa klónum í lífið á hverju hausti og hafa ekki nema óljósa hugmynd um hvenær færi að vora á ný. Auðvitað hefur mönnunum lærst að vorið kæmi á ný—en líklega hefur reynt á þolgæði margra að þrauka vetrarmánuðina eftir áramót. Eftir því sem kuldinn og veðurofsinn er meiri þeim mun meiri áhyggjur er líklegt að fólk hafi haft af endurkomu sólarinnar. En um leið og mannkynið hafði til þess þekkingu, þá var reiknað út hvaða dagur markaði þessi umskipti milli undanhalds og sóknar sólarinnar. Þess vegna eru engin samfélög þekkt þar sem ekki er haldið upp á myrkasta skammdegið í þeirri von og vissu að verra gæti það ekki orðið þennan veturinn. Jafnvel þótt mestu vetrarhörkurnar og leiðindin séu enn ókomin, þá er skammdegið sjálft á undanhaldi. Dagarnir lengjast smám saman, sigur ljóssins og hlýjunnar er í fullum undirbúningi og er óumflýjanlegur jafnvel þótt við horfum enn fram á langt harðindatímabil. Jólin eru því haldin til þess að forða okkur frá andlegri bugun og uppgjöf—og eru kannski elsta samfélagslega sálfræðitrix mannkyns.Sol invictus Meira að segja í hlýindunum suður í Róm var til forna lögð áhersla á að fagna á þeim degi þegar sigurganga sólarinnar hófst á ný. Þó eru hörðustu vetrarveður þar hátíð miðað við harðræði sem við þekkjum á norðurslóðum. Þar var haldin hátíðin Saturnalia í desember, og á vetrarsólstöðum var haldin fæðingarhátíð hinnar ósigrandi sólar, Sol invictus. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir að það hafi verið Júlíus Sesar sem fastsetti þessa hátíð á 25. desember—kunnuglegri dagsetningu. Þegar kristni var lögtekin í Rómaveldi snemma á fjórðu öld lá beint við að tímasetja fæðingardag frelsarans á nákvæmlega þessum degi—enda sagðist hann vera ljós heimsins og er það sannarlega í hugum og hjörtum margra. Eftir því sem kristnin breiddist um norðurhvel reyndist fremur hægur leikur að dubba þessa hátíðisdaga upp sem kristna hátíð, því á öllu byggðu bóli voru til staðar aldalangar hefðir fyrir gleðskap og hátíðarhaldi í kringum vetrarsólstöður. Jólahátíðin er því miklu eldri en kristin trú. Það á við bæði hér á Íslandi og annars staðar. Talað var um að „drekka jólin“ og virðist sem mikið hafi verið um fyllerí á Norðurslóðum í kringum myrkasta skammdegið. Þeir siðir hafa mildast víðast hvar, nema einna helst í Bretlandi þar sem enn tíðkast að halda upp á jólin á öldurhúsum eða í heimadrykkju, enda eru Bretar sérdeilis ölkær þjóð. Hér á Íslandi líta flestir svo á að jólin séu fjölskylduhátíð—hátíð barnanna og þau eru hátíð ljóss og friðar. Það passar vel við þann skilning sem lagður er í jólahátíðina að hún marki í raun nýtt upphaf, nýja hringferð hnattarins okkar í kringum sólina. Þannig kjósum við líka að ljúka árinu við þetta tilefni og byrjum að telja upp á nýtt þegar dagarnir lengjast. Við byrjum á núlli. 1. janúar er dagurinn sem inniheldur alla möguleika nýs upphafs— óskrifað blað, eins og nýfætt barn.Öll eigum við jólin Og þar sem jólin eru í raun ekki kristin hátíð, nema í þeim skilningi að við veljum 25. desember til þess að halda upp á fæðingardag manns sem enginn veit hvenær fæddist, þá eru jólin sannarlega hátíð okkar allra. Sama hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist, eða hvort það trúir bara alls engu—þá er erfitt að rífast við þá staðreynd að einmitt um þessar mundir byrjar þessi árlega sigurganga sólarinnar sem forsenda alls lífs og lífsgæða okkar. Varla er til sá trúleysingi, kommúnisti eða anarkisti sem ekki er tilbúinn til þess að viðurkenna að hann haldi meira með birtunni heldur en myrkrinu, meira með hlýjunni heldur en kuldanum—meira með sólinni heldur en skugganum. Og það ætti að vera erfitt að rífast yfir því að við kjósum að setja ljós í gluggana okkar og um götur og torg til þess að gera okkur skammdegið léttara. Meira að segja helgileikirnir í skólunum þyrftu ekki að fara í taugarnar á neinum, enda felst ekki í þeim nein trúarleg innræting önnur en sú að fagna nýju lífi og nýju ljósi. Jólin eru hátíð okkar allra, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Gleðilega hátíð.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun