Smygl á fólki birtist með skýrari hætti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2019 19:30 Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að smygl á fólki sé farið að birtast með skýrari hætti hér á landi en gert hefur síðustu ár. Nokkur mál, er snúa að fólki sem kom til landsins á keyptum fölsuðum skilríkjum, hafi verið til rannsóknar á nýliðnu ári. Smygl á fólki er skipulagður innflutningur á ólöglegum útlendingum inn í landið eða með viðkomu í landinu á leið til annarra landa með því að sniðganga lög landsins, þar með talið lög um útlendinga. Smyglið snýr einkum að því að aðstoða fólkið til betra lífs og er með þeirra vitund og samþykki. Smyglið er brot á landslögum og er í raun framið gegn ríkinu en ekki þolandanum, öfugt við mansal. „Ég get staðfest það að við höfum verið að rannsaka nokkur tilvik þar sem við teljum að um ræði smygl á fólki.“ Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum lands innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Skilríkin kaupir fólkið af skipulögðum glæpahópum. „Sem hafa séð að þetta er þáttur sem er fjárhagslegur ávinningur af, farið í það ferli að falsa skilríki og þetta er gert og svo selt einstaklingum sem hafa áhuga á því að fara á einhvern stað sem þau annars kæmust ekki.“ Með skilríkjunum öðlast fólkið rétt til að starfa hér á landi. Síðustu ára hefur þetta verið stórt vandamál í Evrópu. „Það má segja að þessi þáttur, fölsun á skilríkjum, sé eitt helsta vandamál sem Evrópulöndin standa frammi fyrir. Núna hefur þessi birtingarmynd komið með mjög skýrum hætti til Íslands.“ Oft er þessu ruglað saman við mansalið. Í þessu tilvikum er það flutningurinn þá er það einstaklingur, brotahópur, sem útvegar þér þessi skilríki vegna þess að þú ert að reyna koma þér á einhvern ákveðin stað. Karl Steinar segir ómögulegt að segja til um hver stór hópur fólks sé hér á fölsuðum skilríkjum. Upp komist um málin með ýmsu móti. Einstaklingarnir hafi verið stöðvaðir við landamæraeftirlit á leið til landsins og í hinum ýmsu aðgerðum lögreglu á vinnustöðum þegar grunur vaknar um að þar villi menn á sér heimildir. „Og ýmsum öðrum málum. Jafnvel í innbrotum höfum við verið að finna skilríki sem reynast fölsuð.“ Lögreglumál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að smygl á fólki sé farið að birtast með skýrari hætti hér á landi en gert hefur síðustu ár. Nokkur mál, er snúa að fólki sem kom til landsins á keyptum fölsuðum skilríkjum, hafi verið til rannsóknar á nýliðnu ári. Smygl á fólki er skipulagður innflutningur á ólöglegum útlendingum inn í landið eða með viðkomu í landinu á leið til annarra landa með því að sniðganga lög landsins, þar með talið lög um útlendinga. Smyglið snýr einkum að því að aðstoða fólkið til betra lífs og er með þeirra vitund og samþykki. Smyglið er brot á landslögum og er í raun framið gegn ríkinu en ekki þolandanum, öfugt við mansal. „Ég get staðfest það að við höfum verið að rannsaka nokkur tilvik þar sem við teljum að um ræði smygl á fólki.“ Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum lands innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Skilríkin kaupir fólkið af skipulögðum glæpahópum. „Sem hafa séð að þetta er þáttur sem er fjárhagslegur ávinningur af, farið í það ferli að falsa skilríki og þetta er gert og svo selt einstaklingum sem hafa áhuga á því að fara á einhvern stað sem þau annars kæmust ekki.“ Með skilríkjunum öðlast fólkið rétt til að starfa hér á landi. Síðustu ára hefur þetta verið stórt vandamál í Evrópu. „Það má segja að þessi þáttur, fölsun á skilríkjum, sé eitt helsta vandamál sem Evrópulöndin standa frammi fyrir. Núna hefur þessi birtingarmynd komið með mjög skýrum hætti til Íslands.“ Oft er þessu ruglað saman við mansalið. Í þessu tilvikum er það flutningurinn þá er það einstaklingur, brotahópur, sem útvegar þér þessi skilríki vegna þess að þú ert að reyna koma þér á einhvern ákveðin stað. Karl Steinar segir ómögulegt að segja til um hver stór hópur fólks sé hér á fölsuðum skilríkjum. Upp komist um málin með ýmsu móti. Einstaklingarnir hafi verið stöðvaðir við landamæraeftirlit á leið til landsins og í hinum ýmsu aðgerðum lögreglu á vinnustöðum þegar grunur vaknar um að þar villi menn á sér heimildir. „Og ýmsum öðrum málum. Jafnvel í innbrotum höfum við verið að finna skilríki sem reynast fölsuð.“
Lögreglumál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira