Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Andri Eysteinsson skrifar 30. desember 2018 12:24 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. Unga fólkið í ríkisstjórninni þarf að átta sig annars fari allt til fjandans í vetur enda viti þau ekki hvað gæti verið í vændum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það þó jákvæða þróun hversu meðvitað samfélagið er um mikilvægi jöfnuðar. Styrmir og Katrín voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Rólegt ár en erfiðir tímar framundan fyrir ríkisstjórnina Aðspurður sagðist Styrmir telja að liði ár hafi verið rólegt fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ríkisstjórnin hafi haft það gott. Erfiðari tímar séu þó fram undan vegna undiröldu kjarasamninga og kjara í samfélaginu. „Mjög sterk tilfinning hjá fólki um að þjóðfélagið sé að skiptast í tvennt. Þeir sem eru í aðstöðu til tryggja sína hagsmuni og skilja hina eftir“,segir Styrmir. Styrmir segist finna fyrir þessum tón í samfélaginu og segir unga fólkið í ríkisstjórninni þurfa að átta sig á þessu annars fari allt „til fjandans“ í vetur. Katrín segist finna fyrir umræðunni um jöfnuð og segir hana allt aðra en hún var fyrir tíu árum síðan. Árin fyrir hrun hafi ójöfnuður verið miklu meiri en umræðan nánast engin. „Mér finnst það í raun og veru mjög jákvæð þróun hversu miklu meðvitaðri við erum um að jöfnuður skipti máli fyrir hagsæld samfélaga,“ sagði forsætisráðherra. Katrín vill meina að þetta útskýri þessa undiröldu sem greina má í samfélaginu.Verkfallsaðgerðir, hörku átök og hættulegt ástand Styrmir Gunnarsson segir hins vegar að stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir þessu. „Undir lok viðreisnaráratugarins voru vaxandi umræður um eitt grundvallaratriði sem ég held að sé grundvallaratriði í dag. Efnamunurinn má ekki verða of mikill, þetta fór gersamlega úr böndum á fyrstu árum nýrrar aldar, gersamlega klikkað ástand. Ég er ansi hræddur um að tilfinning fólks sé sú að, þrátt fyrir hrunið, sé þróunin hafin að nýju,“ sagði Styrmir. Ritstjórinn fyrrverandi minnist á umfjallanir Morgunblaðsins, sem vinstri menn hafi kallað „vonda Morgunblaðið“, sem hélt því fram að efnamunur fólks mætti ekki verða of mikill í eins litlu samfélagi og Ísland er. Styrmir segist muna eftir verkfallsátökum þegar verkfallsverðir stoppuðu mjólkurbíla í Ártúnsbrekku og helltu niður mjólkinni. Þetta hafi verið hörku átök og hættulegt ástand. Nýja kynslóðin í ríkisstjórninni viti ekki hvað gæti verið í vændum. Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. Unga fólkið í ríkisstjórninni þarf að átta sig annars fari allt til fjandans í vetur enda viti þau ekki hvað gæti verið í vændum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það þó jákvæða þróun hversu meðvitað samfélagið er um mikilvægi jöfnuðar. Styrmir og Katrín voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Rólegt ár en erfiðir tímar framundan fyrir ríkisstjórnina Aðspurður sagðist Styrmir telja að liði ár hafi verið rólegt fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ríkisstjórnin hafi haft það gott. Erfiðari tímar séu þó fram undan vegna undiröldu kjarasamninga og kjara í samfélaginu. „Mjög sterk tilfinning hjá fólki um að þjóðfélagið sé að skiptast í tvennt. Þeir sem eru í aðstöðu til tryggja sína hagsmuni og skilja hina eftir“,segir Styrmir. Styrmir segist finna fyrir þessum tón í samfélaginu og segir unga fólkið í ríkisstjórninni þurfa að átta sig á þessu annars fari allt „til fjandans“ í vetur. Katrín segist finna fyrir umræðunni um jöfnuð og segir hana allt aðra en hún var fyrir tíu árum síðan. Árin fyrir hrun hafi ójöfnuður verið miklu meiri en umræðan nánast engin. „Mér finnst það í raun og veru mjög jákvæð þróun hversu miklu meðvitaðri við erum um að jöfnuður skipti máli fyrir hagsæld samfélaga,“ sagði forsætisráðherra. Katrín vill meina að þetta útskýri þessa undiröldu sem greina má í samfélaginu.Verkfallsaðgerðir, hörku átök og hættulegt ástand Styrmir Gunnarsson segir hins vegar að stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir þessu. „Undir lok viðreisnaráratugarins voru vaxandi umræður um eitt grundvallaratriði sem ég held að sé grundvallaratriði í dag. Efnamunurinn má ekki verða of mikill, þetta fór gersamlega úr böndum á fyrstu árum nýrrar aldar, gersamlega klikkað ástand. Ég er ansi hræddur um að tilfinning fólks sé sú að, þrátt fyrir hrunið, sé þróunin hafin að nýju,“ sagði Styrmir. Ritstjórinn fyrrverandi minnist á umfjallanir Morgunblaðsins, sem vinstri menn hafi kallað „vonda Morgunblaðið“, sem hélt því fram að efnamunur fólks mætti ekki verða of mikill í eins litlu samfélagi og Ísland er. Styrmir segist muna eftir verkfallsátökum þegar verkfallsverðir stoppuðu mjólkurbíla í Ártúnsbrekku og helltu niður mjólkinni. Þetta hafi verið hörku átök og hættulegt ástand. Nýja kynslóðin í ríkisstjórninni viti ekki hvað gæti verið í vændum.
Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira