Gólfplata brast vegna mistaka í steypuvinnu við Hlíðarenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. janúar 2019 06:00 Fjarstýrður bor var notaður til að brjóta afganginn af gólfplötunni. Endurgera þarf alla plötuna. Mynd/Línuborun Betur fór en á horfðist fyrir skemmstu þegar nýsteypt gólfplata í nýbyggingu á Hlíðarendareitnum svokallaða í Reykjavík gaf sig. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu sakaði engan í óhappinu. Vinnueftirlitið greinir frá því að það liggi fyrir hvað gerðist en samkvæmt því var burðarþol uppsláttar undir plötunni ekki nægilegt. Eftir því sem næst verður komist var steypan ekki þornuð og rann því til þegar undirstöður gáfu sig. Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri Vinnueftirlitsins, staðfestir að atvikið hafi verið tilkynnt til stofnunarinnar en að fulltrúar hafi ekki farið á svæðið eftir óhappið. Það verði þó gert síðar og öll öryggismál framkvæmdasvæðisins skoðuð eins og venja er. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu byggingarfulltrúa Reykjavíkur fyrir helgi hafði málið ekki verið tilkynnt þangað en staðfest sömuleiðis að byggingarfulltrúi myndi spyrjast fyrir um hvað þarna gerðist. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort niðurstaða hafi fengist í þá skoðun. Eftir að gólfplatan gaf sig fyrir jól var verktakafyrirtækinu Línuborun falið að klára að brjóta niður afganginn af gólfplötunni, sem þarf að endurgera. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt. Línuborun þurfti meðal annars að nota fjarstýrða brotvél til verksins. Línuborun birti myndir af verkinu á Facebook-síðu sinni og veitti Fréttablaðinu leyfi til að endurbirta þær. Þar segir sömuleiðis að mikil heppni sé að enginn hafi slasast. Fyrirhugað er að nærri átta hundruð íbúðir rísi á Hlíðarendareitnum svokallaða. Fyrstu íbúðirnar sem byggðar voru fóru í sölu í byrjun síðasta árs. Þrátt fyrir umleitanir Fréttablaðsins tókst ekki að hafa uppi á verktakanum sem kom að því að steypa gólfplötuna.Frá vinnusvæðinu á Hlíðarendareitnum.Mynd/línuborunEins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt.Mynd/línuborun Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Vinnumarkaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Betur fór en á horfðist fyrir skemmstu þegar nýsteypt gólfplata í nýbyggingu á Hlíðarendareitnum svokallaða í Reykjavík gaf sig. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu sakaði engan í óhappinu. Vinnueftirlitið greinir frá því að það liggi fyrir hvað gerðist en samkvæmt því var burðarþol uppsláttar undir plötunni ekki nægilegt. Eftir því sem næst verður komist var steypan ekki þornuð og rann því til þegar undirstöður gáfu sig. Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri Vinnueftirlitsins, staðfestir að atvikið hafi verið tilkynnt til stofnunarinnar en að fulltrúar hafi ekki farið á svæðið eftir óhappið. Það verði þó gert síðar og öll öryggismál framkvæmdasvæðisins skoðuð eins og venja er. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu byggingarfulltrúa Reykjavíkur fyrir helgi hafði málið ekki verið tilkynnt þangað en staðfest sömuleiðis að byggingarfulltrúi myndi spyrjast fyrir um hvað þarna gerðist. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort niðurstaða hafi fengist í þá skoðun. Eftir að gólfplatan gaf sig fyrir jól var verktakafyrirtækinu Línuborun falið að klára að brjóta niður afganginn af gólfplötunni, sem þarf að endurgera. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt. Línuborun þurfti meðal annars að nota fjarstýrða brotvél til verksins. Línuborun birti myndir af verkinu á Facebook-síðu sinni og veitti Fréttablaðinu leyfi til að endurbirta þær. Þar segir sömuleiðis að mikil heppni sé að enginn hafi slasast. Fyrirhugað er að nærri átta hundruð íbúðir rísi á Hlíðarendareitnum svokallaða. Fyrstu íbúðirnar sem byggðar voru fóru í sölu í byrjun síðasta árs. Þrátt fyrir umleitanir Fréttablaðsins tókst ekki að hafa uppi á verktakanum sem kom að því að steypa gólfplötuna.Frá vinnusvæðinu á Hlíðarendareitnum.Mynd/línuborunEins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt.Mynd/línuborun
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Vinnumarkaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira