Komst áfram á HM í pílu en var gagnrýndur fyrir ruddaskap og dólgslæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 13:00 James Wade. Vísir/Getty Englendingurinn James Wade vann endurkomusigur á Japanum Seigo Asada á HM í pílu í gær og komst fyrir vikið áfram í þriðju umferð keppninnar. Framkoma James Wade gagnvart Seigo Asada þótti hinsvegar ekki til mikillar fyrirmyndar. Seigo Asada komst tvisvar yfir í leiknum, 1-0 og 2-1, en James Wade vann á endanum 3-2. Wayne Mardle, spekingur á Sky Sports, gagnrýndi agressíva framkomu James Wade og gerði hann talsvert úr dólgslátum landa síns. „Svona á ekki að sjást. Hann var alltof agressívur þarna. Ég vona að hann vakni á morgun og átti sig á því að hann gerði mistök. Hann getur ekki talið að þetta sé rétt framkoma og öugglega engum sem horfði á finnst þetta vera í lagi. Þetta er ruddaframkoma og það ekkert pláss fyrir hana í pílu,“ sagði Wayne Mardle, sérfræðingu Sky Sports."Does he mean he wanted to punch him in his face? What does he mean? I am absolutely lost for words."@Wayne501Mardle is astonished after an explosive post-match interview from James Wade. Watch live on Sky Sports Darts or follow it here: https://t.co/oBngD5seUy#LovetheDartspic.twitter.com/gvpC5bhEhP — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 19, 2018Það sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á honum og fleirum var það hvernig James Wade fór upp að andliti Japanans og fagnaði eftir að hann jafnaði metin í 1-1. Þegar gengið var á James Wade og hann spurður út í hegðun sína þá talaði hann um að hafa „verið að gera þetta fyrir Bretland“ eins og hann komst að orði. „Það var frábær tilfinning að koma til baka. Ég hefði auðveldlega getað tapað þessu. Ég gerði þetta fyrir soninn minn og fyrir þjóðina mína svo að þetta er í lagi,“ sagði James Wade sem eignaðist son fyrir tíu vikum. „Ég vildi meiða hann. Ég vildi virkilega meiða hann því ég ætlaði mér áfram,“ sagði James Wade um ógnandi framkomu sína. Seigo Asada vann næsta sett og komst aftur yfir en Wade tókst að vinna síðustu tvö settin og komast áfram. Michael Smith komst líka áfram í þriðju umferð eftir 3-1 sigur á Hollendingum Ron Meulenkamp og þá vann Ryan Joyce Ástralann Simon Whitlock 3-0. Írinn William O'Connor tryggði sér líka sæti í 32 manna úrslitunum með 3-2 sigri á James Wilson.HM í pílu er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og er sýnt frá mótinu á hverjum degi. Í dag verða tvær útsendingar, sú fyrri er í gangi en sú síðari hefst klukkan 19.00. Aðrar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Englendingurinn James Wade vann endurkomusigur á Japanum Seigo Asada á HM í pílu í gær og komst fyrir vikið áfram í þriðju umferð keppninnar. Framkoma James Wade gagnvart Seigo Asada þótti hinsvegar ekki til mikillar fyrirmyndar. Seigo Asada komst tvisvar yfir í leiknum, 1-0 og 2-1, en James Wade vann á endanum 3-2. Wayne Mardle, spekingur á Sky Sports, gagnrýndi agressíva framkomu James Wade og gerði hann talsvert úr dólgslátum landa síns. „Svona á ekki að sjást. Hann var alltof agressívur þarna. Ég vona að hann vakni á morgun og átti sig á því að hann gerði mistök. Hann getur ekki talið að þetta sé rétt framkoma og öugglega engum sem horfði á finnst þetta vera í lagi. Þetta er ruddaframkoma og það ekkert pláss fyrir hana í pílu,“ sagði Wayne Mardle, sérfræðingu Sky Sports."Does he mean he wanted to punch him in his face? What does he mean? I am absolutely lost for words."@Wayne501Mardle is astonished after an explosive post-match interview from James Wade. Watch live on Sky Sports Darts or follow it here: https://t.co/oBngD5seUy#LovetheDartspic.twitter.com/gvpC5bhEhP — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 19, 2018Það sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á honum og fleirum var það hvernig James Wade fór upp að andliti Japanans og fagnaði eftir að hann jafnaði metin í 1-1. Þegar gengið var á James Wade og hann spurður út í hegðun sína þá talaði hann um að hafa „verið að gera þetta fyrir Bretland“ eins og hann komst að orði. „Það var frábær tilfinning að koma til baka. Ég hefði auðveldlega getað tapað þessu. Ég gerði þetta fyrir soninn minn og fyrir þjóðina mína svo að þetta er í lagi,“ sagði James Wade sem eignaðist son fyrir tíu vikum. „Ég vildi meiða hann. Ég vildi virkilega meiða hann því ég ætlaði mér áfram,“ sagði James Wade um ógnandi framkomu sína. Seigo Asada vann næsta sett og komst aftur yfir en Wade tókst að vinna síðustu tvö settin og komast áfram. Michael Smith komst líka áfram í þriðju umferð eftir 3-1 sigur á Hollendingum Ron Meulenkamp og þá vann Ryan Joyce Ástralann Simon Whitlock 3-0. Írinn William O'Connor tryggði sér líka sæti í 32 manna úrslitunum með 3-2 sigri á James Wilson.HM í pílu er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og er sýnt frá mótinu á hverjum degi. Í dag verða tvær útsendingar, sú fyrri er í gangi en sú síðari hefst klukkan 19.00.
Aðrar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira