Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 20:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Baldur Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við „blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefndir SA, Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness komu saman til fundar hjá ríkissáttsemjara í morgun og næsti fundur hefur verið boðaður á sama tíma að viku liðinni. Samningaðilar kynntu kröfugerðir sínar í dag en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi lítið gefa upp um það hvaða svigrúm atvinnurekendur telji sig hafa til launahækkana. „Við sjáum ákveðna möguleika til kerfisbreytinga á íslenskum vinnumarkaði, að við færum íslenskan vinnumarkað nær þessum norræna vinnumarkaði. Það er að segja að við hækkum dagvinnulaunin reynum að draga úr þessum yfirvinnukúltúr sem er landlægur á Íslandi,“ segir Halldór. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/BaldurSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkalýðsfélögin muni ekki slá af kröfum sínum. „Það var engin eiginleg niðurstaða nema sú að á næsta fundi sem að verður eftir viku, muni Samtök atvinnulífsins, ef ég skil rétt, loksins sýna okkur fram á hvað þau telja til skiptanna,“ segir Sólveig Anna. „Við lítum svo á að það sé bara mikill bráðavandi sem að steðji að verka- og láglaunafólki.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að aðkoma stjórnvalda þurfi einnig að vera umtalsverð, jafnvel þótt samningar náist við SA. „Við erum þar að horfa til til dæmis fólks sem er á hinum blóðuga vígvelli leigumarkaðar þar sem að leiguverð hefur hækkað um tæp 100% frá árinu 2011, langt umfram launahækkanir. Við þurfum að finna einhvern flöt á því. Við þurfum að finna einhvern flöt á þeim okurvöxtum sem eru í gildi á íslenskum vinnumarkaði, við þurfum líka að finna flöt á því að afnema hér verðtryggingu sem að þekkist hvergi á byggðu bóli." Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vill ekki spá í spilin um það hvort samningar séu í sjónmáli. „Á meðan að fólk er að tala saman þá er ég ánægð,“ segir Bryndís. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Baldur Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við „blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefndir SA, Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness komu saman til fundar hjá ríkissáttsemjara í morgun og næsti fundur hefur verið boðaður á sama tíma að viku liðinni. Samningaðilar kynntu kröfugerðir sínar í dag en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi lítið gefa upp um það hvaða svigrúm atvinnurekendur telji sig hafa til launahækkana. „Við sjáum ákveðna möguleika til kerfisbreytinga á íslenskum vinnumarkaði, að við færum íslenskan vinnumarkað nær þessum norræna vinnumarkaði. Það er að segja að við hækkum dagvinnulaunin reynum að draga úr þessum yfirvinnukúltúr sem er landlægur á Íslandi,“ segir Halldór. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/BaldurSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkalýðsfélögin muni ekki slá af kröfum sínum. „Það var engin eiginleg niðurstaða nema sú að á næsta fundi sem að verður eftir viku, muni Samtök atvinnulífsins, ef ég skil rétt, loksins sýna okkur fram á hvað þau telja til skiptanna,“ segir Sólveig Anna. „Við lítum svo á að það sé bara mikill bráðavandi sem að steðji að verka- og láglaunafólki.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að aðkoma stjórnvalda þurfi einnig að vera umtalsverð, jafnvel þótt samningar náist við SA. „Við erum þar að horfa til til dæmis fólks sem er á hinum blóðuga vígvelli leigumarkaðar þar sem að leiguverð hefur hækkað um tæp 100% frá árinu 2011, langt umfram launahækkanir. Við þurfum að finna einhvern flöt á því. Við þurfum að finna einhvern flöt á þeim okurvöxtum sem eru í gildi á íslenskum vinnumarkaði, við þurfum líka að finna flöt á því að afnema hér verðtryggingu sem að þekkist hvergi á byggðu bóli." Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vill ekki spá í spilin um það hvort samningar séu í sjónmáli. „Á meðan að fólk er að tala saman þá er ég ánægð,“ segir Bryndís. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Baldur
Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25
Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03