Eyðum 16 milljörðum meira í jólavertíðinni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. desember 2018 06:15 Tölur sýna að í jólaösinni í nóvember og desember er mikið álag á greiðslukortum landsmanna. Fréttablaðið/Anton Brink Hvert ár eyðum við meira en árið áður en aldrei meira en frá síðari hluta nóvember til jóla. Þessir mánuðir voru samanlagt 16 milljörðum króna stærri í fyrra, samanborið við aðra mánuði. Miðað við jólaveltuna í fyrra eyddi hvert mannsbarn á Íslandi nærri 50 þúsund krónum fyrir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Sagan segir að eyðslan verði fjarri því minni í ár. Óformleg könnun Fréttablaðsins meðal átta manns í Tilverunni í síðustu viku sýndi að fólk ætlaði að meðaltali að eyða um 100 þúsund krónum í jólagjafir fyrir þessi jól. Það er engum blöðum um það að fletta að kortavelta rýkur upp vikurnar fyrir jól. Það sýna meðal annars opinberar tölur úr Hagvísi Seðlabanka Íslands sem sjá má í töflu hér til hliðar. Hún sýnir þróun greiðslukortaveltu heimila árin 2015-2017. Þróunin er alltaf sú sama. Nær eini munurinn er að útgjöldin aukast með hverju ári en taka síðan undantekningarlaust verulegan nær lóðréttan kipp upp á við um miðjan nóvember til ársloka. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, tók saman innlenda kortaveltu í íslenskri verslun í nóvember og desember í fyrra. Séu þeir mánuðir bornir saman við hina mánuði ársins voru nóvember og desember samanlagt 16 milljörðum stærri en ef þeir væru það sem kalla mætti venjulegir mánuðir. „Ef ég deili því á 350 þúsund íbúa landsins gerir það 47 þúsund krónur á mann eða 234 þúsund fyrir fimm manna fjölskyldu. Þetta inniheldur ekki kortalán né viðskipti með reiðufé,“ segir Árni Sverrir. Nær örugglega er upphæðin því mun hærri. Til að setja þessa auknu útgjöld heimilanna í samhengi þá tæki það ríflega 26 þúsund Íslendinga tvo mánuði á lágmarkslaunum að vinna sér inn fyrir þessari auknu eyðslu. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um minni sóun, hvort heldur sem kemur að umbúðum eða mat, þá verða alltaf gefnar gjafir, fólk mun alltaf kaupa sér nýja skó, kerti og spil og nýjustu tölur fyrir þessi jól benda til að þróunin verði sú sama í ár. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti fyrr í þessari viku tölur um að velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun hefði aukist um 5 prósent í nóvember, samanborið við sama mánuð í fyrra. Í netverslun er þessi aukning 15 prósent og hefur líklega aldrei verið meiri á þessum tíma. En eins og með svo margt annað þá eru fleiri en ein leið til að gera hlutina. Jólin eru þar engin undantekning. Sumir kjósa að minnka umsvifin, skera niður, eins og Tilveran fjallar um hér í dag. Birtist í Fréttablaðinu Jól Skólpmengun við Faxaskjól Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hvert ár eyðum við meira en árið áður en aldrei meira en frá síðari hluta nóvember til jóla. Þessir mánuðir voru samanlagt 16 milljörðum króna stærri í fyrra, samanborið við aðra mánuði. Miðað við jólaveltuna í fyrra eyddi hvert mannsbarn á Íslandi nærri 50 þúsund krónum fyrir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Sagan segir að eyðslan verði fjarri því minni í ár. Óformleg könnun Fréttablaðsins meðal átta manns í Tilverunni í síðustu viku sýndi að fólk ætlaði að meðaltali að eyða um 100 þúsund krónum í jólagjafir fyrir þessi jól. Það er engum blöðum um það að fletta að kortavelta rýkur upp vikurnar fyrir jól. Það sýna meðal annars opinberar tölur úr Hagvísi Seðlabanka Íslands sem sjá má í töflu hér til hliðar. Hún sýnir þróun greiðslukortaveltu heimila árin 2015-2017. Þróunin er alltaf sú sama. Nær eini munurinn er að útgjöldin aukast með hverju ári en taka síðan undantekningarlaust verulegan nær lóðréttan kipp upp á við um miðjan nóvember til ársloka. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, tók saman innlenda kortaveltu í íslenskri verslun í nóvember og desember í fyrra. Séu þeir mánuðir bornir saman við hina mánuði ársins voru nóvember og desember samanlagt 16 milljörðum stærri en ef þeir væru það sem kalla mætti venjulegir mánuðir. „Ef ég deili því á 350 þúsund íbúa landsins gerir það 47 þúsund krónur á mann eða 234 þúsund fyrir fimm manna fjölskyldu. Þetta inniheldur ekki kortalán né viðskipti með reiðufé,“ segir Árni Sverrir. Nær örugglega er upphæðin því mun hærri. Til að setja þessa auknu útgjöld heimilanna í samhengi þá tæki það ríflega 26 þúsund Íslendinga tvo mánuði á lágmarkslaunum að vinna sér inn fyrir þessari auknu eyðslu. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um minni sóun, hvort heldur sem kemur að umbúðum eða mat, þá verða alltaf gefnar gjafir, fólk mun alltaf kaupa sér nýja skó, kerti og spil og nýjustu tölur fyrir þessi jól benda til að þróunin verði sú sama í ár. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti fyrr í þessari viku tölur um að velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun hefði aukist um 5 prósent í nóvember, samanborið við sama mánuð í fyrra. Í netverslun er þessi aukning 15 prósent og hefur líklega aldrei verið meiri á þessum tíma. En eins og með svo margt annað þá eru fleiri en ein leið til að gera hlutina. Jólin eru þar engin undantekning. Sumir kjósa að minnka umsvifin, skera niður, eins og Tilveran fjallar um hér í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Skólpmengun við Faxaskjól Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira