Nei, ég vann ekki í lottóinu Helgi Tómasson skrifar 3. október 2018 10:00 Mér er sagt að fasteignamat húss míns í Reykjavík sé nú 68 milljónir króna og verði 79 á næsta ári. Er ég þá orðinn 11 milljónum ríkari? Það er óvarlegt að treysta því. Að minnsta kosti væri galið að ákveða aukaeyðslu byggða á þessum 11 milljónum. Þetta gera þó sveitarfélög sem líta svo á að skattstofn þeirra hafi stækkað sem þessu nemur, aukið skattheimtu og varið þeim fjármunum í rekstur. Það er fjarstæðukennt að sveitarstjórnum sé leyft að hækka skatta með sjálfvirkum hætti á tímum hækkandi fasteignaverðs og nota tekjuaukann til að réttlæta aukin útgjöld. Bankar freistast til að lána meira vegna dýrari eigna og kaupendur húsnæðis taka hærri lán. Það er í tísku að tala um ójöfnuð og samkvæmt þessu hefur munurinn á mér og þeim sem taka lán og kaupa fasteign aukist. Þetta er þó enn sama húsið og ég átti í byrjun árs, þjónusta sveitarfélagsins við húsið óbreytt og tekjur mínar hafa ekki aukist til að standa skil á fasteignaskattinum. Skattbyrði mín er því þyngri. Ég er ekki einn í þessu. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja stendur frammi fyrir ófyrirsjáanlegum duttlungakenndum skattahækkunum vegna óheppilegra reglna um útreikning fasteignaskatta. Það er fráleitt að nota sveiflukennt eignaverð sem skattstofn. Eignarskattar eru óskynsamlegir og langflest Evrópuríki hafa afnumið þá. Frakkar voru lengi síðustu þrjóskupúkarnir. Danir og Svíar hafa, eftir miklar eignaverðshækkanir, afnumið matsvirði eigna sem skattstofn í fasteignagjöldum. Svíar hafa fasta hámarksupphæð til að standa straum af kostnaði sveitarfélaga við fasteignaeigendur og Danir nota matsvirði frá 2001 eða 2002. Regla Dana er kannski ekki til fyrirmyndar en hún er alla vega fyrirsjáanleg. Sumir stjórnmálamenn vilja taka til í skattkerfinu og gera það einfaldara og skilvirkara. Nú er upplagt tækifæri fyrir þá að útrýma eignatengdum sköttum í eitt skipti fyrir öll og binda það í stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Tómasson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Mér er sagt að fasteignamat húss míns í Reykjavík sé nú 68 milljónir króna og verði 79 á næsta ári. Er ég þá orðinn 11 milljónum ríkari? Það er óvarlegt að treysta því. Að minnsta kosti væri galið að ákveða aukaeyðslu byggða á þessum 11 milljónum. Þetta gera þó sveitarfélög sem líta svo á að skattstofn þeirra hafi stækkað sem þessu nemur, aukið skattheimtu og varið þeim fjármunum í rekstur. Það er fjarstæðukennt að sveitarstjórnum sé leyft að hækka skatta með sjálfvirkum hætti á tímum hækkandi fasteignaverðs og nota tekjuaukann til að réttlæta aukin útgjöld. Bankar freistast til að lána meira vegna dýrari eigna og kaupendur húsnæðis taka hærri lán. Það er í tísku að tala um ójöfnuð og samkvæmt þessu hefur munurinn á mér og þeim sem taka lán og kaupa fasteign aukist. Þetta er þó enn sama húsið og ég átti í byrjun árs, þjónusta sveitarfélagsins við húsið óbreytt og tekjur mínar hafa ekki aukist til að standa skil á fasteignaskattinum. Skattbyrði mín er því þyngri. Ég er ekki einn í þessu. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja stendur frammi fyrir ófyrirsjáanlegum duttlungakenndum skattahækkunum vegna óheppilegra reglna um útreikning fasteignaskatta. Það er fráleitt að nota sveiflukennt eignaverð sem skattstofn. Eignarskattar eru óskynsamlegir og langflest Evrópuríki hafa afnumið þá. Frakkar voru lengi síðustu þrjóskupúkarnir. Danir og Svíar hafa, eftir miklar eignaverðshækkanir, afnumið matsvirði eigna sem skattstofn í fasteignagjöldum. Svíar hafa fasta hámarksupphæð til að standa straum af kostnaði sveitarfélaga við fasteignaeigendur og Danir nota matsvirði frá 2001 eða 2002. Regla Dana er kannski ekki til fyrirmyndar en hún er alla vega fyrirsjáanleg. Sumir stjórnmálamenn vilja taka til í skattkerfinu og gera það einfaldara og skilvirkara. Nú er upplagt tækifæri fyrir þá að útrýma eignatengdum sköttum í eitt skipti fyrir öll og binda það í stjórnarskrá.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun