Framlag úr vísindaheiminum Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 20. desember 2018 09:59 Það er stundum kostulegt að fylgjast með umræðum á Íslandi um málefni sem spretta fram í dagsljósið. Núna fengum við fréttir af því að kona nokkur, sem starfaði við rannsóknir á vegum Háskóla Íslands, hefði sakað fyrrverandi samverkamann sinn um áreitni af kynferðislegum toga. Þetta mun eiga að hafa átt sér stað fyrir nokkrum misserum. Atvik munu hafa verið athuguð af einhverri siðanefndinni sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir ásökunum konunnar, m.a. eftir að hafa kannað vitnisburði samstarfsmanna. Nú er eins og konan hafi talið sig fá tilefni til að taka málið upp á ný. Birtist hún þá opinberlega með ásakanir sínar. Hafa orðið sviptingar í kringum málið og mun konan hafa látið af þeim störfum sem hún gegndi, þegar á ósköpunum á að hafa staðið. Þá birtist Kári Stefánsson á sviðinu. Hann kveðst þekkja til konunnar og segir að hver sá maður sem abbist upp á hana sé bjáni. Konan sé margverðlaunaður glímukappi og beri mönnum því ekki að abbast upp á hana. Hrópað er húrra fyrir Kára og hann er talinn hafa reynst konunni vel!! Líklega reyndist hann sakaða manninum verr en henni. Fyrir liggur að Kári Stefánsson veit ekkert um sannleiksgildi ásakana konunnar. Maðurinn, sem fyrir ásökunum varð, hefur sent frá sér hófstillt og málefnalegt svar. Niðurstaðan er sú að hvorki Kári Stefánsson né nokkur annar utanaðkomandi maður veit neitt um þetta. Afskipti hans og staðhæfingar um málið eru fyrir neðan allt velsæmi. Svo mikið er víst að Kári eykur ekki hróður sinn sem vísindamaður með framgöngu sinni. Hann hefur að vísu fengið nokkur húrrahróp frá klappliði sem skeytir hvorki um skömm né heiður. Kannski hann sé að sækjast eftir því? Þetta mál er einfalt í meðförum. Meðan ekki sannast sannleiksgildi svona ásakana verðum við að leggja til grundvallar hinn sakaði maður sé saklaus. Jafnvel þó að vísindamaðurinn Kári Stefánsson lýsi opinberlega yfir því að konan sé glímukappi og þess vegna beri að trúa henni!!Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er stundum kostulegt að fylgjast með umræðum á Íslandi um málefni sem spretta fram í dagsljósið. Núna fengum við fréttir af því að kona nokkur, sem starfaði við rannsóknir á vegum Háskóla Íslands, hefði sakað fyrrverandi samverkamann sinn um áreitni af kynferðislegum toga. Þetta mun eiga að hafa átt sér stað fyrir nokkrum misserum. Atvik munu hafa verið athuguð af einhverri siðanefndinni sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir ásökunum konunnar, m.a. eftir að hafa kannað vitnisburði samstarfsmanna. Nú er eins og konan hafi talið sig fá tilefni til að taka málið upp á ný. Birtist hún þá opinberlega með ásakanir sínar. Hafa orðið sviptingar í kringum málið og mun konan hafa látið af þeim störfum sem hún gegndi, þegar á ósköpunum á að hafa staðið. Þá birtist Kári Stefánsson á sviðinu. Hann kveðst þekkja til konunnar og segir að hver sá maður sem abbist upp á hana sé bjáni. Konan sé margverðlaunaður glímukappi og beri mönnum því ekki að abbast upp á hana. Hrópað er húrra fyrir Kára og hann er talinn hafa reynst konunni vel!! Líklega reyndist hann sakaða manninum verr en henni. Fyrir liggur að Kári Stefánsson veit ekkert um sannleiksgildi ásakana konunnar. Maðurinn, sem fyrir ásökunum varð, hefur sent frá sér hófstillt og málefnalegt svar. Niðurstaðan er sú að hvorki Kári Stefánsson né nokkur annar utanaðkomandi maður veit neitt um þetta. Afskipti hans og staðhæfingar um málið eru fyrir neðan allt velsæmi. Svo mikið er víst að Kári eykur ekki hróður sinn sem vísindamaður með framgöngu sinni. Hann hefur að vísu fengið nokkur húrrahróp frá klappliði sem skeytir hvorki um skömm né heiður. Kannski hann sé að sækjast eftir því? Þetta mál er einfalt í meðförum. Meðan ekki sannast sannleiksgildi svona ásakana verðum við að leggja til grundvallar hinn sakaði maður sé saklaus. Jafnvel þó að vísindamaðurinn Kári Stefánsson lýsi opinberlega yfir því að konan sé glímukappi og þess vegna beri að trúa henni!!Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun