Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2018 10:13 Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun. Myndir/Facebook Norsk og dönsk lögregluyfirvöld hafa nú til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á annarri norrænu kvennanna sem fundust myrtar í Atlasfjöllunum í Marokkó á mánudagsmorgun. Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun.Sjá einnig: Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Vegfarandi gekk fram á lík Marenar Ueland og Louisu Vesterager Jespersen í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. Áverkar eftir eggvopn fundust á hálsi þeirra. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreift á samfélagsmiðlum Greint var frá því í gær að myndband, sem talið er sýna morðið á a.m.k. annarri konunni, hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur staðfesti á blaðamannafundi í morgun að lögregla í Danmörku hefði myndbandið til rannsóknar. Hvorki uppruni þess né lögmæti hafa þó fengist staðfest. Norska öryggislögreglan Kripos hefur einnig rannsakað myndbandið, að því er fram kemur í frétt norska miðilsins TV2.Lars Løkke á blaðamannafundinum í Kaupmannahöfn í morgun.AP/Philip DavaliLøkke sagði morðin á ungu konunum tveimur jafnframt „grimmileg“ og sagði dönsk yfirvöld taka málið afar alvarlega. Þá starfi danska lögreglan náið með yfirvöldum í Marokkó.Þrír handteknir til viðbótar Lögregla í Marokkó handtók í morgun þrjá menn til viðbótar í tengslum við málið, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Lögregla birti í gær myndir af þremur eftirlýstum mönnum vegna morðanna en ekki er ljóst hvort þremenningarnir séu þeir sömu og handteknir voru í dag. Áður höfðu þrír menn verið handteknir í tengslum við málið en aðeins einn þeirra er enn í haldi lögreglu. Í gær var greint frá því að morðin á Maren og Louisu beri þess öll merki að vera hryðjuverk, og séu skilgreind sem slíkt. Mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn eru taldir tengjast hryðjuverkasamtökum. Afríka Danmörk Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30 Gekk yfir Ísland áður en hún fór til Marokkó Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. 19. desember 2018 21:30 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Norsk og dönsk lögregluyfirvöld hafa nú til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á annarri norrænu kvennanna sem fundust myrtar í Atlasfjöllunum í Marokkó á mánudagsmorgun. Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun.Sjá einnig: Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Vegfarandi gekk fram á lík Marenar Ueland og Louisu Vesterager Jespersen í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. Áverkar eftir eggvopn fundust á hálsi þeirra. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreift á samfélagsmiðlum Greint var frá því í gær að myndband, sem talið er sýna morðið á a.m.k. annarri konunni, hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur staðfesti á blaðamannafundi í morgun að lögregla í Danmörku hefði myndbandið til rannsóknar. Hvorki uppruni þess né lögmæti hafa þó fengist staðfest. Norska öryggislögreglan Kripos hefur einnig rannsakað myndbandið, að því er fram kemur í frétt norska miðilsins TV2.Lars Løkke á blaðamannafundinum í Kaupmannahöfn í morgun.AP/Philip DavaliLøkke sagði morðin á ungu konunum tveimur jafnframt „grimmileg“ og sagði dönsk yfirvöld taka málið afar alvarlega. Þá starfi danska lögreglan náið með yfirvöldum í Marokkó.Þrír handteknir til viðbótar Lögregla í Marokkó handtók í morgun þrjá menn til viðbótar í tengslum við málið, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Lögregla birti í gær myndir af þremur eftirlýstum mönnum vegna morðanna en ekki er ljóst hvort þremenningarnir séu þeir sömu og handteknir voru í dag. Áður höfðu þrír menn verið handteknir í tengslum við málið en aðeins einn þeirra er enn í haldi lögreglu. Í gær var greint frá því að morðin á Maren og Louisu beri þess öll merki að vera hryðjuverk, og séu skilgreind sem slíkt. Mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn eru taldir tengjast hryðjuverkasamtökum.
Afríka Danmörk Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30 Gekk yfir Ísland áður en hún fór til Marokkó Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. 19. desember 2018 21:30 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30
Gekk yfir Ísland áður en hún fór til Marokkó Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. 19. desember 2018 21:30
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20