Bretar eru nokkuð rólegir þrátt fyrir að staðan sé nú uggvænleg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Þessir Bretar virðast þó allt annað en rólegir yfir stöðunni. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að yfirvöld í Bretlandi séu farin að undirbúa sig á fullu fyrir samningslausa útgöngu úr Evrópusambandinu er breskur almenningur nokkuð rólegur vegna málsins. Þetta segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur en hún er búsett í Bretlandi. Ekki er útlit fyrir að samningur ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgönguna verði samþykktur á breska þinginu. Atkvæðagreiðsla fer fram í janúar. Hún átti að fara fram fyrr í þessum mánuði en það var deginum ljósara að þingið hefði kolfellt plaggið. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær felur þessi undirbúningur meðal annars í sér að á fjórða þúsund hermanna hafa verið settir í viðbragðsstöðu. Þá hefur pláss verið tekið frá í ferjum fyrir nauðsynjaflutninga svo fátt eitt sé nefnt. „Þegar kveikt er á fréttum mætti ætla að Bretar töluðu ekki um annað en Brexit. Það eru hins vegar aðallega stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk sem er í einhvers konar móðursýkiskasti. Þótt málið virðist hálfpartinn siglt í strand og allt stefni í óefni er hinn almenni Breti furðu rólegur,“ segir Sif.Sif SigmarsdóttirEftir kosningar segir Sif að fólki hafi verið heitt í hamsi. Rifist var um niðurstöðuna úti á götu og fólk brast jafnvel í grát. Nú er hins vegar haldið í eiginleg einkunnarorð Breta: „Keep calm and carry on.“ Að mati Sifjar eru margar ástæður fyrir „þessu skeytingarleysi“. Mögulega hafa Bretar fengið sig fullsadda af þeirri miklu umfjöllun sem haldið er uppi í fjölmiðlum. „Einnig hefur dómsdagsspám rignt yfir almenning í tengslum við Brexit svo kannski má kalla ástandið „hörmunga-þreytu“. Loks held ég að fólk sé farið að tortryggja stjórnmálastéttina alveg ofsalega mikið vegna þess hvernig Brexit hefur verið meðhöndlað; stjórnmálamenn hafa ekki sparað stóru orðin og fólki finnst eins og verið sé að bera í það áróður, eins og verið sé að spila með það. Það veit enginn hverjum hann á að trúa. Hvað er satt? Hvað eru ýkjur? Enginn veit.“ Þá bendir Sif á að tvö ár eru liðin frá atkvæðagreiðslu en áhrifa Brexit sé ekki enn farið að gæta með áþreifanlegum hætti. „Þetta gæti þó breyst á næstunni, því nýlega láku út fréttir af fundi ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars var rætt um að hvetja fólk til að kaupa sér ekki frí í útlöndum eftir 29. mars ef engir samningar nást – ef samningar nást ekki vitum við ekki hversu auðvelt verður að fljúga frá Bretlandi til annarra landa.“ Að lokum segir hún að fólk virðist eiga erfitt með að gera upp hug sinn um samning May og ESB. „Hvort sem fólk var með eða á móti Brexit virðist það ekkert vita hvað því á að finnast um samninginn.“ May hefur ekki gefist upp á samningi sínum. Í gær biðlaði hún til stjórnvalda í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi um að hlusta á atvinnulífið og lýsa yfir stuðningi við samning sinn. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Þrátt fyrir að yfirvöld í Bretlandi séu farin að undirbúa sig á fullu fyrir samningslausa útgöngu úr Evrópusambandinu er breskur almenningur nokkuð rólegur vegna málsins. Þetta segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur en hún er búsett í Bretlandi. Ekki er útlit fyrir að samningur ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgönguna verði samþykktur á breska þinginu. Atkvæðagreiðsla fer fram í janúar. Hún átti að fara fram fyrr í þessum mánuði en það var deginum ljósara að þingið hefði kolfellt plaggið. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær felur þessi undirbúningur meðal annars í sér að á fjórða þúsund hermanna hafa verið settir í viðbragðsstöðu. Þá hefur pláss verið tekið frá í ferjum fyrir nauðsynjaflutninga svo fátt eitt sé nefnt. „Þegar kveikt er á fréttum mætti ætla að Bretar töluðu ekki um annað en Brexit. Það eru hins vegar aðallega stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk sem er í einhvers konar móðursýkiskasti. Þótt málið virðist hálfpartinn siglt í strand og allt stefni í óefni er hinn almenni Breti furðu rólegur,“ segir Sif.Sif SigmarsdóttirEftir kosningar segir Sif að fólki hafi verið heitt í hamsi. Rifist var um niðurstöðuna úti á götu og fólk brast jafnvel í grát. Nú er hins vegar haldið í eiginleg einkunnarorð Breta: „Keep calm and carry on.“ Að mati Sifjar eru margar ástæður fyrir „þessu skeytingarleysi“. Mögulega hafa Bretar fengið sig fullsadda af þeirri miklu umfjöllun sem haldið er uppi í fjölmiðlum. „Einnig hefur dómsdagsspám rignt yfir almenning í tengslum við Brexit svo kannski má kalla ástandið „hörmunga-þreytu“. Loks held ég að fólk sé farið að tortryggja stjórnmálastéttina alveg ofsalega mikið vegna þess hvernig Brexit hefur verið meðhöndlað; stjórnmálamenn hafa ekki sparað stóru orðin og fólki finnst eins og verið sé að bera í það áróður, eins og verið sé að spila með það. Það veit enginn hverjum hann á að trúa. Hvað er satt? Hvað eru ýkjur? Enginn veit.“ Þá bendir Sif á að tvö ár eru liðin frá atkvæðagreiðslu en áhrifa Brexit sé ekki enn farið að gæta með áþreifanlegum hætti. „Þetta gæti þó breyst á næstunni, því nýlega láku út fréttir af fundi ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars var rætt um að hvetja fólk til að kaupa sér ekki frí í útlöndum eftir 29. mars ef engir samningar nást – ef samningar nást ekki vitum við ekki hversu auðvelt verður að fljúga frá Bretlandi til annarra landa.“ Að lokum segir hún að fólk virðist eiga erfitt með að gera upp hug sinn um samning May og ESB. „Hvort sem fólk var með eða á móti Brexit virðist það ekkert vita hvað því á að finnast um samninginn.“ May hefur ekki gefist upp á samningi sínum. Í gær biðlaði hún til stjórnvalda í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi um að hlusta á atvinnulífið og lýsa yfir stuðningi við samning sinn.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent