Ríkið dæmt til að greiða tíu milljónir vegna uppsagnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2018 09:11 Fréttablaðið/GVA Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni Kvennaskólans í Reykjavík tíu milljónir vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2016, sem hafði starfað í tólf ár við skólann sem umsjónarmaður húsakynna skólans. Málið má rekja til þess að nýr skólameistari tók til starfa við skólann árið 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að fljótlega eftir að hann hóf störf hafi hann kynnt sér aðstæður við skólann og talið „fljótlega að umsjón með húsum skólans og ræstingar væru ekki í nægilega góðu lagi“. Þar sem mörg verkefni hafi blasað við taldi hann þörf á því að gera miklar breytingar á starfslýsingu starfsmannsins og menntunarkröfu. Svo miklar að um nýtt starf í raun um að ræða. Í febrúar 2016, skömmu eftir að starfsmaðurinn fór í veikindaleyfi, var honum tilkynnt að starf hans yrði lagt niður og að óskað væri eftir starfslokum hans. Auglýsa átti nýtt starf umsjónarmanns fasteigna þar sem gerðar voru kröfur um að viðkomandi starfsmaður væri með iðnmenntun.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.Vísir/HannaFékk ekki skriflega áminningu Við þetta var starfsmaðurinn ósáttur og taldi að niðurlagning á starfi hennar væri tilbúningur af hálfu skólans auk þess sem að hann taldi sig geta sinnt starfinu áfram, þrátt fyrir auknar hæfniskröfur. Uppsögnin hafi einnig verið „sérstaklega meiðandi“ fyrir starfsmanninn þar sem ekki var óskað eftir því að hann ynni út sex mánaða uppsagnarfrest, og því hafi það litið út að viðkomandi hafi gerst sek um eitthvað sem verðskuldaði tafarlausan brottrekstur. Í dómi héraðdóms segir að miðað við málavexti verði ekki annað séð en að uppsögn starfsmannsins hafi átt rætur að rekja til raunverulegrar endurskipulagningar heldur megi fyrst og fremst rekja hana til persónu stefnanda og þess að skólameistari kaus að fá annan mann með meiri menntun til þess að gegna starfinu í þeirri von að betur tækist til við umsjón með húsnæði skólans. Starfsmaðurinn hafi ekki fengið skriflega áminningu eða áskorun um að standa sig betur í starfi, mál hennar hafi ekki verið sett í ferli. Ekki hafi verið rætt við starfsmanninn til þess að fara heildstætt yfir starf hennar og fyrirhugaðar breytingar á því. Þá liggi ekkert haldbært um að raunverulega hafi verið lagt mat á það hvort starfsmaðurinn gæti sinnt starfinu í hinni breyttu mynd áður en honum var sagt upp störfum. Í niðurstöðu dómsins segir að niðurlagning starfsins hafi verið meiðandi og í henni hafi falist ólögmæt meingerð í garð stefnanda. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða starfsmanninum tíu milljónir króna vegna uppsagnarinnar, þar af átta milljónir í skaðabætur, 700 þúsund í miskabætur og 1,3 milljónir í vangoldin laun í veikindaleyfi.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni Kvennaskólans í Reykjavík tíu milljónir vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2016, sem hafði starfað í tólf ár við skólann sem umsjónarmaður húsakynna skólans. Málið má rekja til þess að nýr skólameistari tók til starfa við skólann árið 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að fljótlega eftir að hann hóf störf hafi hann kynnt sér aðstæður við skólann og talið „fljótlega að umsjón með húsum skólans og ræstingar væru ekki í nægilega góðu lagi“. Þar sem mörg verkefni hafi blasað við taldi hann þörf á því að gera miklar breytingar á starfslýsingu starfsmannsins og menntunarkröfu. Svo miklar að um nýtt starf í raun um að ræða. Í febrúar 2016, skömmu eftir að starfsmaðurinn fór í veikindaleyfi, var honum tilkynnt að starf hans yrði lagt niður og að óskað væri eftir starfslokum hans. Auglýsa átti nýtt starf umsjónarmanns fasteigna þar sem gerðar voru kröfur um að viðkomandi starfsmaður væri með iðnmenntun.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.Vísir/HannaFékk ekki skriflega áminningu Við þetta var starfsmaðurinn ósáttur og taldi að niðurlagning á starfi hennar væri tilbúningur af hálfu skólans auk þess sem að hann taldi sig geta sinnt starfinu áfram, þrátt fyrir auknar hæfniskröfur. Uppsögnin hafi einnig verið „sérstaklega meiðandi“ fyrir starfsmanninn þar sem ekki var óskað eftir því að hann ynni út sex mánaða uppsagnarfrest, og því hafi það litið út að viðkomandi hafi gerst sek um eitthvað sem verðskuldaði tafarlausan brottrekstur. Í dómi héraðdóms segir að miðað við málavexti verði ekki annað séð en að uppsögn starfsmannsins hafi átt rætur að rekja til raunverulegrar endurskipulagningar heldur megi fyrst og fremst rekja hana til persónu stefnanda og þess að skólameistari kaus að fá annan mann með meiri menntun til þess að gegna starfinu í þeirri von að betur tækist til við umsjón með húsnæði skólans. Starfsmaðurinn hafi ekki fengið skriflega áminningu eða áskorun um að standa sig betur í starfi, mál hennar hafi ekki verið sett í ferli. Ekki hafi verið rætt við starfsmanninn til þess að fara heildstætt yfir starf hennar og fyrirhugaðar breytingar á því. Þá liggi ekkert haldbært um að raunverulega hafi verið lagt mat á það hvort starfsmaðurinn gæti sinnt starfinu í hinni breyttu mynd áður en honum var sagt upp störfum. Í niðurstöðu dómsins segir að niðurlagning starfsins hafi verið meiðandi og í henni hafi falist ólögmæt meingerð í garð stefnanda. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða starfsmanninum tíu milljónir króna vegna uppsagnarinnar, þar af átta milljónir í skaðabætur, 700 þúsund í miskabætur og 1,3 milljónir í vangoldin laun í veikindaleyfi.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira