Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2019 11:11 Á meðan flest ríki heims reyna að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda greiðir ríkisstjórn Trump Bandaríkjaforseta götu kolaframleiðenda og orkuvera. Vísir/Getty Líkurnar á því að Bandaríkin nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu fara þverrandi eftir að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,4% á milli ára í fyrra. Efnahagsuppgangur og afnám ríkisstjórnar Donalds Trump forseta á loftslagsaðgerðum er talið hafa átt þátt í aukningunni. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum og sögulega sá stærsti. Rannsakendur Rhodium-hópsins, sjálfstæðrar efnahagsrannsóknastofnunar, áætla að aukningin í fyrra gæti hafa verið sú næstmesta undanfarin tuttugu ár. Hana má að stærstum hluta rekja til góðæris. Þannig jókst losun frá raforkuframleiðslu um 1,9%, aðallega vegna vaxandi eftirspurnar. Henni var mætt með auknum bruna á jarðgasi. Losun frá samgöngum jókst um eitt prósent vegna fjölgunar flugferða og umfangsmeiri vöruflutninga á landi. Tölur Rhodium-hópsins eru áætlaðar enda eru sum gögnin sem þær byggja á ekki endanlega staðfest, að sögn Washington Post. Þær eru þó sagðar í samræmi við greiningu Heimskolefnisverkefnisins sem áætlar að mannkynið auki losun sína um 3% á síðasta ári. Þrátt fyrir að efnahagslegar aðstæður hafi ráðið mestu er talið að afnám á regluverki sem átti að draga úr losun hafi átt sinn þátt í aukningunni nú. „Ég held ekki að þú hefðir séð sömu aukningu,“ segir Trevor Houser, félagi í Rhodium-hópnum og vísar sérstaklega til raforkugeirans. Trump forseti ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Þá hefur ríkisstjórn hans ráðist í afnám reglna sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, og áttu að tryggja að Bandaríkin gætu staðið við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun. Ætlunin er að rýmka reglur um útblástur bíla og losun raforkuvera. Þá hefur verið slakað á ýmis konar umhverfisreglum til þess auðvelda kolaorkuverum að losa mengandi efni. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Líkurnar á því að Bandaríkin nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu fara þverrandi eftir að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,4% á milli ára í fyrra. Efnahagsuppgangur og afnám ríkisstjórnar Donalds Trump forseta á loftslagsaðgerðum er talið hafa átt þátt í aukningunni. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum og sögulega sá stærsti. Rannsakendur Rhodium-hópsins, sjálfstæðrar efnahagsrannsóknastofnunar, áætla að aukningin í fyrra gæti hafa verið sú næstmesta undanfarin tuttugu ár. Hana má að stærstum hluta rekja til góðæris. Þannig jókst losun frá raforkuframleiðslu um 1,9%, aðallega vegna vaxandi eftirspurnar. Henni var mætt með auknum bruna á jarðgasi. Losun frá samgöngum jókst um eitt prósent vegna fjölgunar flugferða og umfangsmeiri vöruflutninga á landi. Tölur Rhodium-hópsins eru áætlaðar enda eru sum gögnin sem þær byggja á ekki endanlega staðfest, að sögn Washington Post. Þær eru þó sagðar í samræmi við greiningu Heimskolefnisverkefnisins sem áætlar að mannkynið auki losun sína um 3% á síðasta ári. Þrátt fyrir að efnahagslegar aðstæður hafi ráðið mestu er talið að afnám á regluverki sem átti að draga úr losun hafi átt sinn þátt í aukningunni nú. „Ég held ekki að þú hefðir séð sömu aukningu,“ segir Trevor Houser, félagi í Rhodium-hópnum og vísar sérstaklega til raforkugeirans. Trump forseti ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Þá hefur ríkisstjórn hans ráðist í afnám reglna sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, og áttu að tryggja að Bandaríkin gætu staðið við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun. Ætlunin er að rýmka reglur um útblástur bíla og losun raforkuvera. Þá hefur verið slakað á ýmis konar umhverfisreglum til þess auðvelda kolaorkuverum að losa mengandi efni.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00