Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 13:30 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. Formaður Eflingar segir til einskis að halda viðræðum áfram með þeim hætti sem verið hefur. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að afturkalla samningsumboð sitt frá samninganefnd Starfsgreinasambandsins þar sem öll félög þess höfðu áður sameinast í fyrsta skipti í sögu þess. Í morgun tilkynnti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sambandinu að það myndi fylgja Eflingu út úr samflotinu. Í viðtali á Vísi segist Vilhjálmur stefna á samflot með VR eins og Efling ætlar að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Efling og VR muni jafnvel vísa deilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara strax í dag. „Ég get ekki svarað um það akkúrat núna. En það verður væntanlega farið í það sem allra fyrst,” segir Sóveig Anna. Vilji Eflingar og VR til samstarfs sé ótvíræður og deilunni verði að minnsta kosti að öllum líkindum vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. Tillaga Eflingar og sex annarra verkaklýðsfélaga innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins um að vísa deilunni áfram var ekki samþykkt á fundi nefndarinnar á föstudag og er ákvörðun Eflingar beint framhald af þeirri niðurstöðu. „Okkar mat er að það sé til einskis að halda viðræðunum áfram með því formi sem verið hefur. Þar af leiðandi sé ekkert annað í stöðunni en gera þetta,” segir Sólveig Anna. Kröfur Eflingar hafi ekkert breyst og sé þær sömu og samþykktar hafi verið innan Starfsgreinasambandsins. Þetta snúist um aðferðir. „Flýta ferlinu og svo skiptir það okkur auðvitað gríðarlegu máli eins og margoft hefur komið fram að vera í þessu mikla og góða samstarfi við VR.”Þið sjáið slagkraft í að vera með öðru svona fjölmennu félagi?„Sannarlega og svo má ekki gleyma því að VR lagði fram kröfugerð sem er að miklu leyti samhljóða kröfugerðinni sem við lögðum fram,” segir Sólveig Anna. Auk Eflingar lögðu sex önnur verkalýðsfélög til í samninganefnd Starfsgreinasambandsins að deilunni yrði vísað strax til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segist ekki geta svarað því hvort öll þessi félög muni fylgja Eflingu að málum nú. „Þú verður bara að tala við formenn annarra félaga,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. Formaður Eflingar segir til einskis að halda viðræðum áfram með þeim hætti sem verið hefur. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að afturkalla samningsumboð sitt frá samninganefnd Starfsgreinasambandsins þar sem öll félög þess höfðu áður sameinast í fyrsta skipti í sögu þess. Í morgun tilkynnti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sambandinu að það myndi fylgja Eflingu út úr samflotinu. Í viðtali á Vísi segist Vilhjálmur stefna á samflot með VR eins og Efling ætlar að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Efling og VR muni jafnvel vísa deilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara strax í dag. „Ég get ekki svarað um það akkúrat núna. En það verður væntanlega farið í það sem allra fyrst,” segir Sóveig Anna. Vilji Eflingar og VR til samstarfs sé ótvíræður og deilunni verði að minnsta kosti að öllum líkindum vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. Tillaga Eflingar og sex annarra verkaklýðsfélaga innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins um að vísa deilunni áfram var ekki samþykkt á fundi nefndarinnar á föstudag og er ákvörðun Eflingar beint framhald af þeirri niðurstöðu. „Okkar mat er að það sé til einskis að halda viðræðunum áfram með því formi sem verið hefur. Þar af leiðandi sé ekkert annað í stöðunni en gera þetta,” segir Sólveig Anna. Kröfur Eflingar hafi ekkert breyst og sé þær sömu og samþykktar hafi verið innan Starfsgreinasambandsins. Þetta snúist um aðferðir. „Flýta ferlinu og svo skiptir það okkur auðvitað gríðarlegu máli eins og margoft hefur komið fram að vera í þessu mikla og góða samstarfi við VR.”Þið sjáið slagkraft í að vera með öðru svona fjölmennu félagi?„Sannarlega og svo má ekki gleyma því að VR lagði fram kröfugerð sem er að miklu leyti samhljóða kröfugerðinni sem við lögðum fram,” segir Sólveig Anna. Auk Eflingar lögðu sex önnur verkalýðsfélög til í samninganefnd Starfsgreinasambandsins að deilunni yrði vísað strax til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segist ekki geta svarað því hvort öll þessi félög muni fylgja Eflingu að málum nú. „Þú verður bara að tala við formenn annarra félaga,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34
Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30