Írinn Harrington verður fyrirliði Evrópu í Ryderbikarnum 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 13:15 Padraig Harrington. Getty/Andrew Redington Padraig Harrington fær stöðuhækkun hjá Ryderbikarliði Evrópu en þessi 47 ára gamli Íri mun nú taka við sem fyrirliði Evrópuliðsins. Ryderbikarinn fer næst fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í september 2020. Padraig Harrington tekur við stöðunni af Dananum Thomas Björn sem var fyrirliðinn þegar Evrópuliðið vann Ryderbikarinn í september síðastliðnum. Harrington var aðstoðarfyrirliði Björn á mótinu.BREAKING: @padraig_h confirmed as @RyderCupEurope captain for Whistling Straits in 2020. #SSNpic.twitter.com/BLQf0ncySs — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 8, 2019Harrington verður aðeins annar Írinn sem er fyrirliði Evrópuliðsins en landi hans Paul McGinley var fyrirliði Evrópuliðsins sem vann Ryderbikarinn árið 2014. Harrington hefur verið aðstoðarfyrirliði Evrópu í þremur síðustu Ryderbikarkeppnum. Hann aðstoðaði fyrst McGinley árið 2014, þá Darren Clarke árið 2016 og svo Thomas Björn á síðasta ári. Padraig Harrington þekkir það líka vel að spila fyrir Evrópu í Ryderbikarnum en hann var sex sinnum í Evrópuliðinu á árunum 1999 til 2010 og vann Ryderbikarinn alls fjórum sinnum sem spilari eða árin 2002, 2004, 2006 og 2010. Stjörnukylfingar eins og þeir Rory McIlroy og Justin Rose studdu það að Padraig Harrington tæki við fyrirliðastöðunni að þessu sinni. Luke Donald og Lee Westwood voru líka nefnir sem mögulegir kostir. Evrópuliðið burstaði síðasta Ryderbikar 17,5-10,5 og hefur fagnað fjórum sinnum sigri í síðustu fimm Ryderbikarkeppnum og alls unnið Ryderbikarinn sjö sinnum (í níu tilraunum) á þessari öld. Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Padraig Harrington fær stöðuhækkun hjá Ryderbikarliði Evrópu en þessi 47 ára gamli Íri mun nú taka við sem fyrirliði Evrópuliðsins. Ryderbikarinn fer næst fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í september 2020. Padraig Harrington tekur við stöðunni af Dananum Thomas Björn sem var fyrirliðinn þegar Evrópuliðið vann Ryderbikarinn í september síðastliðnum. Harrington var aðstoðarfyrirliði Björn á mótinu.BREAKING: @padraig_h confirmed as @RyderCupEurope captain for Whistling Straits in 2020. #SSNpic.twitter.com/BLQf0ncySs — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 8, 2019Harrington verður aðeins annar Írinn sem er fyrirliði Evrópuliðsins en landi hans Paul McGinley var fyrirliði Evrópuliðsins sem vann Ryderbikarinn árið 2014. Harrington hefur verið aðstoðarfyrirliði Evrópu í þremur síðustu Ryderbikarkeppnum. Hann aðstoðaði fyrst McGinley árið 2014, þá Darren Clarke árið 2016 og svo Thomas Björn á síðasta ári. Padraig Harrington þekkir það líka vel að spila fyrir Evrópu í Ryderbikarnum en hann var sex sinnum í Evrópuliðinu á árunum 1999 til 2010 og vann Ryderbikarinn alls fjórum sinnum sem spilari eða árin 2002, 2004, 2006 og 2010. Stjörnukylfingar eins og þeir Rory McIlroy og Justin Rose studdu það að Padraig Harrington tæki við fyrirliðastöðunni að þessu sinni. Luke Donald og Lee Westwood voru líka nefnir sem mögulegir kostir. Evrópuliðið burstaði síðasta Ryderbikar 17,5-10,5 og hefur fagnað fjórum sinnum sigri í síðustu fimm Ryderbikarkeppnum og alls unnið Ryderbikarinn sjö sinnum (í níu tilraunum) á þessari öld.
Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira