Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2018 23:30 Mack var leidd fyrir dómara í málinu í júní síðastliðnum. Getty/Drew Angerer Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville, freistuðu þess fyrir helgi að fá tvo ákæruliði fellda niður í máli sem höfðað var á hendur henni. Mack er ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun innan „sjálfshjálparhópsins“ NXIVM. Hópurinn er sagður bera öll einkenni sértrúarsafnaðar en lögmennirnir byggðu kröfur sínar á dómi sem féll í máli gegn Vísindakirkjunni, öðrum bandarískum sértrúarsöfnuði.Sjá einnig: Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Leiðtogi NXVIM, Keith Raniere, var handtekinn í mars síðastliðnum. Mack, sem talin er hafa verið næstráðandi innan hópsins, var handtekin í apríl og ákærð fyrir aðild sína skömmu síðar. Henni er m.a. gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að lokka konur til liðs við söfnuðinn, undir því yfirskyni að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök. Í ákærum á hendur Raniere segir hins vegar að hann hafi hneppt konurnar í kynlífsþrælkun og brennimerkt þær með upphafsstöfum sínum. Höfuðstöðvar NXVIM voru í Albany í New York-ríki í Bandaríkjunum.Keith Raniere var í felum í Mexíkó þangað til hann var handtekinn í mars.SkjáskotFlokkaðist ekki sem þrælahald í tilfelli Vísindakirkjunnar Mack hefur lýst sig saklausa í málinu en hún er m.a. ákærð fyrir mansal og aðild að þrælahaldi. Í gögnum sem lögmenn Mack lögðu fyrir alríkisdóm í New York á föstudag færa þeir rök fyrir því að fella eigi niður þá ákæruliði sem lúta að mansali og þrælahaldi. Vísa lögmennirnir til að mynda í mál sem fyrrverandi meðlimir Vísindakirkjunnar höfðuðu gegn söfnuðinum árið 2012 máli sínu til stuðnings. Saksóknarar halda því fram að Mack hafi þvingað konur í NXIVM til að senda stjórnendum hópsins nektarmyndir af sér auk annarra viðkvæmra upplýsinga. Hún hafi svo hótað því að birta myndirnar ef konurnar færu ekki eftir reglum hópsins í einu og öllu, og þannig haldið þeim nauðugum í nokkurs konar þrælkunarbúðum. Lögmenn Mack vilja hins vegar meina að slík kúgun væri vissulega „vandræðaleg“ fyrir konurnar en hafi ekki valdið þeim „alvarlegum skaða“, enda hafi dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg vinnubrögð innan herbúða Vísindakirkjunnar flokkist ekki sem þrælahald. Þá báru lögmennirnir því einnig fyrir sig að Mack hefði ekki þegið greiðslur fyrir að kynna konurnar fyrir Raniere og því ætti að fella niður ákæru um mansal á hendur henni. Fyrst var greint frá málinu í New York Times í október í fyrra. Þar sagði hópur kvenna frá framferði Raniere og varð það til þess að lögregluyfirvöld hófu formlega rannsókn á málinu. Raniere hefur þó neitað að hafa brotið af sér og segir að allar gjörðir hans hafi notið samþykkis annarra meðlima NXIVM. Bandaríkin Mexíkó Trúmál Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville, freistuðu þess fyrir helgi að fá tvo ákæruliði fellda niður í máli sem höfðað var á hendur henni. Mack er ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun innan „sjálfshjálparhópsins“ NXIVM. Hópurinn er sagður bera öll einkenni sértrúarsafnaðar en lögmennirnir byggðu kröfur sínar á dómi sem féll í máli gegn Vísindakirkjunni, öðrum bandarískum sértrúarsöfnuði.Sjá einnig: Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Leiðtogi NXVIM, Keith Raniere, var handtekinn í mars síðastliðnum. Mack, sem talin er hafa verið næstráðandi innan hópsins, var handtekin í apríl og ákærð fyrir aðild sína skömmu síðar. Henni er m.a. gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að lokka konur til liðs við söfnuðinn, undir því yfirskyni að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök. Í ákærum á hendur Raniere segir hins vegar að hann hafi hneppt konurnar í kynlífsþrælkun og brennimerkt þær með upphafsstöfum sínum. Höfuðstöðvar NXVIM voru í Albany í New York-ríki í Bandaríkjunum.Keith Raniere var í felum í Mexíkó þangað til hann var handtekinn í mars.SkjáskotFlokkaðist ekki sem þrælahald í tilfelli Vísindakirkjunnar Mack hefur lýst sig saklausa í málinu en hún er m.a. ákærð fyrir mansal og aðild að þrælahaldi. Í gögnum sem lögmenn Mack lögðu fyrir alríkisdóm í New York á föstudag færa þeir rök fyrir því að fella eigi niður þá ákæruliði sem lúta að mansali og þrælahaldi. Vísa lögmennirnir til að mynda í mál sem fyrrverandi meðlimir Vísindakirkjunnar höfðuðu gegn söfnuðinum árið 2012 máli sínu til stuðnings. Saksóknarar halda því fram að Mack hafi þvingað konur í NXIVM til að senda stjórnendum hópsins nektarmyndir af sér auk annarra viðkvæmra upplýsinga. Hún hafi svo hótað því að birta myndirnar ef konurnar færu ekki eftir reglum hópsins í einu og öllu, og þannig haldið þeim nauðugum í nokkurs konar þrælkunarbúðum. Lögmenn Mack vilja hins vegar meina að slík kúgun væri vissulega „vandræðaleg“ fyrir konurnar en hafi ekki valdið þeim „alvarlegum skaða“, enda hafi dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg vinnubrögð innan herbúða Vísindakirkjunnar flokkist ekki sem þrælahald. Þá báru lögmennirnir því einnig fyrir sig að Mack hefði ekki þegið greiðslur fyrir að kynna konurnar fyrir Raniere og því ætti að fella niður ákæru um mansal á hendur henni. Fyrst var greint frá málinu í New York Times í október í fyrra. Þar sagði hópur kvenna frá framferði Raniere og varð það til þess að lögregluyfirvöld hófu formlega rannsókn á málinu. Raniere hefur þó neitað að hafa brotið af sér og segir að allar gjörðir hans hafi notið samþykkis annarra meðlima NXIVM.
Bandaríkin Mexíkó Trúmál Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39
Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18