Skordýr mögulega sökudólgarnir í „hljóðárásunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 09:56 Sendiráð Bandaríkjanna á Kúbu. Vísir/Getty Vísindamenn sem rannsakað hafa uppruna hljóðs sem talið er hafa orsakað heilsuvandræði starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu telja að rekja megi hljóðið til skordýra af krybbutegund. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði og var talið líklegt að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beint að sendiráðinu í „hljóðárás“. Sú skýring fékk byr undir báða vængi eftir að fréttaveita AP birti upptöku af hljóðinu sem heyrðist en þar má heyra að um er að ræða skerandi síbylju. Sérfræðingur stóðu lengi vel á gati um hver uppruni hljóðsins væri, þangað til nú. Vísindamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi rannsöku hljóðupptökuna og telja þeir víst að hljóðið sem þar má heyra komi frá skordýri af krybbutegund en krybbur eru skyldar engisprettum. Nánar tiltekið er um að ræða tegund sem finnst einkum á eyjunum í Karíbahafi, þar með talið á Kúbu.Í frétt Guardian eru þó slegnir þeir varnaglar að ekki hafi allir þeir sendiráðsstarfsmenn sem veiktust tengt hljóð við veikindin auk þess sem að þeir sem það gerðu lýstu hljóðinu á mismunandi hátt. Því sé ekki hægt að slá því föstu að krybbuhljóðið hafi orsakað veikindin, né sé hægt að útiloka að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beitt. Þá er einnig haft eftir skorýrasérfræðingi sem fór yfir niðurstöðurnar að hann viti ekki um tilfelli þar sem krybbuhljóðið hafi orsakað heilsuvandræði. Hann segist þó ekki efast um það að hljóðið á upptökunni sem AP birti hafi komið frá krybbum. Bandaríkin Dýr Kúba Tengdar fréttir Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Bandaríkjamenn hafa verið varaðir við því að ferðast til Kúbu vegna undarlegra árása. 29. september 2017 14:40 Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Fimm starfsmenn og makar starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu hafa orðið fyrir heyrnartapi frá því seint á síðasta ári. Grunur leikur á að einhvers konar tæki með hættulegum hljóðbylgjum hafi verið beitt gegn þeim. Tveir kúbanskir erindrekar hafa verið reknir frá Bandaríkjunum vegna málsins. 10. ágúst 2017 15:24 Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. 7. júní 2018 08:29 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Vísindamenn sem rannsakað hafa uppruna hljóðs sem talið er hafa orsakað heilsuvandræði starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu telja að rekja megi hljóðið til skordýra af krybbutegund. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði og var talið líklegt að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beint að sendiráðinu í „hljóðárás“. Sú skýring fékk byr undir báða vængi eftir að fréttaveita AP birti upptöku af hljóðinu sem heyrðist en þar má heyra að um er að ræða skerandi síbylju. Sérfræðingur stóðu lengi vel á gati um hver uppruni hljóðsins væri, þangað til nú. Vísindamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi rannsöku hljóðupptökuna og telja þeir víst að hljóðið sem þar má heyra komi frá skordýri af krybbutegund en krybbur eru skyldar engisprettum. Nánar tiltekið er um að ræða tegund sem finnst einkum á eyjunum í Karíbahafi, þar með talið á Kúbu.Í frétt Guardian eru þó slegnir þeir varnaglar að ekki hafi allir þeir sendiráðsstarfsmenn sem veiktust tengt hljóð við veikindin auk þess sem að þeir sem það gerðu lýstu hljóðinu á mismunandi hátt. Því sé ekki hægt að slá því föstu að krybbuhljóðið hafi orsakað veikindin, né sé hægt að útiloka að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beitt. Þá er einnig haft eftir skorýrasérfræðingi sem fór yfir niðurstöðurnar að hann viti ekki um tilfelli þar sem krybbuhljóðið hafi orsakað heilsuvandræði. Hann segist þó ekki efast um það að hljóðið á upptökunni sem AP birti hafi komið frá krybbum.
Bandaríkin Dýr Kúba Tengdar fréttir Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Bandaríkjamenn hafa verið varaðir við því að ferðast til Kúbu vegna undarlegra árása. 29. september 2017 14:40 Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Fimm starfsmenn og makar starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu hafa orðið fyrir heyrnartapi frá því seint á síðasta ári. Grunur leikur á að einhvers konar tæki með hættulegum hljóðbylgjum hafi verið beitt gegn þeim. Tveir kúbanskir erindrekar hafa verið reknir frá Bandaríkjunum vegna málsins. 10. ágúst 2017 15:24 Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. 7. júní 2018 08:29 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Bandaríkjamenn hafa verið varaðir við því að ferðast til Kúbu vegna undarlegra árása. 29. september 2017 14:40
Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Fimm starfsmenn og makar starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu hafa orðið fyrir heyrnartapi frá því seint á síðasta ári. Grunur leikur á að einhvers konar tæki með hættulegum hljóðbylgjum hafi verið beitt gegn þeim. Tveir kúbanskir erindrekar hafa verið reknir frá Bandaríkjunum vegna málsins. 10. ágúst 2017 15:24
Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. 7. júní 2018 08:29