Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2019 23:09 Trump er sagður trúa því að deilan um múrinn hjálpi sér að treysta stuðnings baklands síns. Á meðan fá hundruð þúsunda opinberra starfsmanna ekki greidd laun. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur sent leiðtogum flokkanna á Bandaríkjaþingi bréf þar sem kröfu Donalds Trump forseta um á sjötta milljarð dollara fyrir landamæramúr er haldið til streitu. Þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í á þriðju viku vegna deilunnar um múrinn. Rekstur stofnananna stöðvaðist þegar Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið rétt fyrir jól. Trump krefst 5,6 milljarða dollara fyrir múr á suðurlandamærunum að Mexíkó sem demókratar vilja ekki heyra á minnst. Í bréfi sem starfandi forstöðumaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi leiðtogum á þingi segir að múrinn sé „nauðsynlegur áformum“ ríkisstjórnarinnar. Þar er krafist fjármögnunar á byggingu 376 kílómetra langs hluta múrsins umdeilda, að sögn Washington Post. Trump hefur haft í hótunum vegna deilunnar, meðal annars um að hann muni halda alríkisstofnununum lokuðum í vikur eða jafnvel ár eða að hann lýsi yfir neyðarástandi til að byggja múrinn án samþykkis þingsins. Upphaflega lofaði Trump því að mexíkósk stjórnvöld kæmu til með að greiða fyrir múrinn. Með bréfinu krefst Trump nú stálgirðingar frekar en steinsteypta múrsins sem hann lofaði. Í því er einnig að finna boð um 800 milljón dollara fjárveitingu til „áríðandi mannúðarþarfa“ og til aðstoðar barna sem koma að landamærunum eins síns liðs sem demókratar eru sagðir hafa lagt áherslu á. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Trump var spurður að því í dag hvort að hann gæti skilið stöðu ríkisstarfsmanna sem fá ekki greitt. „Ég tengi við það og ég er viss um að fólk sem verður fyrir því geri ráðstafanir, það gerir það alltaf,“ svaraði Trump og hélt því fram að margir opinberu starfsmannanna styddu það að hann neitaði að opna stofnanirnar aftur til að knýja á um byggingu múrsins. Ekki er ljóst hvað forsetinn telur sig hafa fyrir sér um það. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Hvíta húsið hefur sent leiðtogum flokkanna á Bandaríkjaþingi bréf þar sem kröfu Donalds Trump forseta um á sjötta milljarð dollara fyrir landamæramúr er haldið til streitu. Þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í á þriðju viku vegna deilunnar um múrinn. Rekstur stofnananna stöðvaðist þegar Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið rétt fyrir jól. Trump krefst 5,6 milljarða dollara fyrir múr á suðurlandamærunum að Mexíkó sem demókratar vilja ekki heyra á minnst. Í bréfi sem starfandi forstöðumaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi leiðtogum á þingi segir að múrinn sé „nauðsynlegur áformum“ ríkisstjórnarinnar. Þar er krafist fjármögnunar á byggingu 376 kílómetra langs hluta múrsins umdeilda, að sögn Washington Post. Trump hefur haft í hótunum vegna deilunnar, meðal annars um að hann muni halda alríkisstofnununum lokuðum í vikur eða jafnvel ár eða að hann lýsi yfir neyðarástandi til að byggja múrinn án samþykkis þingsins. Upphaflega lofaði Trump því að mexíkósk stjórnvöld kæmu til með að greiða fyrir múrinn. Með bréfinu krefst Trump nú stálgirðingar frekar en steinsteypta múrsins sem hann lofaði. Í því er einnig að finna boð um 800 milljón dollara fjárveitingu til „áríðandi mannúðarþarfa“ og til aðstoðar barna sem koma að landamærunum eins síns liðs sem demókratar eru sagðir hafa lagt áherslu á. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Trump var spurður að því í dag hvort að hann gæti skilið stöðu ríkisstarfsmanna sem fá ekki greitt. „Ég tengi við það og ég er viss um að fólk sem verður fyrir því geri ráðstafanir, það gerir það alltaf,“ svaraði Trump og hélt því fram að margir opinberu starfsmannanna styddu það að hann neitaði að opna stofnanirnar aftur til að knýja á um byggingu múrsins. Ekki er ljóst hvað forsetinn telur sig hafa fyrir sér um það.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44
Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15
Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23
Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30